Frúin - 01.03.1963, Page 11

Frúin - 01.03.1963, Page 11
Læknarnir ræddu einnig við Ralph, sem skýrði þeim svo frá, að Eve — sem var annars róleg, skynsöm og hlédræg — hefði tekið hokkrum breytingum upp á síðkastið. Hvað eft- ir annað hefði hún auðsýnt frekju og ósvífni í framkomu, að því er hann sagði. En læknarnir lögðu þó ekki sérstakan trúnað á ummæli hans. Þeir áttu erfitt með að hugsa sér, að þessi rólega kona, Eve White, gæti auðsýnt ósvífni og frekju. Hún kom hvað eftir annað til at- hugunar hjá þeim, en læknarnir urðu ekki varir við nein merki sálarlegrar Jane hefir fundið ástina og hún er mjög þakklát, því að Earl elskar hana nægilega heitt til að bíða og sjá . . . Getur margskonar persónuleiki búið í sálu konu? Getur hún bókstaflega haft hamskipti af þeim sökum? Getur hún tal- að tungum — gengið með breyttu göngulagi — haft gerólíkar skoðanir? Getur ein verið hugljúf og heiðvirð, önnur léttúðug og drykkfelld? Geta margar, ólíkar sálir búið í sama líkama og barizt um yfirráð yfir honum? Lesið svörin í þessari merki- legu grein, sem byggð er á rannsóknum tveggja bandarískra lækna, er skyggndust inn í duldustu afkima mannssálarinnar og h,raus hugur við því, er þeir komust þá í kynni við. rísku læknar, Corbett H. Thigpen og Hervey M. Cleckley, hina sérkenni- legu lýsingu sína á merkilegasta dæmi sálklofa, sem menn hafa enn kynnzt. Það er frásögn af Eve White — konunni með andlitin þrjú — sem bjó ekki aðeins yfir einum persónu- leika heldur tveim að auki, sem voru gerólíkir hinu rétta sjálfi hennar, — það er að segja þeirri manneskju, sem vinir hennar og kunningjar þekktu. Þetta er hin hörmulega frá- sögn af konu, sem klofnaði í mis- munandi persónuleika gegn vilja sín- um, svo að hún hegðaði sér stund- um þveröfugt við það, sem hún hefði gert, ef allt hefði verið með felldu. Hún heitir Eve White, en hún h'ef- ur einnig verið þekkt undir nafninu Eve Black og Jane. Sagt hefur verið frá hinni furðulegu ævi hennar í Bandaríkjunum, þar sem hún býr nú undir nýju nafni — og sem enn önn- ur kona en áður. Þegar hún leitaði fyrst til lækn- anna, kvaðst hún haft gifzt ungum manni, Ralph White að nafni, sex árum áður. Hjúskapur þeirra var ekki sérlega ástríkur .... og upp á síðkastið hafði þó vont versnað, því að Ralph vildi ala dóttur þeirra, Bonnie, upp í kaþólskum sið, en Eve vildi, að hún yrði alin upp í mót- mælendatrú. truflunar í fari hennar .... Fortíð hennar var athuguð, en ekkert fannst í sambandi við æsku hennar eða ung- lingsár, sem gefið gæti skýringu á sífelldum höfuðkvölum hennar. Hún sagði, að hún missti stundum minnið stutta stund, en þegar hún athugaði þetta til botns, væri hún ekki viss um, að um minnisleysi væri raun- verulega að ræða. Þannig leið næstum ár til enda, og þá fengu læknarnir einkennilegt bréf frá frú White. Upphafið var al- veg eðlilegt. Hún skýrði frá líðan sinni. Lífið var aftur eðlilegt, að því undanskildu, að hún fékk höfuðverk við og við. En læknunum brá, er þeir lásu endi bréfsins. Það var eins og önnur kona héldi á pennanum — orðavalið var gerbreytt — og rithönd- in var ekki eins og hjá Eve White. Hún gat ekki gefið neinar skýr- ingar á bréfinu, þegar læknarnir gengu á hana. Grát setti skyndilega að henni, og hún viðurkenndi, að hún heyrði stundum „raddir“, og nú var hún hrædd um, að hún mundi lenda í geðveikrahæli. Hún sagði ennfrem- ur frá því, að maður hennar hefði einu sinni fundið dýra og djarflega kjóla 1 klæðaskáp hennar, — og hún hefði ekki getað gefið skýringu á því, hvernig þeir voru komnir þar. Ralph hafði orðið mjög æstur við þetta og trúði ekki orði af því, sem hún sagði. Læknarnir sefuðu hana. Engin ástæða væri til að setja hana í vit- firringahæli, og Eve fór aftur að tala um þessi einkennilegu atvik í sam- bandi við kjólana. Hún vissi ekki, hvernig þeir höfðu lent í klæðaskápn- um hennar, og henni þótti leitt, að maðurinn hennar skyldi ekki trúa því, að hún hefði ekki keypt þá. Allt í einu þagnaði hún. Hún sat alveg hreyfingarlaus í fáeinar mín- útur, og það var eins og þokuhula færðist yfir hugsandi augu hennar. Hún lokaði augunum og greip um FRÚIN 11

x

Frúin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.