Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 09.11.2000, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 09.11.2000, Blaðsíða 10
10 Fréttir Fimmtudagur 9. nóvember 2000 • • Húsio á tankinum - Oll skilyrði úrskurðarnefndar uppfyllt Framkvæmdir hafnar á ný -Tveir úr hópi kærenda hafa ákveðið að aðhafast ekki frekar í málinu Þann 12. október sl. voru fram- kvæmdir við hið nýja veitinga- og ráðstefnuhús í Lönguiág stöðvaðar. Var það gert samkvæmt bráða- birgðaúrskurði frá úrskurðarnefnd skipulags- og byggingamála en nefndin fann að atriðum sem snertu vatnið í tankinum, bflastæði utan lóðar, lóðarmörk og nýtingar- hlutfall. Það voru nokkrir íbúar í nágrenni hússins sem sendu inn kæru vegna byggingarinnar og varð úrskurðar- nefnd við beiðni þeirra þar til bætt hefði verið úr þeim annmörkum sem á framkvæmdinni voru og lutu að fyrr- greindum atriðum. En nú hefur verið bætt um í þeim málum af hálfu byggingaraðila og bæjaryfirvalda og ætti því ekkert að vera til fyrirstöðu því að halda framkvæmdum áfram. Fundur með byggingar- aðilum og nágrönnum Á þriðjudag í síðustu viku var haldinn fundur í skipulags- og bygginganefnd Vestmannaeyja þar sem þessi mál voru til umfjöllunar. Áður en fundur nefndarinnar hófst var haldinn kynningarfundur með byggingar- aðilunum, þeim Sigmari Georgssyni og Grími Þór Gíslasyni, svo og fjómm húseigendum sem mótmælt höfðu byggingunni, þeim Sigurjóni Þór Guðjónssyni og Jóhönnu Hjálmarsdóttur að Fjólugötu 29 e.h. og Hafþóri Halldórssyni og Sigríði V. Olafsdóttur að Smáragötu 4 e.h. Skipulags- og byggingafulltrúi fór yfir stöðu málsins með þessum aðilum og sýndi nýjar teikningar sem liggja fyrir nefndinni í kjölfar áðumefnds bráðabirgðaúrskurðar. Þá var og lesin upp yfirlýsing frá húseigendum að Smáragötu 2, Friðbirni Valtýssyni og Magneu Traustadóttur, dagsett sama dag og fundurinn var haldinn, en þar er því lýst yfir að ekki verði um frekari afskipti þeirra að ræða vegna byggingarinnar. SKAMMAN tíma tók að reisa húsið á tanknum og loka því. Síðan hefur öll vinna legið niðri en nú eru framkvæmdir hafnar á ný og fer að styttast í að veitinga- og ráðstefnuhúsið komist í gagnið. I kjölfar þessa fóm fram umræður teikninga sem lægju fyrir og í bókun um málið í heild sinni og lýstu þeir nefndarinnarsegiraðflestirhafi verið óánægðir með þau bflastæði sem skipulögð em á eystri hluta lóðarinnar. Sigmar og Grímur yfir vilja sínum að standa að þessum framkvæmdum í sátt og samlyndi við nágranna. Hús- eigendur að Fjólugötu 29 og Smáragötu 4 lýstu hins vegar yfir áhyggjum sínurn með húsið og þá starfsemi sem þar mun fara fram. Hins vegar voru allir sammála um að húsið sé komið til þess að vera en talsverður tími fór á fundinum í að rökræða hvað hver hefði sagt við hvem og hvenær. Skipulags- og bygginganefnd óskaði eftir afstöðu húseigenda til þeirra Kröfur úrskurðamefndar uppfylltar Að loknum þessum kynningarfundi tók svo skipulags og bygginganefnd fyrir eina málið sem iyrir fundinum lá, um nýtt leyfi til að byggja veitinga- og ráðstefnuhús ofan á vatnstankinum í Löngulág, samkvæmt endurbættum og