Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 09.11.2000, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 09.11.2000, Blaðsíða 6
6 Fréttir Fimmtudagur 2. nóvember 2000 Tónsmíðafélagið með skemmtun á laugardaginn: Hélt að það yrði erfiðara að syngja opinberlega -segir Hrafnhildur Helgadóttir sem hefur vakið mikla athygli fyrir söng sinn með hljómsveit félagsins HRAFNHILDUR hefur vakið athygli fyrir góðan söng enda á hún ekki langt að sækja tónlistarhæfileikanna. Tónsmíðafélag Vestmannaeyja undir forystu Osvaldar Guðjóns- sonar hefur stimplað sig inn í tónlistarlíf í Vestmannaeyjum svo um munar. Síðasta afrek félaganna var messa með kaffihúsívafi í safnaðarheimilinu en enn er blásið til tónleika sem að þessu sinni verða haldnir í Gallerí áhaldahúsinu nk. laugardagskvöld klukkan 21.30. Með Tónsmíðafélaginu hefur starfað ung söngkona, Hrafnhildur Helgadóttir, sem vakið hefur athygli fyrir góðan söng. Segja má að Os- valdur hafi valdið straumhvörfum í lífi Hrafnhildar þegar hann hitti hana niðri í búð fyrir um ári síðan og spurði hana að því hvort hún vildi ekki syngja með Tónsmiðafélaginu. „Eg sagðist vera til í að syngja með þeim en ég hefði engan áhuga á að koma fram opinberlega," segir Hrafnhildur í sam- tali við Fréttir. „Eg mætti og síðan vatt þetta upp á sig og ég varð hluti af hljómsveit sem skipuð er auk mín þeim Osvaldi sem leikur á píanó og gítar, Grími kokk Gíslasyni á trommur og bræðrunum Högna og Oðni Högnasonum á bassa og gítar, Kristinn Bjömsson munn- hörpu og bakrödd og Agúst Yngvarsson á Herjólfi á bongó- trommur. Auðvitað komst ég ekki upp með að syngja ekki opinberlega og við höfum verið að koma fram á árshátíðum og þorrablótum." Hrafnhildur segist bara ánægð með hvernig til hefur tekist hefur. „Þetta hefur verið meiriháttar gaman og það sem gerir þetta svo lítið sérstakt er að uppistaðan í lögunum er eftir Ósvald en alltaf fylgja með einhver lög eftir aðra.“ Eins og fram hefur komið er söng- ferill Hrafnhildar ekki langur en eitthvað hefur hún verið að gaula svona ein og sér svo notuð séu hennar eigin orð. Þá er hún tromettleikari í Lúðrasveit Vestimnnaeyja. „Reyndar tók ég þátt í karókíkeppni á Seyð- isfirði fyrir nokkmm árum þar sem við urðum efstar og jafnar, ég og Alla Borgþórs sem gaf út disk fyrir tveimur áru síðan með eigin lögum og söng.“ Það eru fleiri en þú í ættinni sem geta sungið., Já, það er alveg rétt. Erla Þorsteinsdóttir, sem er á allra vörum í dag var fræg söngkona hér á landi um miðja síðustu öld, er ömmu systir mín. Hver man ekki eftir Litlu stúlkunnu við hliðið, Söng fangans og fleiri lögum sem Erla gerði vinsæl. Nú er verið að gefa út safn með lögum hennar og eiga þau örugglega eftir að vekja upp góðar minningar hjá eldri kynslóðinni og ekki útilokað að hún eigi eftir að eignast aðdáendur meðal yngra fólks. Erla hefur lengst af búið í Danmörku og sjálf þekki ég hana lítið sem ekki neitt. Eg er samt stolt af henni og hlustaði oft á hana sem krakki. Dóttir mín þekkir Erlu örugg- lega miklu betur en ég því hún heimsótti hana með mömmu og pabba síðasta sumar. Fyrst við erum farin að tala um Erlu finnst mér allt í lagi að það komi fram að systir hennar og amma mín hún Gréta söng lengi með hljómsveit þar sem afi, Gísli úrari Bryngeirsson spilaði á harmónikku." Erla Þorsteinsdóttir er trúlega fyrsta prímadonnan í íslenskri dægurlaga- tónlist og aðspurð segist Hrafnhildur ekki eiga möguleika á að feta í fótspor hennar. „Við erum lítil hljómsveit í áhugamannafélagi og stefnum ekki að heimsfrægð. Erla söng ekki bara á íslandi og gaf út margar plötur sem ég sé ekki að eigi eftir að liggja fyrir mér.