Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 09.11.2000, Blaðsíða 18

Fréttir - Eyjafréttir - 09.11.2000, Blaðsíða 18
18 Fréitir Fimmtudagur 9. nóvember 2000 Lúðvík Bergvinsson alþingismaður skrifar: Nauðsyn nýrra reglna um sjálf- skuldarábyrgðir og ábyrgðarmenn í íjórða sinn hef ég lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um réttarstöðu ábyrgðarmanna. I núgildandi lögum er hvergi að finna almennar reglur um ábyrgðarmenn fjárskuldbindinga eða hvemig staðið skuli að slíkri samn- ingsgerð. Bankar og aðrar fjármála- stofnanir hafa því að mestu mótað eigin reglur um samskipti sín og ábyrgðarmanna fjárskuldbindinga. í þetta sinn eru fulltrúar allra flokka, sem sæti eiga á Alþingi meðflutn- ingsmenn á frumvarpinu. En þeir eru ásamt mér, Jóhanna Sigurðardóttir, Pétur Blöndal, Einar Oddur Kristj- ánsson, Jón Kristjánsson, Kristinn H. Gunnarsson, Steingrímur J. Sigfússon, Ögmundur Jónasson og Sverrir Hermannsson. Hér verður ekki með tæmandi hætti gerð grein fyrir efni frumvarpsins sem er í 13. gr. en þess í stað tilgreind helstu atriði. Yfirlit yfir stöðuna Samkvæmt skýrslu frá því í nóvember 1996 kemur fram að gera má ráð fyrir að um 90 þúsund einstaklingar yfir 18 ára aldri séu í ábyrgð fyrir fjárskuld- bindingum þriðja aðila. Það voru þá um það bil 47% allra íslendinga á þessum aldri. Ekki hefur tekist að fínna nýrri upplýsingar um stöðu þessara mála hér en fátt bendir til þess að um verulegar breytingar hafi orðið á þessu sviði þrátt fyrir vilja fjármála- stofnana til að breyta þessu ástandi, þrátt fyrir viljayfirlýsingar um annað. Því bendir flest til þess að ábyrgðar- skuldbindingar séu mun algengari hér á landi en annars staðar á Norður- löndum eða í Vestur-Evrópu. Þannig kemur fram í áðumefndri skýrslu, Abyrgðarmenn fjárskuldbindinga, að höfundur norrænnar skýrslu um ábyrgðarveitingar telur að á 10% heimila á Norðurlöndum megi finna einstaklinga sem eru í ábyrgð fyrir fjárskuldbindingum annarra. Ef aðeins er tekið mið af upplýsingum sem fram koma í skýrslunni er varlegt að ætla að á a.m.k. 70-80% heimila hér á landi megi finna einstaklinga yfir 18 ára aldri sem eru í persónulegri ábyrgð fyrir fjárskuldbindingum annarra. Því má fullyrða að þróun ábyrgðar- skuldbindinga hér á landi hefur orðið með öðrum hætti en annars staðar á Norðurlöndum. Þess ber einnig að geta að nú nýverið voru samþykkt í Noregi lög sem kveða á um bann við sjálfskuldarábyrgð einstaklinga en þar tíðkast þó áfram svokallaðar einfaldar ábyrgðir. Meginsjónarmið að baki frumvarpinu Það frumvarp, sem hér er til umfjöll- unar, byggist að miklu leyti á sjónarmiðum um neytendavemd. Nauðsyn hennar birtist meðal annars í aðstöðumun sem jafnan er á stöðu ábyrgðarmanna annars vegar og viðsemjenda þeirra (lánastofnana) hins vegar. í flestum tilvikum er öll sérfræðiþekking í lánsviðskiptum hjá lánveitanda (kröfuhafa), auk þess sem ábyrgðarmaður sjálfur hefur sjaldnast nokkum hag af samningum. Þá er þess að geta að ástæður einstaklinga fyrir því að gangast í ábyrgð eru oftar en ekki krafa lánastofnana eða annarra stórfyrirtækja um auknar tryggingar, auk þrýstings frá íjölskyldumeð- limum, vinum og kunningjum sem erfitt getur verið að standast þar sem að sönnunaraðstaða um efhi ábyrgðar- samnings væri annars mjög erfið. Því yrðu ábyrgðarsamningar, þar sem ekki er kveðið skýrt á