Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 09.11.2000, Blaðsíða 17

Fréttir - Eyjafréttir - 09.11.2000, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 9. nóvember 2000 Fréttir 17 ngöngumálum Eyjanna við sama borð og aðrir landsmenn því kostnaður við að fara þennan 70 km þjóðveg var langt umfram það sem aðrir landsmenn bjuggu við. Atti það jafnt við um þá sem fóru um jarðgöng eða vegi sem kostað höfðu margfalt meira en Heijólfur. Kostaði átök á Alþingi Næsti áfangi náðist svo þegar nú- verandi Herjólfur sigldi inn höfnina árið 1992. Þar með var í boði sigling með lúxusskipi milli lands og Eyja. En það var einmitt þessi lúxus sem stóð í þingmönnum og kostaði það mikil átök á Alþingi að berja það í gegn að ný feija yrði smíðuð. Norðanmenn fengu augastað á að bjóða t' smíðina og það er ekki að sökum að spyija að þegar þeim dettur eitthvað í hug þá stökkva þingmenn þeirra og ráðherrar til og sjá til þess að skapa sfnu fólki möguleika eða til að veija hagsmuni þess. Til þess að klæð- skerasníða teikninguna fyrir Slipp- stöðina á Akureyri var Herjólfur styttur um nokkra metra en það dugði ekki til því Norðmenn voru með lægsta tilboðið og fengu verkið. Eftir að núverandi Herjólfur kom hélt baráttan áfram fyrir því að fá lækkun á gjaldskrá Heijólfs og náðist mikilvægt skref árið 197 þegar bæjar- stjóm fékk Halldór Blöndal, þá samgönguráðherra, til að auka ffamlag til Herjólfs. Það, ásamt lækkun hafnar- gjaldaí Vestmannaeyjum, gerði stjóm Heijólfs hf. kleift að lækka fargjöld og gjaldskrá fyrir bíla þannig að það kostaði fjölskyldu með tvö böm undir tólf ára aldri svipaða upphæð að fara þessa 70 km til Þorlákshafnar og það kostar að fara sömu vegalengd eftir öðmm þjóðvegum landsins. Stöndum einir Síðan hefur verið góð sátt um rekstur Heijólfs meðal bæjarbúa og það er ef til vill ástæðan fyrir því að menn sváfú á verðinum og höfðu ekki miklar áhyggjur þó Vegagerðin vildi bjóða út reksturinn. En nú er það orðið stað- reynd sem horfast verður í augu við. Vestmannaeyingar verða að gera sér grein fyrir því að öðmm lands- mönnum er nákvæmlega sama hvort hvort Heijólfur siglir einu sinni á dag, tvisvar í viku eða sigli yfirleitt. Glöggt dæmi um þetta er ályktun ungra fram- sóknarmanna sem vilja að Ami Johnsen segi af sér sem formaður samgöngunefndar því hann hafi gengið erinda eins fyrirtækis í Heijólfsmálinu. Þama er ekki hirt um að kynna sér málið og er þetta er líka talandi dæmi um algjört skipbrot í fjölmiðlum þar sem Heijólfi hf. hefúr verið stillt upp sem syndum spilltu fyrirtæki sem vilji komast yfir fé skattgreiðenda á sem auðveldastan hátt. Þama hjálpaði Vegagerðin til með því að að koma fram með kostn- aðaráætlun sem er í hrópandi ósam- ræmi við útboðsgögn. Má þar nefna notkun á svartolíu og fækkun í áhöfn en hvomgt þessara atriða kom fram í útboðsgögnum. Hvað Áma Johnsen varðar þá verður hann að eiga það sem hann á, því hann hefur verið að ganga erinda Vestmannaeyinga í Herjólfs- málinu en ekki Herjólfs hf. Eyjamenn verða að halda vökdu sinni Feijusiglingar milli lands og Eyja hafa kostað baráttu og henni hefur verið stýrt frá Vestmannaeyjum. Nú hefúr í fyrsta skiptið í rúman aldarfjórðung verið stigið skref aftur á bak og engin ástæða til bjartsýni hvað Herjólf varðar. Því hefur verið haldið fram að útboðið hafi verið klæðskerasniðið fyrir Heijólf hf. en gæti það ekki átt við fleiri aðila? Eitt atriði vekur sérstaka athygli en það er skipting pláss milli bíla og flutningabíla sem má ekki fara yfir helming í hverri ferð. Þetta þýðir að ekki er eftir pláss fyrir nema 30 til 40 bfla í ferð, sama hvort um er að ræða helgar eða aðra daga. Þetta atriði er ávísun á árekstra því ekki er víst að saman fari hagsmunir Eyjamanna og Samskipa. Annað atriði sem kemur spánskt fyrir sjónir er að leggja á núverandi pantanakerfi niður. Það er ekki galla- laust en sá möguleiki að geta skráð sig á biðlista gerir það að