Frúin - 01.03.1963, Síða 6
á því bera eða hafa það í hámæli. Það
hafði áður varðað jafnvel við lög.
Ástarjátning gat kostað dauðarefs-
ingu. „Ef maður yrkir mansöng um
konu, og varðar það skóggang",
stendur í Grágás, — lögbók Gunnars
á Hlíðarenda og Guðrúnar Ósvífurs-
dóttur. Það er ekki ofsögum sagt af
ofdirfsku íslenzkra skálda í þá daga.
Þegar skáldskapur var ein helzta út-
flutningsvara íslendinga, þá var sá
atvinnuvegur ofsóttur með furðulegri
refsilöggjöf. Hálf vísa gat kostað
menn lífið að lögum. — Það voru
skáldastyrkir og útflutningsuppbæt-
ur Ijóðasmiða á dögum Egils og
Snorra og annarra heimsfrægra
skálda íslenzkra. — En nú var öldin
önnur.
3. Jómfrúin gleður menn
allar stundir.
Þegar Ólöf ríka er í heiminn bor-
in, þrútna menn og springa af ástar-
harmi einum saman, því að oftast
voru einhverjir meinbugir á ráði
elskendanna.
Tristran snerist til veggjar,
svo hart hann stakk:
heyra mátti mílur þrjár
hans hjarta sprakk.
íslendingar höfðu loks kynnzt
hinni einu, sönnu, eilífu ást, sem nær
út yfir gröf og dauða; — og elskend-
urnir fá stundum að hvíla hlið við
hlið í gröfinni, þótt þeim hafi verið
meinuð svo náin sambúð í lifenda
lífi.
Hún gekk sig að steininum,
þar Knútur undir lá.
Þegar hún hafði minnzt þar við,
þá lá hún þar dauð hjá.
Þar var meiri harmur
en þar var gaman,
bæði fóru þau ungu hjón
í eina steinþró saman.
— Hvað syrgir þú, liljan, svo
sáran?
En allt var gert til þess að stía þeim
Tristran og ísodd sundur lifandi og
dauðum.
Til orða tók hún svarta ísodd,
hún sór við trú:
„Þið skuluð ekki njótast dauð,
megi eg nú“.
Ausin voru þau moldinni
fljótt og ótt.
Sínu megin kirkjunnar
lá þá hvort.
Runnu upp af leiðum þeirra
lundar tveir,
upp af miðri kirkjunni
mættust þeir.
— Þeim var ekki skapað nema
að skilja.
Höfðingi á dögum Lofts ríka.
6
FRÚIN