Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 09.11.2000, Blaðsíða 23

Fréttir - Eyjafréttir - 09.11.2000, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 9. nóvember 2000 Fréttir 23 Nissandeildin: HK21 -IBV24 Aldrei byrjað betur ÍBV heldur áfram að gera það gott í Nissandeild karla en aldrei í sögu handknattleiks karla í Vestmanna- eyjum hefur liðið náð jafngóðri byrjun og núna. Fimm sigrar í fyrstu sjö leikjunum er nokkuð sem ekki þekkist hér í Eyjum og er óhætt að segja að liðið hafi aðeins einu sinni leikið illa, gegn FH í Kaplakrika en eins marks tap gegn Val að Hlíðarenda er eitthvað sem mátti kannski búast við. Síðast spilaði IBV gegn HK í Kópavogi, en Kópavogsliðin tvö sitja sem fastast í botnsætunum tveimur og lítur allt út fyrir að þeirra hlutskipti verði fall- baráttan. ÍBV var mun betri aðilinn í leiknum og vann ömggan sigur, 21- 24. Byrjunin lofaði þó ekki góðu fyrir IBV, heimamenn vom sprækari á upphafsmínútunum og leiddu þegar um tíu mínútur vom liðnar af leiknum 5-2. En í kjölfarið fylgdi góður leik- kafli IBV og liðið skoraði hvorki meira né minna en fimm mörk í röð án þess að heimamenn næðu að svara fyrir sig og staðan orðin 5-7 fyrir IBV. Leikmenn ÍBV náðu þar með undir- tökunum í leiknum sem þeir létu ekki frá sér og staðan í hálfleik var 10-14 fyrir ÍBV. Seinni hálfleikur einkenndist af því að Eyjamenn juku forskotið upp í fimm mörk en heimamenn minnkuðu muninn jafn óðum en þó aldrei niður í minna en tvö mörk. Lokatölur leiksins urðu eins og áður segir 21-24 og situr ÍBV því í þriðja til fjórða sæti ásamt Valsmönnum með tíu stig. Erlingur Richardsson fyrirliði liðs- ins sagði að liðið væri ört vaxandi. „Það er nauðsynlegt hjá okkur að vinna liðin sem eru fyrir neðan okkur og reyndar mjög gott að vinna þau á útivelli. Þeir eru með svipað lið og í fyrra en þá unnu þeir okkur þannig að við hljótum að vera með betra lið í ár en í fyrra. Við þurftum að breyta uppstillingunni á liðinu hjá okkur, Mindausgas er puttabrotinn og Auri- mas á við meiðsli að stríða og spilar bara í vöm, þannig að Eymar og Siggi Ari komu inn í staðinn fyrir þá og stóðu sig mjög vel. Þetta sýnir bara hversu mikla breidd við höfum. Við byrjuðum að vísu illa en í seinni hálfleik var þetta aldrei spurning um hvar sigurinn endaði. Nú verðum við bara að vinna Fram héma á morgun og komast þar með í annað sætið.“ Nissandeild kvenna: IBV 25 - Valur 14 Stórsisur á bikarmeisturunum -Nýi leikmaðurinn kemurvel út ÍBV tók á móti bikarmeisturum Val í áttundu umferð Nissandcild- arinnar á þriðjudagskvöld. Lengi leit út fyrir að leikurinn yrði jafn og spennandi, allur fyrri háltleikur var jafn þar til undir lokin að ÍBV náði tveggja marka forskoti, 12-10. En IBV tók góðann kipp í upphafi seinni hálfleiks og hreinlega kláraði leikinn á tíu mfnútum, en staðan um hálfleikinn miðjan var 18-12 fyrir IBV. Leikurinn endaði svo með ellefu marka sigri ÍBV, 25-14. Tamara Mandizch, nýjasti leikmaður Islandsmeistaranna sló heldur betur í gegn hjá stuðningsmönnum liðsins í leiknum gegn Val. Ekki aðeins skoraði hún heil þrettán mörk, heldur spilaði hún frábærlega í vöm og leitaði samherja sína stöðugt uppi í sókninni. Hér er á ferð mjög sterkur leikmaður sem er kannski það sem