Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 13.02.2003, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 13.02.2003, Blaðsíða 6
6 Frcttir Fimmtudagur 13. febrúar 2003 Eyverjar: Vegtenging besti kosturinn Andrés Sigmundsson, formaður bæjarráðs, skrifar: Nauðsynlegt að kortleggja stöðu og möguleika í atvinnumálum Vestmannaeyja Eyverjar, félag ungra sjálfstæðis- nranna í Vestmannaeyjum, skorar á samgönguyfirvöld að veita fjármagni til rannsókna á möguleika á vegtengingu milli lands og Eyja. Þetta var samþykkt á fundi félagsins fyrir skömmu, í greinargerð segir: „Það er mat Eyverja að skynsamlegt sé að setja ákveðin tímamörk fyrir næsta stórátak í bættum samgöngum milli lands og Eyja, sem nú þegar er orðið mjög brýnt. Það er hverjum manni ljóst að mikilvægt er að nú þegarþarfað fjölga ferðum Herjólfs á inestu álagstímabilum, ljúka lagningu bundins slitlags á miðkafla vegarins milli Bakkaflugvallar og þjóðvegar 1 og bæta flugstöðvaraðstöðu á Bakka- fiugvelli eins og þegar hefur verið ákveðið í samgönguáætlun. Framtíðarsýn Þessi brýnu verkefni eru þó ekki hluti af framtíðarsýn Vestmannaeyinga hvað samgöngur varðar, heldur nauð- synlegar samtímaframkvæmdir. Næsta stórátak mun snúast um bygg- ingu nýs Herjólfs, um ferjuaðstöðu á Bakkafjöru eða gerð jarðganga annaðhvort frá Hánni að Seljalands- fossi eða Hánni að Krossi í Land- eyjum. Fyrir skömmu voru samþykkt- ar þingsályktanir á Alþingi varðandi könnun og undirbúning á vegtengingu milli lands og Eyja og könnun á byggingu ferjuaðstöðu á Bakkafjöru þar sem mun minna skip en núverandi Herjólfur gæti siglt margar ferðir á dag með farþega, bfia og gáma. I samþykktum Alþingis liggur fyrir að með vel skipulögðum rannsóknum er unnt að Ijúka þeim á þremur árum bæði hvað varðar vegtengingu og ferjuaðstöðu. Hluta af þessu er þegar búið að kanna með jákvæðri útkomu þannig að skynsamlegur viðmiðunar- tími fyrir ákvörðun að næsta stórátaki er 2 til 3 ár. Rannsóknatíminn hefur verið staðfestur opinberlega af hálfu sérfræðinga Vegagerðarinnar og Siglingastofnunar. Þar hefur komið fram að á þessum 2 til 3 árum sé eðlilegt að ljúka úttekt á möguleikum í gerð og smíði nýs Herjólfs, ljúka mælingum og könnun á möguleikum ferjuaðstöðu við Bakkafjöru, sem sérf'ræðingar Siglingamálastofnunar telja metnaðarfyllsta verkefnið sem Siglingastofnun hefur fengið, og ljúka öðrum þætti rannsókna varðandi vegtengingu milli lands og Eyja. I samþykktum beggja tillagnanna, sem Ami Johnsen þáverandi alþingis- maður lagði fram, var gert ráð fyrir Ijármagni til rannsókna og það bein- línis tilgreint. Formlegar samþykktir liggja því fyrir og rannsóknavinna er halin bæði við vegtengingu á vegum Vegagerðar og ferjuaðstöðu á vegum Siglingastofnunar. Að lokinni mark- vissri vinnu, innan þriggja ára, er bæði skynsamlegt og spennandi að taka afstöðu til valkostanna þriggja. Niðurstöður fyrstu rannsókna á jarðgöngum Ljóst er að niðurstaða fyrstu rann- sókna Vegagerðarinnar er sú að unnt sé að gera jarðgöng milli lands og Eyja. Næsti þáttur rannsóknarinnar er að kanna áhættuþætti en umfang þeirra ræður