leiðréttum teikningum ARKIS frá 27. okt. sl. „Dómaraskandall" Þegar B-lið ÍBV tapaði stórt fyrir B-liði KR ÍBV B lið mátti þola það hhitski pti að tapa óvcrðskuldað gegn GróttuKR B liði í 32 liða keppni í handknattleik á föstudaginn. Leikurinn í'ór fram í KR húsinu. Fréttir höfðu samband við Jóhann Pétursson, einvald liðsins og spurðu hvað hefði eiginlega gerst. „Strax í byrjun urðum við í IBV liðinu varir við algert landsbyggðarhatur í okkar garð frá dómurum leiksins. Gerðist það að Davíð Guðmunds fór inn í upplögðu marktækifæri en varð fyrir miklum andlegum truflunum í skotinu með þeim alleiðingum að hann skaut beint í markmann þeirra GróttuKR manna. Og ekkert dæmt. Davíð brotnaði að vonum algerlega niður og náði sér eðlilega ekki á strik það sem eftir liði leiks þrátt fyrir mörg góð skot í markmann þcirra GróttuKRmanna. Síðan gerist það reiðarslag að Davíð Hallgrímsson aðstoðarþjálfari A liðsins er rekinn út af í 4 mínútur en það vita allir sem þekkja Davíð Hallgrímsson að hann segir aldrei orð við dómara og gagnrýnir þeirra störf ætíð á mjög jákvæðan og uppbyggjandi hátt þannig að þessi brottrekstur var að sjálfsögðu algerlega óverðskuldaður. Að öðrum ólöstuðum held ég að óhætt sé að segja það að línumennirnir í liðinu þ.e. einvaldurinn sjálfur og Sigurður Ingi (bróðir blaðamanns) hali verið bestu menn vallarins og spiluðu þeir gríðarlega vel fyrir liðið. Þá átti markvörðurinn Gunnar Geir skínandi leik en Eyþór Harðarson fór á taugum undir lok leiksins og má þar ugglaust kenna ungum aldri og reynsluleysi en rétt er að taka eftir þeim efnilega leikmanni sem á án efa eftir að verða mjög góður leikmaður eftir nokkur ár. Er framtíðarleikmaður IBV. Þá kölluðum við sérstaklega á vélstjórann Óskar Haraldsson fyrir þennan leik og það er ljóst að það verður ekki endurtekið. I liðið vantaði fyrrverandi einvald liðsins, Óskar Brynjarsson og styrktist liðið nokkuð við það. Við duttum út með mikilli sæmd, sagði Jóhann Pétursson, einvaldur liðsins,“ sem sagði af sér því starfi eftir að ljóst var að liðið væri ekki í úrslitaleikinn. „Eg vil að lokum þakka öllum velunnurum liðsins og stuðningsmönnum og veit að við munum æfa vel fram að næsta leik og undirbúa hann af kostgæfni enda svo sem um 12 mánuðir þangað til hann verður,“ sagði fyrrverandi einvaldur, Jóhann Pétursson. Nákvæm úrslit leiksins lágu ekki fyrir þegar blaðið fór í prentun en skv. áreiðanlegum heimildum mun GróttaKR hafa unnið þennan leik með 2-3 ólöglegum heppnismörkum. Aðumefndar teikningar lágu fyrir fundinum sem og umsögn Holl- ustuvemdar ríkisins vegna bréfs úrskurðamefndar frá 12. okt. sl. Þálá og fyrir fundinum yfirlýsing hús- eigenda að Smáragötu 2 sem áður er getið. Á fúndinum var samþykkt að fella úr gildi fyrri samþykkt og byggingarleyfi frá 5. september en nýjar og breyttar teikningar af húsinu samþykjitar. Samþykkt fyrri teikninga, sem ekki var ágreiningur um, er áfram í gildi. Einnig var samþykkt breyting á bflastæðum sem færð hafa verið innan lóðar, ásamt því að bætt hefur verið úr upplýsingum varðandi nýtíngarhlutfall og lóðannörk. Þá hefur