Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 09.11.2000, Blaðsíða 16

Fréttir - Eyjafréttir - 09.11.2000, Blaðsíða 16
16 Fréttir Fimmtudagur 9. nóvember 2000 Niðurstaða liggur f/rir í Herjólfsmálinu: Kallar á nýjar leiðir í sai -Til að ná árangri á því sviði þurfa Eyjamenn að standa saman ' SAMSKIP hafa í mörg ár þjónað Vestmannaeyjum í mörg ár í millilandasiglingum en nú tekur við nýr kafli þegar félagið tekur við rekstri Herjólfs um næstu áramót. Myndin er tekin þegar Lóðsinn siglir móts við skip Samskipa sl. föstudag. Liðlega aldar- fjórðungs barátta Vest- mannaeyinga fyrir bættum ferjusiglingum milli lands og Eyja og fyrir því að halda for- ræði yfir Herjólfi er að engu orðin. Og það verður að segjast eins og er að fram- koma og virðingarleysi Vegagerðar og samgönguráð- herra í garð stjórnar Herjólfs hf. og Vest- mannaeyinga almennt, á lokastigum málsins, er þess eðlis að hroll hlýtur að setja að Eyjamönn- um sem mega sætta sig við að þjóðvegi þeirra verður stjórnað úr Reykjavík frá og með næstu áramótum. Þáttur samgönguráðherra Það er með ólíkindum að Vegagerðin skuli hafa, með vitund og vilja sam- gönguráðherra, gert fullnaðarsamning við Samskip og með því gert að engu kæru stjórnar Herjólfs hf. til kæru- nefndar útboðsmála. Kæran var síðasta hálmstráið í viðleitni stjómar- innar í baráttu sinni fyrir forræði yfir Herjólft og von um árangur var kannski ekki mikil. Umboð kæru- nefndar nær ekki til samninga sem þegar hafa verið undirritaðir og vann stjóm Hetjólfs samkvæmt því. Kæran var send inn 4. október og áttu menn von á að það tæki nefndina tvær til þrjár vikur að kveða upp úrskurð sinn. Það kom því eins og blaut tuska í andlit hennar þegar í ljós kom að Vegagerðin hafði strax 6. október gert bindandi samning við Samskip, þennan samning samþykkti sam- gönguráðherra og það sama gerði ríkisstjóm Islands. Þar með gat úrskurðamefndin ekki tekið málið fyrir en Vegagerðin sendi inn greinagerð sem stjóm Herjólfs vildi fá að svara og bað um frest til þess. Sá frestur fékkst ekki og var þá ákveðið að draga kæmna lil baka. Að beiðni vegamálastjóra fjallaði úrskurð- amefndin um kæmna og fann ekkert athugavert við málið. En hafa verður í huga að stjóm Herjólfs náði ekki að koma athugasemdum sínum að. Of seint í rassinn gripið En þrátt fyrir lygar samgönguráðherra og fruntalega framgöngu Vegagerðar- innar á lokastigum málsins var það ekki þar sem málið tapaðist. Það gerðist miklu fyrr. Auðvitað verður föstudagurinn 27. október svartur dagur í sögu Vestmannaeyja en þann dag kynnti samgönguráðherra þriggja vikna gamla ákvörðun sína í ríkisstjóm. Málið rann þar ljúflega í gegn og ekki hefur frést af andmælum Guðna Ágústssonar, landbúnaðar- ráðherra og þingmanns Suðurlands- kjördæmis. Þegar Vegagerðin yfirtók rekstur Herjólfs fyrir fimm áium var það strax yfirlýst stefna hennar að bjóða út rekstur allra ferja í landinu og þar var Herjólfur meðtalinn. Halldór Blöndal, þáverandi samgönguráðherra, féllst á sjónarmið Vestmannaeyinga um að þeirra hagsmunum yrði best borgið með því að þeir hefðu forræði yfir skipinu. Vegagerðin virti þessa skoðun ráðherrans á meðan hans naut við en tækifærið var gripið þegar núverandi samgönguráðherra tók við. Eitt af hans fyrstu verkum var að ákveða útboð á rekstri Heijólfs og þar gekk hann erinda Vegagerðarinnar. Á þessum tímapunkti er það sem gæfan fer að snúast Vestmannaey- ingum í óhag. Og þama hefðu þingmenn kjördæmisins og bæjar- stjóm Vestmannaeyja átt að leggjast