Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 09.11.2000, Blaðsíða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 09.11.2000, Blaðsíða 12
12 Fréttir Fimmtudagur 9. nóvember 2000 Kirkjcm, trúin og Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri, Úlfar Steindórsson framkvæmdastjóri og ÞÁTTTAKA á ráðstefnunni sýnir að atvinnumálin brenna á bæjarbúum en andlega hliðin verður líka að vera í lagi. Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri: Raunhæft markmið að íbúar Eyja verði 5200 árið 2010 Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri sótti ráðstefnuna heini, þó hann haíi ekki verið þar, nema sem áheyrn- arfulltrúi. Hann var spurður að því hvað hann héldi að réði því að nú birtist sá kraftur í formi ráðstefnu um framtíðarsýn ungs fólks í Eyjum? Guðjón sagði að einhver undirtónn hafi verið í samfélaginu sem kallaði á þessi viðbrögð. „Fólk hefur verið að ræða ýmislegt um framtíð Eyjanna. Hins vegar taka frumkvöðlar á ráðstefnunni af skarið og ná saman um að gera alvöru- hugmynd að veruleika sem fékk byr undir báða vængi. Ráðstefnan heppn- aðist mjög vel og þeir sem staðið hafa að undirbúningi hennar eiga heiður skilinn. Öll þessi góða þátttaka ungs fólks, bæði í Eyjum og frá Reykjavík er alveg stórkostleg. Því er heldur ekki að leyna að unga fólkið er það bakland sem við höfum og er sammála þessum frumkvöðlum að okkur hefur vantað unga fólkið til þess að koma að þessum málum. Við sem emm í pólitíkinni erum ekkert heilagir menn með patent lausnir á takteinum. Margt af þessu unga fólki er búið að vera í námi og sér málin frá öðrum sjónar- homum, og það er okkar að læra af hugmyndum þeirra." Finnst þér það hafa verið farsæl hugmynd að halda pólitíkusunum utan við ráðstefnuna sem beinum þátttakendum í henni? „Já mér finnst það. Ég er mjög sáttur við að koma hingað til þess að hlusta og með fullri virðingu fyrir þeim þingmönnum sem hér em, þá staldraði ég við hvort yngra fólk ætti ekki frekar heima á pallborðinu. Ég var þess vegna mjög ánægður með að yngstu bæjarfulltrúamir úr sitt hvomm flokknum skyldu sitja á palli, og vildi jafnvel yngja pallinn enn meira frekar en að þyngja hann. Ég held að við sem alltaf emm í þessu, bæði bæjarfulltrúar og þingmenn, eigum að leggja meira við hlustimar og vinna með þessum aðilum. Kúnstin hjá okkur eftir ráðstefnuna er að meta hvemig vinna skal framhaldið, það er stærsta mál Eyjanna til framtíðar litið.“ Þarf að forgangsraða Nú snúa mörg mál sem unnin hafa verið í þemahópununt að bænum, stjóm hans og framkvæmdum. Koma bæjaryfirvöld til með að taka eitthvert mark á niðurstöðum ráðstefnunnar? „Stjóm Þróunart'élagsins mun vinna áfram í þessum málum í samvinnu við þáttakendur og bæjaryfirvöld, en bæjarstjórn á fulltrúa í stjóm ÞV. Sumar af þessum hugmynum kosta lítið, en aðrar mjög mikið og því þarf að mínu mati að meta þetta í forgangs- röð, en Ijóst er að atvinnumálin og ýmis afþreying er að banka hvað mest á dymar hjá okkur í samanburðinum, á meðan málefni íjölskyldunar í víðtækari merkingu fá virkilega góða dóma og er það frábært. Það er alltaf erfitt að taka vel við öllum hug- myndum og framkvæma þær, og oft koma einstaklingar eða fyrirtæki með hugmyndir og Þróunarfélag Vest- mannaeyja hefur unnið faglega með þessum aðilum, þó svo að niðurstaða unt framhald sé ekki alltaf jákvæð, en það er nú líka gott að fá niðurstöðu áður en farið er í frekari framkvæmdir. Hins vegar verður alltaf að meta hugmyndir faglega og út frá ýmsum áhættuþáttum. Bæjaryfirvöld hafa hins vegar verið með ákveðnar reglur varð- andi nýsköpun, eins og að veita afslætti í þrjú til fjögur ár ef aðilar em ekki í samkeppni. Ég held að þessi umræða á ráðstefnunni eigi eftir að koma fullt af hugmyndum af stað og kúnstin okkar er að vinna úr þeim. Svo em þama hugmyndir sem snúa fyrst og fremst að einstaklingsframtakinu og það kom skýrt fram á ráðstefnunni að við þurfum að hafa trú á því sjálf og íjárfesta í einhverju hér í Eyjum.“ Vinna sem ekki má ljúka núna Guðjón sagðist taka undir hugmyndir um sambærilega ráðstefnu eftir einhvem tíma miðað við að haldið yrði áfram þeirri vinnu sem farið hefði af stað. „Við emm til í að leggja ýmislegt á okkur til þess að greiða fyrir því, en ég held að ráðstefna sem ætti að vera eftir nokkur ár ætti að verða ráðstefna um það hvað hefði áunnist í því starfi sem við ætlum að halda áfram eftir ráðstefnuna. Þessari vinnu, sem unnin hefur verið, má ekki Ijúka núna; hún er rétt að byrja. Ég vildi sjá ráðstefhu eftir kannski þijú til fimm ár þar sem árangur yrði metinn og hvemig ætti að halda áfram til þess að ná þeim markmiðum sem ráð- stefnan setti sér.“ Eitt skorinort markmið ráðstefnunnar er að íbúar Vestmannaeyja verði orðnir 5200 árið 2010. Er þetta pípu- draumur, óráð, eða raunhæft markmið? „Ég held að þetta sé raunhæft, en það þarf meira til en kraftaverk einnar bæjarstjómar til þess. Þó að einhver nýsköpun sé í þessu, þá verðum við að styrkja það sem fyrir er. Það er alveg ljóst. Með þessu markmiði eram við að tala um fjölgun íbúa upp á 70 manns á ári. Miðað við íbúaþróun á landinu þarf kraftaverk til. Við emm búin að upplifa mikla hagræðingu á undanfömum ámm og sem sjávar- pláss hefur orðið mikil skerðing í Eyjuni. Til þess að ná þessu markmiði þurfum við líka eitthvað nýtt í bæinn. Hins vegar, út frá þeirri þjónustu sem nú stendur íbúum Eyja til boða getum við tekið við þessu fólki án þess að það kosti mikið, miðað við hvað við fáum í staðinn."

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.