um höfuðstól kröfu á hendur aðalskuldara, ógildir. Þá er þar kveðið á um að óheimilt sé að afhenda viðskiptabréf með ábyrgðarmönnum til að tryggja kröfu sem kann að stofnast síðar. Sú regla leiddi meðal annars til þess að afhending svo; , kallaðra tryggingavíxla, sem er sér íslenskt fyrirbæri, yrði ekki lengur heimil. b. Heimili undanþegin aðför Finna má mörg dæmi úr íslensku viðskiptalífi um að forsenda þess að lánssamningar tókust er að þriðji aðili, einstaklingur, tókst á herðar ábyrgð á greiðslu. Dæmi em um tilvik þar sem lánveitendum var ljóst að skuldari gæti aldrei efnt samning, en hann komist á þrátt fyrir það, vegna þess að einstaklingar gengust í ábyrgð fyrir greiðslu, oft án þess að eiga þess kost að átta sig á því að skuldari gæti aldrei greitt skuldina. Afleiðingin er að sjálfsögðu sú að greiðsluskylda fellur á ábyrgðarmann. Þetta hefur oft á tíðum leitt til þess að ábyrgðarmenn hafa misst heimili sín og þannig hefúr verið kippt stoðum undan fjárhagslegu og félagslegu öryggi heilu fjöl- skyldnanna, án þess að ábyrgðarmenn hafi nokkum tíma haft af því hags- muni að samningi væri komið á. Af leiðingamar hafa oft verið mjög alvarlegar fyrir einstaklinga, fjöl- skyldur og samfélagið í heild. Því er í 9. gr. frumvarpsins kveðið á um að ekki verði gerð aðfór í fasteign ábyrgðarmanns, sem hann býr í, ef krafa á rót sína að rekja til ábyrgð- arloforðs, auk þess sem þar er að fmna ákvæði þess efnis að krafa um Finna má mörg dæmi úr íslensku viðskiptalífi um að forsenda þess að lánssamningar tókust er að þriðji aðili, einstaklingur, tókst á herðar ábyrgð á greiðslu. Dæmi em um tilvik þar sem lánveitendum var ljóst að skuldari gæti aldrei efnt samning, en hann komist á þrátt fyrir það, vegna þess að einstaklingar gengust í ábyrgð fyrir greiðslu, oft án þess að eiga þess kost að átta sig á því að skuldari gæti aldrei greitt skuldina. Afleiðingin er að sjálfsögðu sú að greiðsluskylda fellur á ábyrgðarmann. Þetta hefur oft á tíðum leitt til þess að ábyrgðarmenn hafa misst heimili sín og þannig hefur verið kippt stoðum undan fjárhagslegu og félagslegu öryggi heilu fjölskyldnanna, án þess að ábyrgðarmenn hafi nokkum tíma haft af því hagsmuni að samningi væri komið á. Afleiðingamar hafa oft verið mjög alvarlegar fyrir einstaklinga, fjölskyldur og samfélagið í heild. afkoma og afdrif einstaklinga geta verið undir því komin að umbeðin fyrirgreiðsla fáist. Enn fremur er það mat flutningsmanna að það séu ríkari hagsmunir fyrir samfélagið að íjöl- skyldum verði ekki sundrað vegna ábyrgðarmanna, en að kröfuhafi fái greitt. Veruleikinn Hér á landi hefur verið lögð ríkari áhersla hjá lánastofnunum á að þriðji maður ábyrgist greiðslur en þekkist annars staðar. Minni áhersla hefur verið lögð á að lánveitandi láti fara fram faglegt mat á greiðslugetu lán- takenda eins og skýrslan, sem vitnað er til hér að framan, ber með sér. Lánastofnanir virðast því hafa lagt mun meiri áherslu á að reyna þess í stað að tryggja sér ábyrgð þriðja manns í því skyni að takmarka áhættu sína. Helstu atriði frumvarpsins a. Fomi I íyrsta lagi er kveðið á um að ábyrgð- arsamningar skuli vera skriflegir. Það er formskilyrði fyrir gildi þeirra. Rökin fyrir þessari breytingu eru þau gjaldþrotaskipti verði ekki höfð uppi vegna kröfu sem á rót sína að rekja til ábyrgðarsamnings. Regla 9. gr. á