“ En hvað sem því líður þá hefur starfið með Ósvald og félögum orðið til að kveikja tónlistameista hjá Hrafnhildi. „Ég er í námi í klassískum söng hjá Ingveldi Yr Jónsdóttur en í allt em um 20 manns í námi hjá hennir hér í Vestmannaeyjum. Ingveldur er rosalega fín, alveg meiriháttar og námið gefur mér heilmikið.“ Má þá ekki eiga von að við fáum heyra meira til þín í framtíðinni? „Ég ætla að sjá til með námið og sennilega verð ég í hljómsveitinni meðan hún lifir. Hvort meira á eftir að gerast hjá mér á þessu sviði veit ég ekki. Gefist tækifæri er aldrei að vita hvað gerist. Ég útiloka ekki neitt.“ Aðspurð segist Hrafnhildur, sem í dag stendur á þrítugu að hún hefði gjaman viljað byrja fyrr í söngnum. , Já, það er alveg á hreinu en ég hélt að það væri miklu erfiðara að syngja opiberlega," sagði Hrafnhildur sem að lokum vildi hvetja fólk til að fjöl- menna í Gallerí áhaldahúsið á laugardagskvöldið. Þar koma fram íris Guðmundsdóttir sem syngur nokkur lög og Kristleifur Guðmundsson kemur fram sem söngvari með Tón- smíðafélaginu. Birgir Sveinsson nýr formaður IBV- héraðssambands: Kvíði ekki þessu starfi Formannsskipti urðu hjá ÍBV- héraðssambandi á aðalfundi sambandsins á þriðjudag. As- mundur Friðriksson lét þá af formennsku en við tók Birgir Sveinsson, betur þekktur sem Birgir í Tvistinum. „Það voru engin átök samfara þessum formannsskiptum,“ segir Birgir. „Ég gaf kost á mér í þetta þar sem ég hef áhuga á að starfa fyrir íþróttahreyfmguna, hef raunar verið í stjórn sem varaformaður í átta ár. Svo eru góðir menn með mér í stjórn, þeir sömu og yoru áður, meira að segja Asmundur verður áfram í stjórninni sem meðstjórnandi.“ Birgir segir að ekki séu uppi nein áform um meiri háttar breytingar á starfi sambandsins. „Við erum nokk- urs konar yfirstjórn yfir deildum og ráðum IBV en komum lítið nálægt peningamálunum heldur fylgjumst með starfi deildanna. Ég kvíði ekki þessu starfi enda væri ég þá ekki að taka það að mér en vonast auðvitað eftir góðu samstarfi við þá aðila sem við þurfum að eiga samskipti við, bæði einstaklinga, aðila innan íþróttahreyfingarinnar og bæjaryfirvöld,“ segir Birgir Sveinsson, nýkjörinn formaður IB V-héraðssambands. Sigurgeir Jónsson tHPHtudcqi Af Mannskap í þjónustu og öðrum greinum Fyrir hartnær ijörutíu ámm, þegar skrifari var við nám í Reykjavík, varð hann alveg yfir- gengilega hneykslaður eftir að hafa hlýtt á fyrirlestur. Sá fyrirlestur var haldinn af sérfræð- ingi, sem skrifari man ekki lengur hvað hét, og fjallaði um atvinnuhorfur á Islandi á næstu áratugum. Þetta var á sjöunda áratugnum og fyrirlesarinn taldi að frumatvinnuvegimir, sem þá vom, sjávarútvegur og landbúnaður, myndu ekki taka við því fólki sem kæmi út á atvinnumarkaðinn á næstu ámm og áratugum, nema í litlum mæli. Þjónustugreinar myndu taka við því hlutverki að sjá nýjum árgöngum fyrir vinnu. Við vomm tveir skólafélagamir sem áttum ekki til orð yfir