Frúin - 01.03.1963, Síða 3

Frúin - 01.03.1963, Síða 3
FRÍIN 2. ÁRG. MARZ 1963 3. TBL. TIL LESENDA „Frúin" vill þakka þeim fjölmörgu konum, sem sent liafa henni hlýjar kveðjur og hvatningarorð. Vonir þær, sem útg. þessa blaðs gerðu sér um þær viðtökur, sem gott kvennablað myndi fá hjá íslenzkum konum, hafa fyllilega rætzt. —- Iiins vegar hafa þær lagt þá skyldu á lierðar útg. að gera þetta blað sem bezt úr garði. í upphafi var tekið fram, að þetta væri tilraun til útgáfu á góðu kvennablaði og var þá átt við að blaðið yrði sambærilegt við vönduð erlend kvennablöð, sem gefin eru út í stórum upp- lögum. Efnislega ætti það að vera hægt, ef konur koma sjálfar lil móts við blaðið í útvegun íslenzks efnis. Hins vegar er ekki grund- völlur fyrir jafn stór blöð hér á landi og annars staðar, vegna fólks- fæðar. Ætlun útgefenda „Frúarinnar“ er þó sú að stækka blaðið og lilprenta það i framtíðinni. Til þess þarf kaupendahópurinn að verða stór, þar sem ætlunin er að stilla áwallt verði þess i hóf en treysta á vinsældir og lcaupendaf jölda. Eins og er mun blaðið vera einna ódýrast allra íslenzkra blaða miðað við stærð, efni og mynda- kost. Verðið, kr. 15.00 á mánuði burðargjaldsfritt, lxrekkur lwergi nærri fyrir útgáfukostnaði, nema að upplagið sé mjög stórt. Fyrir því viljum vér vinsamlegast beina þeim tilmælum til velunnara blaðsins og þeirra, sem kynnu að óska þess, að hér yrði gefið út vandað kvennablað, sem jafnframt því að vera fróðlegt og skemmtilegt, hefði bókmenntalegt gildi, að taka vinsamlega á- skrifendasöfnun þeirri, sem nú fer fram. „Frúin" hefur ekkert við að styðjast nema konurnar sjálfar og framtíð hennar er algjörlega í þeirra höndum. Huldur. Djúpt í hafi í höll af rafi Huldur býr, bjart er trafið, blæjan skír; oft í logni á ljósu sogni langspilið ‘hún knýr, sindrar silfurvír. Grímur Thomsen Efnisyfirlit: Efnisyfirlit: BIs Til lesenda 3 Björn Þorsteinsson sagnfr.: Ólöf Loftsdóttir hin ríka og samtíð hennar 4 Viðtal við Guðrúnu frá Lundi 8 Konan með andlitin Jjrjú 10 Kristín Sigfúsdóttir: Ein hugleiðing um ástina 14 Roði og fagurt hár 18 Læknisþáttur: Menstruation-menopause 19 Svipmyndir úr tízkuheiminum 20 Dansinn um ástina 22 Hvað segir Ibsen um áfengið? 25 Hamingja og kóróna 26 Singapore, smásaga 28 Tízka 30 Handavinna 32 I tómstundum 34 Evgenia, síðasta keisaradrottn- ing Frakklands 34 Matur er mannsins megin, Sparnaðarréttir 36 Var Mona Lisa karl eða kona? 40 Matthías Jocliumsson: Móðir mín 42 Helga Kolbeinsdóttir: Undarlegir atburðir á Kjal- arnesi. 43 Bréf og umsagnir 44 Hvíld og afslöppun 45 ? og svar 45 Líkamsrækt 46 íslenzki iðnaðurinn 47 Verðlaunagetraun 10.000 kr. teppi 47 Frá „Frúnni“ til frúarinnar 48 Vegir hins vitra 48 Krossgáta 49 Lausn á krossgátum 50 ----------------------------------I FRÚIN 3

x

Frúin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.