Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 09.11.2000, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 09.11.2000, Blaðsíða 8
8 Fréttir Býður bækur á spottprís í dag verður opnaður nokkuð sérstæður bókaniarkaður í Oddinum við Strandveg. Það er Sigurgeir Jónsson, kennari og blaðamaður, sem stendur fyrir honum en þama verða bæði gamlar bækur og nýlegar til sölu á lágu verði. „Kannski væri réttara að kalla þetta fombókasölu. Þetta em allt bækur sem ég hef verið að sanka að mér á síðustu fimmtíu ámm. Megnið af þeim er ég búinn að lesa og reikna ekki með að mér endist aldur til að lesa þær aftur. Undanfarið hafa þær því lítið gert annað en safna ryki í hillum og kössum og mér fannst upplagt að nota verkfallið til að bjóða þær á góðu verði ef einhverjir hefðu áhuga,“ sagði Sigurgeir. Þarna eru bæði íslenskar og erlendar bækur og sem dæmi um verð má nefna að erlendar kiljur em á 50 krónur, íslenskar kiljur á 100 krónur og innbundnar bækur á 200 til 300 krónur. Markaðurinn verður opinn fram að helgi og verður opið frá kl. 13 til 18 á fimmtudag og föstudag og frá kl. 10 til 12.30 á laugardag.. Tveir árekstrar Tveir árekstrar voru tilkynntir lögreglu í vikunni. Sá fyrri átti sér stað á gatnamótum Heiðarvegar og Kirkjuvegar. Bifreið sem ekið var norður Heiðarveg var ekið í veg íyrir bifreið sem ekið var austur Kirkjuveg. Ekki urðu slys á fólki en báðar bifreiðir skemmdust nokkuð. Þá var tilkynnt um árekstur á Heiðarvegi á móts við veitingastaðinn Toppinn. Ástæða árekstrarins var sú að sólin blindaði annan ökumanninn og er því rétt að benda ökumönnum á að aka varlega þegar sól er svo lágt á lofti. SIGURÐUR Líndal í pontu og Karl Gauti formaður félagsins. Félag lögfræðinga á Suðurlandi hélt aðalfund sinn í Vestmannaeyjum um síðustu helgi. Auk venjulegra aðalfundarstarfa hélt Sigurður Líndal lagaprófessor bráðskemmtilegan fyrirlestur á fundinum sem hann kallar Kvóta til sjávar og sveita. Félag lögfræðinga á Suðurlandi er þriggja ára og formaður þess er Karl Gauti Hjaltason sýslumaður í Vestmannaeyjum. Auk hans eru í stjórninni Jóhann Pétursson Vestmannaeyjum, Anna Birna Þráinsdóttir Hvolsvelli, Ólafur Börkur Þorvaldsson Selfossi og Ásta Stefánsdóttir Selfossi. Það var mikill fengur fyrir lögfræðingana að fá Sigurð Líndal til að taka fyrir kvóta til sjávar og sveita því hann er með skemmtilegri fyrirlesurum. Sigurður hefur alla tíð haft ákveðnar skoðanir á lögum um stjórnun fiskveiða og mátti m.a. skilja á honum að hann gæfi ekki mikið fyrir að nytjastofnar við landið skuli teljast eign allrar þjóðarinnar. Hann segir einfaldlcga að það standist ekki lög. Eftir fundinn bauð Lögmannastofan Bárustíg 15 til óvissuferðar þar sem m.a. var komið við á Skansinum. „Fólk var mjög ánægt enda veður eins gott og hægt var að hugsa sér,“ sagði Helgi Bragason hjá Lögmannastofunni. „Sérstaka athygli vakti Skanssvæðið þar sem Arnar Sigurmundsson hélt stutt en fróðlegt erindi.