vanþóknun okkar á þessum spekingi og spá hans. Báðir úr grónum sjávarplássum, skrifari úr Vestmannaeyjum og hinn úr Grinda- vík, höfðu báðir stundað sjó og unnið í frystihúsi, og báðir með þá bjargföstu hugsun að sjávarútvegur yrði um alla framtíð sú óþrjótandi auðlind sem verið hafði og ekkert gæti leyst hann af hólmi. Þá allra síst þjónustugreinar, sem svo voru kallaðar og við töluðum um með ýmigusti, rétt eins og um afætulýð væri að ræða. Helst rekur skrifara minni til að við höfum séð þessa aukningu í þjónustugreinum fyrir okkur sem fleiri þjóna á Hótel Borg og fleiri banka- starfsmenn. Síðan em liðin nær Ijömtíu ár og skrifari er ekki lengur hneykslaður, líklega ekki skólafélagi hans heldur. Skrifari hefur nefnilega orðið að éta ofan í sig alla hneykslunina og viðurkenna að viðkomandi hafði rétt fyrir sér og er það ekki í fyrsta sinn sem skrifari hefur mátt éta ofan í sig um dagana. Fyrir skömmu sá skrifari nefnilega súlurit sem sýndu atvinnudreifingu íslendinga. Þar kom skýrlega fram að í engri grein hefur dregist jafnmikið saman í mannafla og í sjávarútvegi, þar næst í landbúnaði. Aftur á móti hafa nýjar greinar, sem bæði má tengja við nýsköpun og þjónustu, tekið við megninu af því vinnuafli sem komið hefur út á markaðinn. Nú er þetta út af fyrir sig nokkuð merkilegt því að á þessum ámm sem fólki í vinnslu sjávarafla hefur fækkað margfalt, hefur sjávarafli stór- aukist. Árið 1963 (þegar áðumefndur fyrirlestur var haldinn) var þorskafli íslendinga 240 þúsund tonn og heildarafli Islendinga 782 þúsund tonn. í fyrra, árið 1999, var þorskaflinn 260 þúsund tonn og heildaraflinn 1730 þúsund tonn eða góðlega tvöfalt meiri en 1963. Þar inunttr mestu um loðnuaflann. Engu að síður hefur fólki stór- fækkað sem vinnur við greinina, bæði á landi og á sjó, sérstaklega þó á sjó. Og hvemig skyldi nú standa á þessu? Hvernig stendur á því að fólki fækkar óðfluga í greininni meðan afiinn hefur aukist? Það er vegna þeirrar nútímatækni sem haldið hefur innreið sína í sjávarútveginn, rétt eins og aðrar greinar. Vegna nútímatækni þarf orðið svo miklu færri hendur en áður var, færri hendur afkasta mun meim en þær ijölmörgu sem vom við þessi störf árið 1963. Og þetta er ekki bara í sjávarútveginum, heldur í öðmm greinum líka. T.d. dettur líklega engum í hug nú til dags að hræra steypu á höndum eða grafa langa skurði með handafli þó svo að það hafi verið gert áður. Þama er m.a. að leita ástæðunnar fyrir því að íbúum hefur fækkað á landsbyggðinni, ekki síst í grónu sjávarplássi eins og Vestmannaeyjum. Sjávarútvegurinn er hættur að taka við fólki, og þá flytur fólk þangað sem atvinnugreinar em sem taka við fólki. Gallinn er bara sá að þær atvinnugreinar hafa flestar hverjar skotið rótum á höfuðborgarsvæðinu. Þótt sjávarútvegur verði áfram höfuðgrein í Vestmannaeyjum, er ljóst að sú fækkun á starfsfólki, sem átt hefur sér stað á undanfómum ámm, er ekki líkleg til að breytast. A meðan ljölgar ekki íbúum í Vestmannaeyjum. Ekki nema horft sé til þeirra greina sem taka við fólki í dag og em kenndar við þjónustu, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Nái þær fótfestu í Vestmannaeyjum gæti línurit íbúaþróunar farið að síga upp á við á ný. Sigurg.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.