Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 09.11.2000, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 09.11.2000, Blaðsíða 4
4 Fréttir Fimmtudagur 9. nóvember 2000 Bókvitið 'askana Nýfæddir ?cr Vestmannaeyingar Tuttugu garðyrkjublöð, Englar alheimsins og Bangsímon Ég þakka Steina skólabróður fyrir að skora á mig. Hann vill að ég gefi innsýn inn í minn bókaheim. Ég hef nú ekki verið neinn bókaormur í gegnum tíðina en hef þó samt alltaf töluvert lesefni á náttborðinu til að grípa í. Þar er til dæmis að finna bók sem Elías gaf mér í jólagjöf í fyrra. Hún heitir Afródíta og er eftir Isabel Allende. Isabel Allende þekkja margir af hennar verkum. Hún skrifaði til dæmis bæk- umar Eva Lima og Hús andanna en eftir henni var gerð frábær kvikmynd með Meryl Streep og fleira frægu liði. í þessari bók, - Afródíta, eru ýmsar sögur, bæði þjóðsögur og lífreynslusögur höfundar og fleiri aðila. Þar er einnig að ftnna margar gimilegar mataruppskriftir og ýmsan annan fróðleik. Afródíta hefur verið á borðinu hjá mér lengi og það er gaman að kíkja í hana öðm hvom. Um daginn las ég Engla alheimsins eftir Einar Má Guðmundsson. Mér frnnst hún skemmtilega skrifuð og vel frá henni komist þar sem Einar Már er að segja sögu bróður sins. Mig langaði að lesa bókina áður en ég sæi myndina, en hún er nú komin á myndband svo ég get nú farið að drífa í því. Síðan em það ævisögumar. Ég les alltaf ævisögu öðm hvoru. Mér finnst gaman að lesa um fólk sem hefur lent í ævintýmm eða einhverju öðm og fá smá nasasjón af upplifun annara, hvort sem það er gleði eða sorg. Hér get ég t.d. nefnt bókina hennar Jóhönnu Kristjóns- dóttur, Perlur og Steinar. Villtir svanir er mikil bók og var hún nokkuð lengi á náttborðinu. Þar fékk maður góða innsýn í sögu Kína á tuttugustu öldinni. Þetta er fjölskyldu- saga, kvennasaga og mannkynssaga. Höfundurinn, Jung Chang, segir sögu tjölskyldu sinnar frá sjónarhóli þriggja kynslóða kvenna. Mér fmnst þetta mjög áhugaverð bók sem vakti athygli mína á lífskjömm fólks í Kína á öldinni. Jæja, ekki má gleyma blaðabunk- unum hjá mér sem em um allt, en þeir teljast nú ekki til bókmenntaverka. Ég kaupi oft blöð sem gaman er að lesa og skoða og er ég orðin eins og móðir mín í þeim efnum. Kaupi dönsku kvenna- blöðin eins og hún! Sum skoða ég aftur og aftur. Svo var ég að fá sendingu um daginn, en það vom tuttugu garðyrkju- blöð. Þau finnst mér mjög gaman að skoða því þar er margt að finna sem mér finnst áhugavert. Þá er komið að aðallesefninu á mínu heimili undanfama mánuði. Það em Snúður og Snœlda, Bangsímon og hinar ýmsu smábamabækur sem maður þarf að lesa aftur, aftur og aftur og alltaf við jafnmikla gleði sonarins. Ég ætla að láta þessa upptalningu duga, en vil halda þessu áfram innan árgangsins og skora á bekkjarbróður minn, Sigurð Friðriksson tíkallateljara og yfirhárgreiðslumeistara Tröllabauk- anna. Ég veit að hann er einnig áhugamaður bókmennta á borð við Snúð og Snældu og fleiri góðra verka. Vakna alltaf glaður Vinrtslustöðin