Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 09.11.2000, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 09.11.2000, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 9. nóvember 2000 Fréttir 15 Guðrún Karítas Garðarsdóttir og Þorsteinn Magnússon skrifa: Burt með heimamennskuna Á dögunum var haldin ráðstefna undir yfírskrifdnni Eyjar 2010 og er væntan- lega öllum í fersku minni. Við ætlum hins vegar að fjalla um eitt atriði sem okkur fannst varpa skugga á þessa annars ágætu ráðstefnu en það er „heimamennskan" sem náðist ekki að yfirvinna í tengslum við undirbúning ráðstefnunnar. Við undirrituð erum „utanbæjar- fólk“ (ekki ættuð úr Eyjum) sem sótti menntun sína „út á land“ þ.e. út- skrifuðumst frá Háskólanum á Akureyri annað úr sjávarútvegsfræði og hitt úr rekstrarfræði. Við fluttum til Eyja um það leyti sem Keikó kom til Eyja, árið 1998. Við tilheyrum því þeim fremur fámenna hópi íbúa Vestmannaeyja sem er utanbæjarfólk og hefur flutt til Vestmannaeyja til starfa eftir að hafa aflað sér „æðri“ menntunnar, en Þorsteinn Gunnarsson rektor mun víst hafa fjallað um mikilvægi hennar íyrir byggðaþróun í framsöguerindi sínu á ráðstefnunni. Auk þess að hafa reynslu af því að búa á landsbyggðinni, í okkar tilviki Akur- eyri og Þorlákshöfn. Það kom okkur því á óvart þegar við vorum ekki á meðal þeirra fjöl- mörgu sem voru boðuð til undirbúnings ráðstefn- unnar, sér- staklega þar sem undir- rituð er starfs- maður á Rannsókna- setrinu, en þar fór undirbún- ingur fram að mestu. Við tökum þessu samt ekki sem óvild í okkar garð heldur viljum við kenna um fyrirbæri sem við köllum „heimamennsku" og minnst var á hér í upphafi. „Heima- mennskan“ hefur ýmsar birtinga- rmyndir, t.d. höldum við að undir- búningsnefndin hafi afgreitt okkur sem „aðkomufólk" sem kæmi til með að staldra stutt við og því vorum við talin hafa harla lítið til málanna að leggja varðandi framtíð búsetu í Vestmannaeyjum (ef þessi ágæta nefnd hefúr á annað borð nokkuð hugsað þann möguleika). Sem dæmi um aðra birtingarmynd getum við nefnt að annað okkar hefúr þrisvar sinnum sótt um atvinnu hér í bæ, allt störf sem sem tengist menntun viðkomandi og í amk. tvö skipti hefur ,Jieimamað- ur“ með minni mennt- un orðið fyrir valinu. Þá er eðlilegt að spyija: Hvers virði er menntunin sem allir lofa og prísa á tyllidögum? Við setjum orðið „heimamaður" í gæsalappir hér vegna þess að við álítum að þeir sem búa og starfa í Vestmannaeyjum og borga sínar skyldur til bæjarfélagsins hljóti allir að teljast heimamenn þó að þeir hafi ekki slitið bamsskónum hér eða geti ekki kennt sig við ákveðið hús í bænum. Við vitum auðvitað ekki fyrir víst hvort þetta sem við köllum „heima- mennsku“ var mikið rætt á ráð- stefnunni þar sem við vorum ekki viðstödd en það að ganga fram hjá „utanbæjarfólki" við undirbúning ráðstefnunnar til að fá fram skoðanir þess á búsetu í Eyjum og hugsanlega ný sjónarmið í umræðuna, segir okkur ýmislegt. Við vitum hins vegar fyrir víst að ráðstefnan fjallaði m.a. um hvemig auka mætti íbúaíjölda í Eyjum og eitt af höfuðmarkmiðunum sem sett var fram var að ná fjölda íbúa í 5.200 manns. Þetta er göfugt markmið en í framhaldi má spyrja hvort ekki sé ástæða til að bæjarfélagið fari fram á það við þá sem em ráðnir í stöður á vegum bæjarins að þeir flytji með sér fjölskyldur sínar eða a.m.k. lögheimili sitt til Eyja? Ekki veitir af að allir leggi sitt lóð á vogarskálamar. Til þess að háleitt markmið um íbúafjölda Vestmannaeyja