öllu um kostnað við gerð slíks mannvirkis og gæti munað allt að helmingi frá kostnaði með öllum áhættuþáttum opnum og til lágmarks áhættuþátta. Fyrstu athuganir benda til að þama sé um að ræða kostnað frá I I milljörðum kr. til 22 milljarða króna, allt eftir mati á áhættuþáttum. Sé miðað við gerð jarðganga undir Hvalfjörð, gerð nýjustu jarðganga í Færeyjum og horft til verulega lækk- andi kostnaðar við hvern km í jarðgöngum þá bendir fiest til þess að jarðgöng milli lands og Eyja verði sjálfbær eins og Hvalfjarðargöngin eru. Eins og alkunna er greiddi ríkis- sjóður ekki krónu í sjálf Hval- fjarðargöngin, en mun eiga þau þegar erlendu íjárfestamir em búnir að fá sitt til baka, væntanlega 18 amm eftir að göngin voru opnuð. I þingsálykt- unartillögu Arna Johnsen var gengið út frá því að göng milli lands og Eyja væm fjármögnuð á sama hátt en jafnvirði þess sem mun fara í endurnýjun og rekstur Herjólfs á ca. 25 til 30 ára tímabili yrði framlag ríkisins en með því væri verið að tryggja mikla hagræðingu og spamað fyrir ríkissjóð. Ætla má að endurnýjun og rekstur Herjólfs á 15 ára fresti kosti um 6-7 milljarða króna. Kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar á jarðgöngum milli lands og Eyja er um 22 milljarðar frá Eyjum að Krossi með öllum áhættu- þáttum og óvissuþáttum en raunhæft er að ætla að þessi tala geti lækkað um 25 til 50%, ekki síst með tilliti til örrar þróunar í jarðgangagerð sem fyrr getur. Til að mynda kostaði hver km í Hvalfjarðargöngum um 900 millj. kr. en innan við 300 milljónir f nýjustu göngum Færeyja. Kostnaðartölur við gerð jarðganga milli lands og Eyja ættu því síður en svo að vaxa mönnum í augum þegar alls er gætt og kosturinn verður að teljast gífurlega spennandi og yrði án vafa mestu samgöngubætur sem um getur í sögu samgangna á Islandi. Niðurstöður fyrstu rannsókna á ferjuaðstöðu við Bakkaijöru Engar niðurstöður liggja fyrir í rann- sóknum Siglingastofnunar á gerð ferjuaðstöðu við Bakkafjöru eða í nágrenni hennar. Mælingar eru þó hafnar og þeim þarf að fylgja fast eftir, sérstaklega þar sem raunhæft er að ætla þessum þremur valkostum, sem fyrr er getið um, sama undirbún- ingstíma í rannsóknum og könnun raunhæfra möguleika. Fyrstu mæling- ar við Landeyjasand virðast lofa góðu. Flest bendir til að ákveðin hlið kunni að vera við sandinn á gömlum þekktum útróðrastöðum frá Land- eyjasandi, svipað og er við innsigl- inguna í Homafjarðarós þar sem hliðið er ávallt opið inn í ósinn þótt sandurinn sé á fieygiferð eftir veðri og straumum beggja vegna hliðsins. Heyrst hefur að það þurfi mun lengri tíma en þrjú ár til að gera raunhæfa könnun á Landeyjasandi fyrir ferjuaðstöðu, en það hljóta að vera sjónarmið úrtölumanna, því sér- fræðingar Siglingastofnunar sam- þykktu fyrmefnda þingsályktunartil- lögu sem Alþingi samþykkti og miðaði við 3 ár í rannsóknir. Könnun á eðlilegri endurnýjun Herjólfs og könnun á byggingu ferjuaðstöðu á Bakkafjöru er sjálf- gefin, fyrst og fremst á hendi hins opinbera, en með Hvalfjarðargöng sem fyrirmynd og stofnun Spalar á sínum tíma kann undirbúningsvinna