Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 09.11.2000, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 09.11.2000, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 9. nóvember 2000 11 Skemmdi ábyggilega ekki fyrir að ég var frá Vestmannaeyjum -segir Valur Bogason, forsföðumaður Hafró í Eyjum VALUR Bogason, nýráðinn forstöðumaður Hafró í Eyjum. í haust urðu mannaskipti hjá útibúi Hafrannsúknastofnunar í Vestmannaeyjum. Hafsteinn Guð- finnsson, sem verið hafði forstöðu- maður Hafró í Vestmannaeyjum til margra ára,flutti til Reykjavíkur. I stað hans var ráðinn Vestmannaeyingurinn Valur Bogason sem hefur hafið störf hjá Hafró í Eyjum. Valur er 35 ára gamall, sonur Boga Sigurðssonar, verksmiðjustjóra í FES og Fjólu heitinnar Jensdóttur. Valur útskrifaðist sem stúdent frá Fram- haldsskólanum í Vestmannaeyjum vorið 1987, vann um skeið hjá Braga á Fluginu, eins og hann segir, en hélt síðan í líffræðinám í Háskóla íslands 1989 og útskrifaðist þaðan sem líf- fræðingur 1992. Meðfram náminu hafði Valur unnið að verkefnum hjá Hringormanefnd en réðist þangað til starfa þegar hann útskrifaðist og vann að selarannsóknum. Um haustið fluttist hann síðan yfir á Hafrannsóknastofnun þar sem síðan hefur verið hans starfs- vettvangur. Fram til 1997 var starf hans einkum fólgið í rannsóknum á fæðu landsels, og gagnasöfnun og sjóferðum vegna fiskirannsókna víða kringum landið. Tveir sem sóttu um Af hverju ákvaðstu að koma aftur heim á æskustöðvamar? „Líklega hefur alltaf blundað í mér að flytja aftur heim til Eyja. Alla vega fór ég ekki í Háskólann til að flýja frá Eyjum. Aftur á móti var fátt um atvinnutækifæri hér þegar ég hafði lokið námi og því ílentist ég í Reykjavík. Raunar vissi ég ekki um að Hafsteinn væri að hætta í sínu starfí fyrr en í mars í vetur. Eftir stutta umhugsun gekk ég á fund forstjóra Hafró og spurði hann hvenær hann ætlaði að auglýsa starfíð í Vestmanna- eyjum. Svo var það auglýst í Morgunblaðinu og við vorum tveir sem sóttum um. Eg varð hlutskarpari og líklega hefur ekki skemmt fyrir að ég var Vestmannaeyingur að ætt og uppruna. Þá þekkti ég líka vel inn á störf hjá Hafró þannig að það hefur teldð minni tíma fyrir mig að komast inn í starfíð en það hefði kannski gert fyrir aðra.“ Fjölskyldan sátt við að flytja Valur er kvæntur Báru Ingólfsdóttur frá Selfossi og þau eiga tvö börn, Bylgju Sif sjö ára og Hafþór fjögurra ára. Hvernig tók fjölskyldan því að flytja til Vestmannaeyja? „Bára hafði nú búið í Vest- mannaeyjum áður svo að hún var staðnum ekki alveg ókunnug. Og fjölskyldan var alveg sátt við að flytja til Eyja. Eg kom hingað í byrjun ágúst en fjölskyldan kom svo í byrjun september og við erum svona rétt búin að koma okkur fyrir. En það eru allir mjög sáttir við þessa ákvörðun í fjölskyldunni.“ Stefni að mastersgráðu á næsta ári í hverju felst þitt starf hjá Hafró í Vestmannaeyjum aðallega? „I stórum dráttum má segja að ég taki beint við því sem Hafsteinn varaðgera. Frumskyldaníþessu starfí er sýnataka úr lönduðum afla. En svo er ég að sinna öðrum verkefnum þar fyrir utan. I Reykjavík vann ég við rannsóknir á síli og er það hluti af mastersnámi mínu. Því held ég áfram hér, ég er búinn að safna öllum gögnum og nú er aðeins úrvinnslan eftir. Eg stefni að mastersgráðunni á næsta ári, upphaflega var stefnan sett á næsta vor en búferlaflutningarnir koma til með að draga það eitthvað á langinn svo að líklega verður ekki af því fyrr en á næsta hausti.“ Finnst þér margt hafa breyst í Vestmannaeyjum á þessum tíu árum sem þú hefur verið fjarverandi? „Ekki neitt sem mér fínnst áberandi. Raunar er talsvert af fólki sem ég þekkti farið burt en þó eru margir enn eftir af gamla kunningjahópnum. En ég er mjög sáttur við að vera kominn aftur heim til Eyja og við erum ekki að tjalda til einnar nætur, búin að kaupa okkur hús og koma okkur fyrir og horfum bjartsýn fram á veginn,“ segir Valur Bogason. Sigurg. Itfinu ÞEGAR kom að því að velja myndir í dálkinn kom í Ijós að skemmtanafífl Frétta hafði gleymt að taka með sér myndavélina þegar hann fór út á lífið á laugardaginn. Það varð því að leita á gömul mið og fyrir valinu varð m.a. uppskeruhátíö eldra fólksins hjá IBV og villibráðarkvöld á Prófastinum. Hvað tíðindamann Frétta varðar þá var hann í góðu yfirlæti á Gaujabar á 2. hæð Lundans þar sem loksins er kominn vísir að notalegum pöbb í Vestmannaeyjum. INGA og Sólveig voru mættar á slúttið hjá IBV-íþróttafélagi, ÞAÐ var ljúft að slappa af eftir að hafa rennt niður villihráðinni hjá Steinu og Jóni Inga á Prófastinum. yf v æ Y ■ ■ A / W A B ■i £ ■fk % ííffeal '■át I m • - u w -n U/ A

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.