“ LÖGMENN á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum hafa tekið upp þann sið að bjóða til sín fólki einu sinni á ári. Að þessu sinni var gleðin haldin á Lundanum. Það eru rúm fjögur ár síðan skrifstofan í Vestmannaeyjum var opnuð en þar ræður ríkjum Jón G. Valgeirsson. Lögmennirnir eru Ólafur Björnsson, Sigurður Jónsson, Sigurður Sigurjónsson og Jón G. Valgeirsson og hafa þeir til siðs að taka lagið við þetta tækifæri við heimgerða texta. Var gerður góður rómur að söng þeirra nú sem fyrr. Á efri myndinni eru söngkapparnir en á þeirri neðri orðlausir áheyrendur. SÁLARHORNIÐ Beiskjurót „Þeir settu mig til þess að gæta víngarða- Míns eigin víngarðs hefi ég eigi gætt!“ (ljóðaljóðin. 1:6) Hafið þið reynt að uppræta illgresi Salómon heldur áfram og segir: í garðinum ykkar? Þá hafið þið án efa lent í sömu vandræðum og ég, að það kemur alltaf aftur, nema ég komist að rótinni til að íjarlægja illgresið. Sennilega er beiskja og höfn- unarkennd það illgresi sem valdið getur mestum skemmdarverkum á sálarlífi okkar. Það kaffærir allan annan vöxt, eins og illgresið í garð- inum. Það skiptir þá litlu máli hversu heilbrigð og falleg blómin eru, ef illgresi nær að skjóta rótum eru þau í hættu! Þegar við förum að taka til í sálarlífi okkar, eða eins og Salómon tekur til orða „gæta okkar eigin víngarðs" þá eigum við erfitt verk fyrir höndum. Fyrst að koma auga á illgresið og svo það mikilvægasta, að finna rótina! Stundum er rótin ekki beint undir illgresinu, heldur hefur farið hlykkjóttan veg um gróður- moldina að þeim stað sem hún nú vex og dafnar. Rót getur vaxið í allar áttir og getur byrjað í dágóðri íjarlægð frá sjálfu illgresinu. Það kemur fyrir að fólk vilji alls ekki missa suma skapgerðabresti, því það heldur að þeir komi því til hjálpar í lífinu, en það er nú þannig með illgresi að sum grös eru bara þokkalega falleg og gætu prýtt garðinn, ef þau dreifðu ekki svona úr sér og kæfðu allt annað í leiðinni! Þetta er tímafrekt verk en nauð- synlegt„„líka fyrir sálina. Þegar það verk hefur verið unnið vel, þá þarf að passa að ný rót nái ekki að stinga sér niður! Garður sem er vel snyrtur og fallegur er augnayndi! Og ilminn leggur af heilbrigðum blómum! .Vakna þú norðanvindur og kom þú sunnanblær. Blás þú um garð minn, svo ilmur hans dreifist!" Heilagur andi er „vindurinn sem blæs“ og fer blásandi um garðana í leit að þroskuðum ávöxtum, garði í blóma. Ekki vil ég að hann komi og dreifi fúinni lykt! Daun af rotnandi blómum! Og Salómon heldur áfram að hvetja okkur til dáða: „Stattu upp vina mín, fríða mín, æ kom þú! Því sjá, veturinn er liðinn, rigningamar um garð gengnar,- á enda. Blómin eru farin að sjást á jörðinni, tíminn til að sniðla vínviðinn er kominn, og kurr turtil- dúfunnar heyrist í landi vom. Ávextir fíkjutrésins em þegar famir að þroskast, og ilminn leggur af blómstrandi vínviðnum. Stattu upp, vina mín, fríða mín, æ kom þú! Dúfan mín í klettaskorunum, í fylgsni fjallshnúksins, lát mig sjá auglit þitt, lát mig heyra rödd þína! Því að rödd þín er sæt og auglit þitt er yndislegt!" Guð kallar til þeirra sem fela sig í „klettaskomm, í fjallshnúkum" sem í skömm hafa flúið garðinn sinn og látið hann afskiptan. Hann þráir að fá að sjá auglit þitt, heyra rödd þína, og senda heilagan anda til að feykja öllu óvelkomnu í burt og bera um leið ilminn úr víngarðinum langa leið, svo við verðum öðmm til blessunar og ánægju. Gangi okkur öllum vel að gæta „víngarðs" okkar, fyrir allri beiskjurót sem vill kæfa og deyða!

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.