fyrir gerð jarðganga milli lands og Eyja að vera með öðrum hætti, félagsstofnun af hálfú heimamanna og fastalandsmanna. Vegtenging er besti kosturinn Það er skoðun Eyverja að ekkert taki vegtengingu fram í þeim möguleikum sem kanna ber til hlítar. Með vegtengingu er ekki einungis verið að taka á þeim vandamálum sem hafa skapast í kringum samgöngur lil Eyja heldur mundu slíkar framkvæmdir styrkja atvinnulíf í Eyjum og á Suðurlandi öllu þar sem til yrði stórt markaðssvæði við tenginguna. Þvf er það mat Eyverja að leggja beri meiri áherslu á að skoða af alvöru þann möguleika sem vegtengingin er þrátt fyrir að áfram verði unnið að því að brúa á annan hátt þann tíma sem það tekur að koma slíku verki í fram- kvæmd. Öll sú vinna og umljöllun sem farið hefur fram að undanfömu um sam- göngur milli lands og Eyja er af hinu góða og mun vonandi skila sér í auknum skilningi samgönguyfirvalda á nauðsyn þess að þær þurfi að bæta. Samgönguyfirvöldum ber skylda til að halda af fullum krafti og með jákvæðum huga áfram vinnu við rannsóknir og kannanir á þeim mögu- leika sem vegtengingin er. Stofnun félags um vegtengingu niilli lands og Eyja Eyverjar munu á næstunni beita sér fyrir því að stofnað verði félag sem mun fylgja á eftir og safna saman þeim upplýsingum sem til eru og munu verða til um vegtengingu milli lands og Eyja. Félag þetta mun einnig hafa það að markmiði að fylgja því eftir að samgönguyfirvöld sinni þeirri skyldu sinni að halda áfram vinnu við rannsóknir og kannanir. Félagið mun vinna með hagsmunaaðilum eins og Hitaveitu Suðumesja, bæjaryfirvöld- um, ferðamálayfirvöldum, flutninga- lyrirtækjum, almenningi o.fl. Félagið mun hafa framtak Spalar, sem stóð að göngum undir Hvalfjörð, sem fyrir- mynd. Það er von Eyverja og trú að nú hilli undir framsækna og metnaðarfulla framtíðarsýn hvað varðar samgöngur við Vestmannaeyjar. Mikilvægt er að einskis verði þar látið ófreistað hvað varðar þá möguleika sem felast í vegtengingu. Hagsmunaaðilar og þeir sem fara með hagsmunagæslu (þing- menn og aðrir) hljóta að snúa bökum saman og vinna að þessu brýna máli með framtíðarlausn í huga.“ Eyverjar I síðustu viku átti ég fund með iðnaðar- og við- skiptaráðherra sem jafnframt fer með byggðamál í ríkisstjóm. Fundinn sátu einnig aðilar er tengjast uppbyggingu atvinnulífs á landsbyggðinni. Eg ræddi vandamál atvinnulífsins hér, atvinnuleysið og horfumar fram- undan. Okkur bar saman um, að átaksverkefni o.fi. væru einungis aðgerðir til skamms tíma. Nauðsyn bæri til að kortleggja stöðuna og möguleika í atvinnumálum er við höfum í Vestmannaeyjum. Þeir em sannanlega fyrir hendi. Það er úr- lausnarefni heimantanna og okkar að koma fram með tillögur til úrbóta. I beinu framhaldi af þessum fundi setti ég fram tillögu til að koma vinnu af stað sem mætti verða til að efia atvinnulífið og nýsköpun hér. Málið var síðan rætt innan meirihlutans og eftirfarandi tillaga lögð fram: „Bæjarráð samþykkir að þegar í stað verði hafin markviss vinna að því að leita tækifæra fyrir atvinnulíf í Vestmannaeyjum. Bæjarráð mun skipa stýrihóp um aðgerðir til eflingar