náist árið 2010 þýðir ekki að treysta á að einungis fólk með löggilt uppmna- vottorð úr Vestmannaeyjum skili sér til baka. Vestmannaeyjar em sem sé ekki bara fyrir Vestmannaeyinga held- ur er mikilvægt fyrir Vestmannaeyjar að fá hingað fólk sem ekki er einungis sonur eða dóttir þessa eða hins heldur einfaldlega fólk sem kýs að búa hér og nýta sína menntun sér og byggðar- laginu til góða. Það er von okkar að „heimamennskan" heyri sögunni til árið 2010. Höfimdar eru heimamenn í Vestmannaeyjum Hanna Júlíusdóttir: Höfum jókvæðnina að leiðarljósi Yndislega Eyjan mín, ó hve þú ert morgunfögur. Þetta er nú eitt af því sem allir em sam- mála um. Þó er eins og umræðan um lífið hér verði neikvæðari með hveijum deginum sem líður og smitar út frá sér, enda fær fólk neikvæðnina beint í æð. Er ekki ástæða til að staldra við og hugsa um hvað við getum gert til að bæta mannlífið og hvað ráðamenn þessa bæjar hafa nú þegar gert og hvað margt er í bígerð. Það hefur verið tekið til hendinni víðs vegar um eyjuna, fegrað og snyrt. Skanssvæðið er til fyrirmyndar og megum við vera stolt af því. Einnig má minnast á útsýnispallana sem búið er að koma upp víðs vegar um eyna. T.d. fyrir framan Sorpu, austur á nýja hrauni þar sem sjá má yfir til Keikó og enn austar og uppi á Stórhöfða. Þar er hægt að setjast niður og njóta fagurs útsýnis í veðurblíðunni sem alltaf er í Eyjum. Það má líka minna á golfvöllinn sem hefur mikið aðdráttarafl fyrir fólk hvaðanæva úr heiminum. Það hrífst líka af eyjunni sem náttúruperlu. Hér er yndislegt mannlíf. Við höfum drjúgar tekjur af ferðafólki. Það er alltaf mjög ánægjulegt að heyra fólk dásama þessa fögru eyju. Við sem búum í svona fögru en þröngu samfélagi verðum að vera jákvæð gagnvart því sem gert er. Hér er næg atvinna handa öllum sem vilja og geta unnið. Ég hef ekki trú á öðm en ráðamenn í frystihúsunum skoði bæði kosti og galla í tengslum við sameiningu. Atvinnulífhérbyggistað mestu leyti á sjósókn og vinnslu í landi. Önnur störf em að mestu leyti í þjónustu við bæjarbúa í hvaða mynd sem er. Hér er talsvert félagslíf, tvö kven- félög em starfandi, kórar, Eykyndill, Kiwanis, Lions, Akóges o.fl. Állt em þetta félög sem setja svip á bæjar- félagið. Við höfum frábært bókasafn, Framhaldsskóla, Tónlistarskóla, Lista- skóla og svo mætti lengi telja. Við höfum hér allt til alls. En samt aldrei nóg fyrir suma og enn flytur fólk í burtu og segir jafnvel að hér sé aldrei neitt að gerast. Getur verið að |x:tta fólk notfæri sér ekkert af því sem í boði er, sitji bara heima og láti sér leiðast? Skyldi það vera duglegra að nýta sér þá möguleika sem bjóðast í hinni Gullnu Reykjavík ef það flytur þangað? Hvaðerþáað? Umræða er til alls fyrst og hún er farin af stað með því að hópar ungs fólks kom saman til að ræða hvað sé til bóta, þá meina ég á ráðstefnunni Eyjar 2010. Við væntum mikils af þessu fólki og það sýnir sig að jákvæðni er þeirra leiðarljós. Með góðri trú og jákvæðum vilja er hægt að flytja fjöll. Horfum bjartsýn til framtíðar. Hanna Júlíusdóttir Guðrún Arnalds skrifar um líföndun: Tíminn er líf og lífið býr í hjartanu „Til er mikill en þó hvunn- dagslegur leyndardóm- ur. Allir eiga sinn þátt í þessum leyndardómi. Hver einasta manneskja þekkir hann. Flestir taka honum eins og hveijum öðrum sjálfsögðum hlut og undrast ekki vitund. Þessi leyndardómur er tíminn. Það em til dagatöl og klukkur sem mæla tímann. En það segir ekki alla söguna. Allir þekkja að ein klukkustund getur virst vara heila eilífð og eins getur ein klukkustund liðið eins og örskot, allt eftir því hvað maður upplifir. Því tími er líf. Og lífið býr í hjartanu.