verkum að það nægir að mæta hálftíma fyrir brottför með bílinn en eftir I. janúar nk. verður það þannig að fyrstir koma fyrstir fá. Það þýðir að menn, sem ekki hafa náð að panta undir bflinn í tíma, verða að koma með hann kvöldið fyrir brottför til að tryggja sér far þegar mest er að gera. Þannig var þetta þar til fyrir nokkrum árum. Þá segir að gjaldskrá skuli vera óbreytt árið 2001 en má ekki gera ráð fyrir því að Samskip hugsi sem svo, koma tímar koma ráð? Bæjarstjóm Vestmannaeyja á að samþykkja gjald- skrá hveiju sinni en miðað við framkomu Vegagerðarinnar í garð Vestmannaeyinga undanfarið er hætt við að andmæli hennar megi sín lítils gegn rökum rekstraraðila Heijólfs um nauðsyn hækkunar eða niðurskurð á þjónustu. Fari svo, gerist tvennt, fargjöld hækka og farmgjöld líka sem þýðir hækkun vöruverðs í Vest- mannaeyjum. Lífæðin í höndum Samskipa Það má vera að hér að framan hafi verið dregin ansi dökk mynd af því sem gerst getur með yfirtöku Sam- skipa á feijusiglingum milli lands og Eyja. Auðvitað era margir vamaglar í samningi þeirra við Vegagerðina sem eiga að tryggja rétt Vestmannaeyinga. Þrátt lyrir það fer ekki á milli mála að rekstur Herjólfs verður aðeins pínu- lítið hjól hjá Samskipum sem nú hefur líf flutningafyrirtækja í Vestmanna- eyjum í hendi sér auk alls starfsfólks Herjólfs hf. sem nú er með upp- sagnarbréf upp á vasann. Þetta era staðreyndir sem ekki er hægt að horfa framhjá og eins vakna spumingar um aðgengi Eyjamanna að Herjólfi. Hingað til hefur verið tekið vel í breytingar á áætlun t.d. vegna kappleikja, þjóðhátíðar og Shellmót. Eins hefur íþróttahreyfingin alla tíð notið velvilja stjómar Heijólfs á öðrum sviðum. Má íþróttahreyfmgin og Vestmannaeyingar búast við hinu sama af Samskipum? Hvað þingmennina okkar varðar, þá getum við verið þeim þakklát íyrir að taka af okkur eina ríkisfyrirtækið. Kanna verður nýja möguleika I Fréttum í síðustu viku er sagt frá áhuga á að kanna möguleika á rekstri loftpúðaskips sem sigldi upp í Land- eyjasand. Er þama ekki mál sem stjóm Herjólfs hf. ætti að taka upp á sína SRN6 ÁRH) 1967 var fengið Ioftpúðaskip til Vestmannaeyja til reynslu. Hér sést það á siglingu inn í höfnina. LOFTPÚÐASKIPIÐ á leið inn í brimgarðinn við ströndina en það gat farið jafnt yfir sjó og land og í þessari ferð fór það alla leið upp að Bergþórsh voli. Myndir Sigurgeir jónasson. arma? Eins heíúr Ámi Johnsen ásamt fleiram lagt fram tillögu í þinginu um að kannaðir verði möguleikar á gerð feijuhafnar á Landeyjasandi. Hvort tveggja yrði bylting í sam- göngum í Vestmannaeyjum sem era mál númer eitt, tvö og þrjú til eflingar byggðar í Eyjum. Hvoragt þessara mála nær fram að ganga nema með samstöðu heimamanna og pólitískum vilja. Loftpúðaskip sem flytur bæði farþega og bfla virðist vera fýsilegur kostur þegar til skemmri tíma er litið. Að því gætu komið bæjarstjóm, aðilar í ferðaþjónustu, Herjólfur hf., Flug- félag Vestmannaeyja og hugsanlega félög eins og Samskip og eða Eim- skip, Flugfélag Islands og olíufélögin. Feijuhöfn er ljarlægara markmið en einskis má láta freistað tíl að hún verði að veraleika því ferjur eiga að sigla stystu leið en ekki 40 mflur meðfram strönd eins og Herjólfur gerir. Vestmannaeyingar sýndu mikla samstöðu þegar daglegar ferðir milli lands og Eyja urðu staðreynd og hún er skilyrði fyrir bótum í samgöngum Eyjamanna í dag. Ætli menn sér að fá hingað loftpúðaskip sem getur flutt bfla og farþega þarf slíka samstöðu. Þá er ekki svo víst að ferðir upp á Bakka, sjóleiðina, séu svo langt undan. Oinar Garðarsson ritstjóri. BÆJARSTJÓRN og alþingismenn við loftpúðaskipið. F.v. Jóhann Björnsson, Sigurgeir Kristjánsson, Garðar Sigurðsson, Sigurður Stefánsson, Magnús H. Magnússon, Guðlaugur Gíslason, Jón f. Sigurðsson hafnsögumaður, Martin Tómasson og Gísli Gíslason. LOFTPÚÐASKIPIÐ tók ekki bfla en sæti voru fyrir 20 til 30 manns.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.