er líklega það fyrirtæki í Vestmannaeyjum sem hvað mest hefur verið í fréttum á árinu. Ekki síst vegna fyrirhugaðrar sameiningar við ísfélagið, sem nú er Ijóst að ekkert verður úr og sömuleiðis vegna taps á rekstri sem þó er talsvert minna nú en í fyrra. Eyjamaður vikunnar er starismaður Vinnslu- stöðvarinnar. Fullt nafn? Stefán Baldvin Friðriksson. Fæðingardagur og ár? 31. október 1963. Fæðingarstaður? Reykjavík. Fjölskylduhagir? Kvæntur Þjóðhildi Þórðar- dóttur, börnin eru tvö, Þórður Örn og Kristín Auður. Menntun og starf? Viðskiptafræðingur og aðstoðarframkvæmdastjóri VSV. Laun? Góð, samanber Frjálsa verslun. Bifreið? Toyota Corolla. Helsti galli? Fljótfær. Helsti kostur? Vakna alltaf glaður. Uppáhaldsmatur? Humar. Versti matur? Skata. Uppáhaldsdrykkur? DietÞepsi. Uppáhaldstónlist? Dire Straits ogJethro Tull. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Að veiða fiska og fugla. Hvað erþað leiðinlegasta sem þú gerir? Að bóna bílinn. Hvað myndirðu gera efþú ynnir milljón í happdrætti? Græddur er geymdur eyrir. Uppáhaldsstjórnmálamaður? Guðni Ágústsson. Uppáhaldsíþróttamaður? Þorbergur Aðalsteinsson, golfari. Ertu meðlimur íeinhverjum félagsskap? Golfklúbbnum. Uppáhaldssjónvarpsefni? íþróttir. Uppáhaldsbók? Klokken i Makedonien eftir Knud H. Thomsen. Hvaðmeturþú mest í fari annarra ? Þoiinmæði og þraut- seigju. Hvað fer mestí taugarnar á þér í fari annarra ? Óheiðar- leiki. Fallegasti staðursemþú hefurkomið á? Flateyjardalur. Eygið þið von um að snúa taprekstri upp í hagnað á komandi ári? Ef ytri aðstæður eru hliðhollar getur allt gerst. Stendur tilað selja kvóta tilað redda málunum? A.m.k. ekki varanlegan kvóta. Eitthvað að lokum? Lífið er saltfiskur. Stefán Baldvin Friðriksson er Eyjamaður vikunnar Þann 11. október eignuðust stúlku Guðrún Kristín Sigurðardóttir og Sigurður Þór Sigurðsson. Hún vó 14,5 merkur og var 53 sm og hefur fengið nafnið Bergþóra. Með henni á myndinni er stóri bróðir Jón Berg. Ljósmóðir var Valgerður Olafs- dóttir. Fjölskyldan býr í Vestmannaeyjum. BÖRN að leik horfa á börn að leik, gæti þessi skemmtilega skuggamynd heitið. Á döfinni 4* Nóvember 9. Opnaður bókamorkoður í Oddinum við Strondveg. Opið fró kl. 13-18, fimmtud. og föstud. 10-12.30 laugardag. 10. ÍBV ■ Fram í Nissandeild karla kl. 20.00. 11. Cöngudagur fjölskyldunnar. Safnast saman kl. 14 ó Skansinum. 11. ÍBV ■ Buxtehude í Fvrópukeppni kvenna. Allir ó leikinn kl. 14. Styðjum IBV til sigurs. 10.-12. Nómskeið í liföndun. Leiðbeinandi Guðrún Arnalds. 13. ■ 19. Norræn bókasafnavika. Upplestur í bókasafninu og margt fleira 15. Tónleikar Todmobile. 19. Þjóðlagamessa í Landakirkju kl. 20.00. Með söng og í stuði, göngum við með Guði. 25. Styrktarfélagatónleikar Lúðrosveitar Vestmannaeyja í Vélasolnum við hlið Tónlistarskólans kl. 16. 25. 10 óra afmælisfagnaður og aðalfundur Félags hjartusjúklingu í Vestmannueyjum kl.14 í Akóges. Desember 13. Jólutónleikur Sumkórsins. Ljúf tónlist ó aðventu.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.