liðið vantar. Vigdís Sigurðardóttir átti einnig mjög góðan leik í markinu, varði 20 skot en einnig var gaman að sjá Gunnleyg Berg, hina færeysku en hún sýnir stöðugar framfarir og verður án efa drjúg þegar á líður. Gunnleyg sagði eftir leikinn í stuttu spjalli við Fréttir að hún væri að finna sig æ betur í Vestmannaeyjum. „Þetta var mjög erfiður leikur fyrir okkur, mér fannst við vera dálítið þreyttar eftir Evrópuleikinn en svo æfðum við stíft eftir að við komum heim, daginn fyrir leik þannig að við þurftum kannski smátíma til að komast í gang. Ég tel að við eigum alveg möguleika á að vinna titilinn, ég er búinn að sjá öll liðin nema Gróttu/KR og ég met það þannig að við eigum alveg ágæta möguleika. Við vinnum kannski ekki deildina en verðum aftur á móti sterkari í úrslitakeppninni og þar mun vonandi allt ganga upp.“ En hvemig líkar færeyska leik- manninum dvölin í Eyjum? „Ég fæ auðvitað stundum heimþrá en þetta er allt að koma. Ég er að kynnast æ fleirum, læri auðvitað mikið í handbolta enda er ég að æfa tvisvar á dag. íslenskuna tala ég ekki ennþá en ég get sagt að ég skilji hana ágætlega." Hópleikur IBV og Frétta Starfsemin komin á fullan skrið Þá er hópaleikur ÍBV og Frétta kominn á fullann skrið. Tvær vikur eru liðnar, en enginn hópur sker sig afgerandi úr, nema ef vera skyldi Austurbæjargengið (Guðni Hjöll og Jói Ólafs), en það virðist vera ansi mikið gengissig þar á ferðinni. Þá virðist Einar Ottó ekki eiga getspaka vini og JóJóið, sem Eddi Garðars getraunastjóri er í forsvari fyrir, byrjar greinilega í niðursveiflu. En þar sem þetta er rétt að byija, þá er ekki nein ástæða að örvænta. Við viljum hvetja sem flesta til að koma inn í Týsheimili á laugardögum og tippa á enska eða ítalska boltann. Að sjálfsögðu er líka hægt að tippa á lengjuna. Éf menn komast ekki inn í Týsheimili, þá er líka hægt að hringja í síma 481- 2861 og þá þarf aðeins að gefa upp greiðslukortanúmer og númer á þankareikningnum sem á að leggja vinninginn inn á. Er þetta sérstaklega hentugt fyrir sjómenn og eins stuðningsmenn ÍBV á fasta- landinu. Að lokum er rétt að nefna það að hægt er að sjá stöðuna í hópaleiknum á heimasíðu knattspymudeildar ÍBV, ibv.is/fotbolti/, fljótlega eftir að leikjum er lokið á laugardögum. A-riðill Bahamas Boys 17, Dumb and Dumber 15, FF 15 og Austur- bæjargengið 13. B-riðill HH 17, Reynistaður 17, Húskross 16, Bonnie & Clyde 15 og Jó-Jó 15. C-riðilI Yngvi Rauðhaus 18, Pörupiltar 17, RE 16 og VinirOttós 15. D-riðiIl Vinstri bræðingur 19, Tveirá toppnum 18, Óléttan 17, BláaLadan 17 og Klaki 17. TIPPAÐ á 13, Halli ogÓlií þungum þönkum við tölvuna. Evrópukeppnin: Stórt tap hjá stelpunum ÍBV spilaði gegn þýska liðinu Buxtehude í annari umferð Evrópukeppni félagsliða í Þýskalandi um síðustu helgi. Leikurinn var leikur kattarins að músinni, IBV átti ekki möguleika gegn hinu gríðarlega öflugu þýska liði og endaði leikurinn með átján marka sigri heimamanna, 38-20. Staðan í hálfleik var 20-10 fyrir þýska liðinu. Vigdís Sigurðardóttir sagði að hún hefði ekki verið sátt við að tapa svona stórt. „Mér finnst við eiga að geta betur en við gerðum þama úti og átján marka tap er of stórt. Ég tel að munurinn á liðunum hefði frekar átt að vera í kringum tíu mörk