á eitt og láta kanna kosti þess og galla fyrir Vestmannaeyinga að bjóða reksturinn út. Það gerðist ekki, hvort sem um er að kenna leti, áhugaleysi eða eindregnum vilja þingmanna til að láta bjóða út reksturinn. Meirihluti bæjarstjómar setti allt traust sitt á formann samgöngunefndar, Áma Johnsen, sem hélt því fram að Vest- mannaeyingar þyrftu ekkert að óttast, útboðið væri klæðskerasniðið fyrir Herjólf hf. þannig að enginn annar byði í reksturinn. Þetta kom m.a. fram hjá honum á aðalfundi félagsins þann 25. september sl. Þama vísar hann til þess að bæjarstjóm fékk möguleika á að gera athugasemdir við útboðsgögn áður en þau voru send út. Ekki vom allir sammála Áma á fundinum en hann ítrekaði að menn þyrftu ekkert að óttast. Þama misreiknaði Ámi sig illilega og það er sennilega ástæðan fyrir því hvemig komið er. Strax eftir að til- boðin voru opnuð og í ljós kom að Samskip bauð í reksturinn boðaði Ámi alla þingmenn kjördæmisins til fundar og óskaði liðsinnis þeirra í málinu. Enginn niðurstaða fékkst á þeim fundi enda of seint í rassinn gripið að ætla sér að beita pólitískum þrýstingi þegar búið var að opna tilboðin. Þessi fundur hefði átt að vera a.m.k. ári fyrr og bæjarstjórn hefði mátt vera mun sýnilegri í gagnrýni sinni. Það hefði mátt ætla að eitt stykki ráðherra, formaður samgöngunefndar og Ijórir þingmenn að auki hefðu getað séð til þess að ekki kæmi til útboðs. Það hefði a.m.k. átt að verða niðurstaðan ef hagsmunir Vestmanna- eyja væm hafðir að leiðarljósi. Annars má ráða það af viðbrögðum eða viðbragðsleysi þingmanna, ann- arra en Isólfs Gylfa Pálmasonar og svo Áma Johnsen, að þeim hafi verið nokk sama. Alla vega hefur lítið til þeirra heyrst og skrifað stendur; þögn er sama og samþykki. Hagsmunir Eyjamanna En hveijir em hagsmunir Vestmanna- eyja? Það er eðlilegt að fólk spyiji þessarar spumingar því vissulega heldur Herjólfur áfram að sigla milli Þorlákshafnar þó Heijólfsmerkið heyri sögunni til og merki Samskipa eða Landflutninga komi í staðinn. Meira að segja er í útboðsgögnum vilyrði sem kveður á um fleiri ferðir en nú er og ekki má ætla Samskipsmönnum að þeir hafi að leiðarljósi að traðka á Vestmannaeyingum. En skrifað stendur; sjálfs er höndin hollust og það á einmitt við í þessu máli. Þá stóðu menn saman Eldra fólk man eftir Stokkseyrar- bátnum en áður en gamli Heijólfur kom árið 1976 gekk forveri hans og nafni milli Reykjavíkur og Vest- mannaeyja, fór eina ferð til Þorláks- hafnar og svo aftur til Reykjavíkur. Þannig gekk þetta tvisvar í viku auk þess sem strandaferðaskip, sem sigldu hringinn í kringum landið, komu hér við. Þáverandi þingmenn Vestmanna- eyja og bæjarstjóm sáu að við svo búið mátti ekki standa og saman tókst þeim að fá í gegn að smíðuð yrði feija sem þjónaði eingöngu Vestmanna- eyingum. Mikil og góð samstaða var um málið í Vestmannaeyjum og eiga margir Eyjamenn hlutabréf í Heijólfi hf. því staðið var fýrir hlutafjársöfnun í bænum. Þama náðist stór áfangi í samgöngumálum Vestmannaeyja og Eyjabúar í hátíðarskapi þegar nýr Heijólfur sigldi inn í höfnina fyrstu dagana í júlí árið 1976. Hann var í eigu Herjólfs hf. og átti Vestmanna- eyjabær 51%, ríkið 46% og ein- staklingar 3%. Þessi Herjólfur reyndist hið mesta happafley og þjónaði sínu hlutverki vel. Baráttan hélt þó áfram því flutningar jukust hröðum skrefum og urðu meiri en skipið annaði. Eins þótt dýrt þætti að ferðast með Herjólfi. Fannst Eyjamönnum þeir ekki sitja

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.