sér sumpart fyrirmynd í reglu sem hefur verið lögfest víða í Bandaríkjunum, svokallaðri „Homestead exemption“- reglu (Homestead exemption for the house in which the debtor lives, þ.e. , Jiomestead" merkir heimili skuldara). „Homestead exemption“-reglan kveð- ur á um að heimili skuldara renni ekki inn í gjaldþrotabú við skipti. Rökin að baki henni eru þau að það þjóni ekki hagsmunum samfélagsins að reka einstaklinga og fjölskyldur á dyr í kjölfar gjaldþrots; það auki aðeins á þann vanda sem fyrir er en leysi engan. Samfélagsleg vandamál vegna sundraðra heimila vegi þyngra en hagsmunir einstakra kröfuhafa af því að geta leitað efnda kröfu með því að selja hús ofan af skuldaranum. Tilvist reglunnar leiðir sjálfkrafa af sér að ríkar kröfur eru gerðar til samnings- aðilanna sjálfra um fagleg vinnubrögð við samningsgerð. Sú staðreynd að gagnaðili eigi fasteign undanþiggur ekki viðsemjanda hans ífá því að sýna ýtrustu aðgæslu við samningsgerð. c. Tilkynningaskylda Frumvarpið leggur þær kröfur á herðar kröfuhafa um að senda um hver áramót tilkynningu til ábyrgðar- manna með upplýsingum um ábyrgðir sem þeir eru í og hvort þær séu í vanskilum og þá hversu mikil þau vanskil eru. Flutningsmenn telja nauðsynlegt að haldið sé vel utan um þetta því að eins og ábyrgðar- mannakerfið hefur þróast hér á landi er óvíst að allir hafi nákvæmt yfirlit yfir í hvaða ábyrgðum þeir eru. Má í því sambandi benda á Lánasjóð íslenskra námsmanna, en það hefur löngum tíðkast að samstúdentar skrifi upp á hver fyrir annan án þess oft og tíðum að hafa næga yfirsýn yfir þær ábyrgðir sem þeir hafa skrifað upp á. Eðlilegt í Ijósi sögunnar að lögfesta reglur Það er því mat flutningsmanna að með framlagningu frumvarpsins sé á engan hátt vegið að eðlilegu samningsfrelsi í landinu. Eftir sem áður geta ein- staklingar í frjálsum samningum veðsett eigur sínar að vild. Það er skoðun flutningsmanna að samnings- frelsi sé og verði ein af grund- vallarreglum samfélagsins þótt sú regla verði að sæta eðlilegum undan- tekningum sem finna má ýmis dæmi um í löggjöf. Það er einnig mat flutningsmanna að sú þróun sem átt hefur sér stað hér á landi hvað varðar fjölda ábyrgðarmanna sé óásættanleg, eins og áðumefnd skýrsla iðnaðar- og viðskiptaráðherra ber með sér. Niðurlag Hér hafa frumvarpinu að sjálfsögðu ekki verið gerð tæmandi skil en drepið á því helsta. Það er mat þess sem þetta ritar og þéirra sem flytja frumvarpið með undiirituðum að núverandi fyrir- komulag sé svartur blettur á íslenskri þjóð, enda er hvergi að finna í ríkjum, sem ég þekki til og við viljum bera okkur saman við, sambærilega þróun að því er varðar ábyrgðarmenn og hér þekkist. Þar sem frumvarpið er nú lagt fram hið fjórða sinn liggja fyrir umsagnir ýmissa aðila. Undantekningalaust hafa umsagnir um það verið jákvæðar og má þar nefna Seðlabankann, Þjóð- hagsstofnun, Siðfræðistofnun, Neyt- endasamtökin ofl. Þeir einu sem hafa mótmælt lögfestingu slíkra reglna em viðskiptabankamir. Þrátt fyrir það er það skoðun flutningsmanna að til lengri tíma litið muni lögfesting reglna af þessum toga koma öllum til góða, einnig viðskiptabönkunum. Það er því kominn tími til þess að breyta frá núverandi fyrirkomulagi, sem á sér ekki sinn líka í víðri veröld, og hver veit nema það takist í þetta sinn?!

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.