en þetta var náttúrulega fyrsti leikurinn hjá Tamara, nýja leikmanninum hjá okkur og það tekur tíma fyrir okkur að læra inn á hana og jafnframt hana að komast inn í leik liðsins. En hún á eftir að nýtast okkur vel í vetur, hún er sterkur leikmaður en spilar mikið upp á aðra leikmenn og nýtist því liðinu enn í Þýskalandi betur. Þetta var alls ekki leiðinlegt að spila þama, tæplega tvö þúsund manns og mikil stemmning. Við vomm í sjálfu sér kannski ekkert að spila illa, við gerðum að vísu nokkur mistök sem Þjóð- veijamir refsuðu okkur strax fyrir en miðað við aðstæðumar þá var þetta í lagi hjá okkur. En við ætlum að gera betur á laugardaginn þegar við fáum þær í heimsókn." Tveir ósigrar ó Iveimur dögum IV spilaði um helgina tvo leiki í 1. deild karla en báðir leikimir fóru fram á fastalandinu. Fyrst mætti ÍV toppliði Breiðabliks á laugardaginn og tapaði ÍV leiknum með 96 stigum gegn 50, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 48-25. Stiga- hæstir ÍV vora þeir Eggert Bald- vinsson með 16 stig, Guðmundur Eyjólfsson með 7 stig og Jónatan Guðbrandsson með 6. Meiðslum hrjáð lið ÍV mætti svo Snæfelli á sunnudaginn og tapaðist sá leikur einnig en nú með 69 stigum gegn 44. Stigahæstir í þeim leik vora þeir Eggert með 16 stig, Ragnar Már Steinssen 8 stig og Jónatan Guðbrandsson 7. Hlynur þjólfar í Eyjum Hlynur Stefánsson hefur ákveðið að taka að sér þjálfun þess hóps leik- manna ÍBV sem era í Vest- mannaeyjum yfir vetrartímann. Ráðning hans nær þó ekki lengra en fram að áramótum en Hlynur hefur ekki enn ákveðið sig hvort hann muni spila með ÍBV næsta sumar, en hann kveðst ætla að æfa með liðinu þar til að annað kæmi í Ijós. Af leikmannamálum ÍBV er lítið að frétta, Sigurvin Ólafsson mun líklega taka ákvörðun í samráði við unnustu sína um hvort hann muni spila með ÍBV næsta sumar en það mun líklega ekki gerast fyrr en í fyrsta lagi í næstu viku. Ásmundur Friðriksson formaður knattspymudeildarinnar segist ennfremur hafa verið í sambandi við aðra Eyjamenn með það í huga að spila með ÍBV og hlýtur það að eiga við Bjamólf Lárasson og hugsanleg?, Tómas Inga Tómasson. Formaðurinn og þjálfarinn, Njáll Eiðsson, munu svo á næstu vikum vera á leið alla leið til Júgóslavíu þar sem þeir munu skoða nokkra leikmenn en Ásmundur sagði ljóst að ÍBV gæti ekki greitt þeim Momir Mileta og Goran Aleksic þau laun sem þeir hafa haft ul þessa. • • Oruggt Karlalið ÍBV mætti B-liði Víkings í 32ja liða úrslitum bikarkeppni HSI á þriðjudagskvöldið, í Víkinni. IBV átú ekki í vandræðum með Vík- ingana, en þess má til gamans geta að feðgar spiluðu með heima- mönnum, Páll Björgvinsson virðist enn vera að og kennir syni sínum réttu taktana. Sigur ÍBV var aldrei í hættu, staðan í hálfleik var 14-4 fyrir ÍB V og þrátt fyrir að strákar úr öðrum og þriðja flokki hafi klárað leikinn, þá jókst munurinn á liðunum jafnt og þétt. Lokatölur urðu 34-14, tuttugu marka sigur og ÍBV því í pottinum í 16 liða úrslitum. Framundan Föstudagur 10. nóvember Kl. 20.00 ÍBV-Fram Nissandeild karla Laugardagur 11. nóvember Kl. 14.00 IBV-Fram 2.fl. karla Kl. 15.30 ÍBV-Valur3.fl. karla Þriðjudagur 14. nóvember Kl. 20.00 Grótta/KR-ÍBV Nissan- deild kvenna

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.