atvinnulífi í Vest- mannaeyjum, og mun bæjarráð leiða þá vinnu með hópnum. í hópnum verða fulltrúar verkalýðsfélaga, at- vinnurekenda, Rannsóknasetursins, fjármálafyrirtækja og Framhalds- skólans. Hópurinn leiti eftir samstarfi við sem flesta aðila, s.s. Byggðastofnun, Vinnumálastofnun, Nýsköpunarmið- stöð, Iðntæknistofnun. Impru, Há- skóla íslands, Háskólann á Akureyri, Háskóla Reykjavíkur, Bifröst, Samtök í ferðaþjónustu, samgöngufyrirtæki og fleiri. Hópurinn fái einnig það verkefni að benda á tækifæri til ný- sköpunar fyrir atvinnulíf í Vest- mannaeyjum. Hér er einungis um fyrsta skref að ræða í þá átt að efla atvinnulífið og kanna möguleikana á nýsköpun. Atvinnumálin eru mikið alvörumál. Því er það von mín að vel takist til svo við getum í sameiningu hafið nýtt framfaraskeið í Vestmannaeyjum. Ég legg áherslu á að slrkt gerist ekki af sjálfu sér heldur með vinnu og samstöðu allra þeirra er málið varðar. Við getum ráðið miklu um framtíðina hér. Leitað verðí einnig til brottfluttra Vestmannaeyinga s.s. námsmanna og þeirra sem haslað hafa sér völl í atvinnulífinu. Leitað verði eftir ráðningu starfs- manns fyrir hópinn með stuðningi Vinnumálastofnunar/Byggðastofnun- ar. Tillögum hópsins um möguleika og aðgerðir verði skilað íyrir I. maí nk. Andrés Sigmundsson. Guðjón Hjörleifsson”. Hér er einungis um fyrsta skref að ræða í þá átt að efla atvinnulífið og kanna möguleikana á nýsköpun. Atvinnumálin eru mikið alvörumál. Því er það von mín að vel takist til svo við getum í sameiningu hafið nýtt framfaraskeið í Vestmannaeyjum. Eg legg áherslu á að slíkt gerist ekki af sjálfu sér heldur með vinnu og sam- stöðu allra þeirra er málið varðar. Við getum ráðið miklu um framtíðina hér. Andrés Sigmundssonfonn. bœjarráðs. p.s. Áhugafólk um eflingu atvinnulífs í Eyjum, hafið eiulilega samband. a.s@sinmet.is. 897 7523. Qddur Júlíusson skrifar: Qpldui Ah yggjur af atvinnuleysi Atvinnuleysi hefur stóraukist og veldur að vonum áhyggjum. Á bak við tölur um atvinnulausa eru ein-staklingar og fjölskyldur í vanda, fólk sem vill vinna fyrir sér og sínum en fær ekki störf. Eg slæ því föstu að atvinnuleysi sé meira en opinberar tölur gefa til kynna. Margir draga að láta skrá sig án vinnu. Baráttuhópur gegn atvinnuleysi hefur bent á þau sálrænu og félagslegu vandamál sem fylgja atvinnuleysi. Jafnframt hel'ur þessi hópur bent á þau kostnaðarsömu heilbrigðisvandamál og vanhæfara samfélag sem atvinnuleysi fylgja. Ég skora á lækna, sálfræðinga og presta að taka þátt í umræðu um þennan þátt mála og allan almenning til að tjá sig um málið í heild. „Verkefnin í Eyjum eru ærin hvert sem litið er og fyllilega réttlætanlegt að bæjarsjóður fjárfesti í atvinnu fyrir alla meðan kreppir að á vinnumarkaði," segjum við í baráttuhóp gegn atvinnuleysi. Hér er róttæk hugmynd fram sett og erindi þessara skrifa er að kalla eftir viðbrögðum verkalýðs-hreyfingar og framboða sem eiga menn í bæjarstjóm. Ég óska eftir ykkar viðbrögðum við róttækri hugmynd. Kveð að sinni.Oddur Björgvin Baráttuhóp gegn atvinnuleysi.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.