“ Þetta er tilvitnun í söguna um Mómó eftir Michael Ende. Ævintýri fyrir böm og fullorðna og fjallar um það sem gerðist þegar „grámennin," sem nærast á tíma mannanna, tóku völdin í heiminum. Alveg eins og hjá fólkinu í sögunni kemur sá tími í lífi okkar allra að okkur virðist líf okkar vera tilgangslaust, að bara ef við hefðum meiri tíma og peninga þá gætum við lifað „almennilegu lífi“. Og við fömm að „spara“ tímann okkar, vinna meira til að safna fyrir því sem við höldum að myndi gera okkur hamingjusöm að nýju. Ég hef tekið eftir því í mínu starfi að sífellt fleiri þeirra sem koma til mín em á einhvers konar geðdeyfðar- lyQum. Flestir hafa einhvem tíma gengið í gegn um tímabil þar sem heimurinn virtist hrynja og lífið hafði ekki sama ht og áður. Þetta getur gerst þegar við verðum fyrir sorg, áfalli eða einfaldlega ef við höfum gleymt að sinna okkur sjálfum í langan tíma. Oft gerist það líka í kjölfar erfiðleika að við sökkvum okkur ofan í enn meiri vinnu en áður og fömm að lifa hratt eins og tímaspamaðarfólkið í sögunni. En em til fleiri leiðir til að hjálpa okkur að vinna úr þunglyndi, síþreytu eða öðmm afleiðingum þess að hafa kannski ekki tekist á við hlutina á sínum tíma? Líföndun er ein af þeim leiðum sem okkur bjóðast til að nálgast tilfinningar okkar, finna þær og losa um það sem er frosið eða fast. Við notum öndunina til að halda aftur af því sem við viljum ekki finna - þegar við reynum að bremsa lífið. Á sama hátt getum við nálgast frosnar eða ómeðvitaðar tilfinningar í gegnum öndunina, með því að finna fýrir þeim í líkamanum á meðan við öndum. Líföndun getur líka verið leið til að finna fyrir lífinu, lífskraftinum okkar og hlaða okkur orku ef við höfum gleymt henni ein- hvers staðar á hlaupunum. En líf- öndun eins og allt annað er engin allsherjarlausn. Við verðum að velja að lifa lífinu, velja að njóta þess og finna fýrir okkur sjálfum - líka þegar á móti blæs. Líföndunin sjálf tekur u.þ.b. klukkutíma og er alltaf mikil upplifun. Mómó hafði einn eiginleika sem fáir hafa og marga vantar í líf sitt. Hún kunni að hlusta. Hún hlustaði svo vel að sá sem talaði fékk óteljandi hugmyndir og fann lausn á því sem var að vefjast fýrir honum. En hvemig væri líf okkar ef við gætum lært að hlusta á okkur sjálf jafn vel og Mómó hlustaði á vini sína? Kannski yrðum við ríkari en ríkasti maður heims. Og jafnvel sáttari. Að minnsta kosti ekki fæða handa grámennum. Spurt er...... Hvað finnst þér um verk- fall fram- halds- skóla- kennara Ólafur Týr Guðjónsson, kenn- ari: „Mér finnst það hábölvað. En er þetta ekki eina leiðin lil að fá einhverju framgengt?" Donna Ýr Kristinsdóttir, nem- andi: „Mér finnst það ömurlegt. Þetta er ekki gotl ástand og ég óttast að það eigi eftir að verða langt.“ Hirgir Stefansson, nemandi: „Alveg hræðilegt. Ef það leysist ekki fljótlega er hætt við að f'ari illa hjá mörgum nemendum." Eygló Egilsdóttir, nemandi: „Hálfsorglegt og leiðinlegt fyrir nem- endur. Ég lield að það eigi eftir að verða langt." Kolbrún Stella Karlsdóttir, nemandi: „Það er ekki nógu gott. Efþaðverður langt þá erum við nemendur í vondum málum." Ragnar Óskarsson, kennari: Það er skelfilegt. Ég vona að það dragist ekki á langinn en því miður virðist allt benda til þess eins og mál standa."

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.