nefndin móttekið umsögn Hollustuvemdar þar sem fram kemur staðfesting á þeim umsögnum er Heilbrigðiseftirlit Suðurlands gerði dagana 11. maí, 19. maí og 12. október. Skipulags- og bygginganefnd bindur samþykki sitt áfram þeim skilyrðum að tryggt skuli aðgengi fatlaðra að millipalli/bar og skal skila inn tillögu að því fyrir 1. desember nk. I lok bókunar nefndarinnar segir að nefndin telji ekki þörf á frekari grenndarkynningu þar sem umrædd bygging hafi þegar farið í slíka kynningu og þær breytingar sem nú séu gerðar á bflastæðum séu í kjölfar ábendinga kærenda í kæmbréfi frá 18. sept. sl. Önnur atriði vegna bygg- ingarinnar séu óbreytt og því upp- fylltar þær kröfur sem úrskurðamefnd setti í úrskurði sínum þann 12. október. Því telur nefndin að sam- þykkt þessi sé í samræmi við staðfest aðalskipulag Vestmannaeyja sam- kvæmt ákvæðum þeim sem áskilið er í skipulags- og byggingalögum ásamt byggingareglugerð. Þá hafi nefndin farið yfir málið með fjómm aðilum af þeim sex sem stóðu að kæmnni en þeir tveir aðilar sem ekki sátu fúndinn, hafi sent inn yfirlýsingu um afstöðu sína. Seinkar væntanlegri opnun „Jú, nú getum við haldið ótrauðir áfram, verið er að gefa út nýtt byggingarleyfi enda öll skilyrði uppfyllt og við emm vemlega ánægðir með það,“ segir Grímur Þór Gíslason. „En þessi stöðvun hefur haft í för með sér vemlegan kostnað, hefur tafið útboð í næstu verkþætti og hluthafar hafa eðlilega haldið að sér höndum meðan málið hefur verið í þessari óvissu. Þetta seinkar líka væntanlegri opnun, við vomm búnir að stfla inn á mánaðamótin febrúar mars en ætli við verðum ekki að seinka því um mánuð. Nú verður hafist handa með að leggja í gólf, einangra og koma upp milliveggjum. Útboð em í gangi í þessum verkþáttum og öðmm og við emm ánægðir með að gluggaverk- smiðjan Gefjun skuli sjá um smíði glugga í húsið. Aðilar innanbæjar munu sjá um megnið af því sem eftir er að vinna við húsið og við emm kátir með það enda stefna okkar ffá upphafi að fá Eyjamenn í sem flesta verkþætti," sagði Grímur Þór Gísla- son. Sigurg. Nissandeildin: Toppleikur umferðarinnar -þegar ÍBV mætir Fram á morgun í Iþróttamiðstöðinni Kurlalið ÍBV í hundboltunum er komið með 10 stig eftir 7 leiki í Nissundeildinni en það er einu stigi meira en eftir alla fyrri umferðina (11 leiki) í fyrra og besta byrjun í 1. deildinni frú upphafi. IBV er í 4. sæti með 10 stig og Fram í 2. sæti með 12 stig. ÍBV er með hagstæða markatölu og ef ÍBV nær að sigra á föstudaginn fer liðið í 2. sætíð. Fram liðið tapaði um síðustu helgi á móti Haukum en hefur sterku liði á að skipa með Eyjamennina Gunnar Berg Viktorsson og Sebastian Alexanders- son í broddi fylkingar en Sebastian er frá í þessum leik vegna uppskurðar við kviðsliti. í Framliðinu eru auk ofantalinna landsliðsmennimir Björg- vin Björgvinsson, Njörður Ámason og Róbert Gunnarsson sem er í ung- lingalandsliðinu. Þá hefur sonur þjálf- ara Fram liðsins, Maxim Fedukin, verið að spila vel að undanfömu. IBV liðið vann sinn fyrsta útileik á leiktíðinni gegn HK um síðustu helgi.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.