Frúin - 01.03.1963, Síða 17
af eigin reynslu. Ef ég hefði ekki
verið gift og átt börn, hefði ég getað
varið mínum tíma á annan hátt, t. d.
til rannsóknarstarfa.
— Hvernig finnst yður að eiga
samstarf með íslendingum?
— Það er oft ágætt. Mér finnst ís-
lendingar hafa þann skemmtilega
eiginleika, að vera „individualistar“,
þótt það geti í sumum tilfellum ver-
ið erfitt fyrir yfirmenn. Þjónslund er
yfirleitt óþekkt fyrirbrigði hjá þjóð-
inni, en það þarf samt ekki að vera
neinn löstur á skapferli fólks.
— Þér hafið ferðazt mikið um land-
ið?
— Já, ég hef komið í allar sýslur
landsins og ferðast talsvert um ó-
byggðir. Ég gekk fljótlega í Ferða-
félag íslands, sem er ágætur félags-
skapur og satt að segja hef ég lært
mikla ferðamenningu af því félagi,
til dæmis, að búa sig skynsamlega í
ferðalög og útbúa viðeigandi nesti
og margt fleira. Ég hef gengið yfir
Ódáðahraun, einnig yfir Skeiðarár-
jökul og ríðandi hef ég farið frá
Hornafirði að Kirkjubæjarklaustri.
Ég hef farið yfir Breiðarmerkurjökul
og yfirleitt um flest öræfi hér, já ég
hef farið gangandi og ríðandi um
Hornstrandir og inn ísafjarðardjúp.
Eitt það skemmtilegasta, sem ég
geri er að ferðast um ísland. Landið
er bæði fagurt og sérkennilegt. Ann-
ars er ég mikið hætt að ferðast. Með-
an ég var yngri dró það mikið úr
ferðalögum mínum hérlendis, hve
oft ég þurfti að fara í siglingar til
annarra landa, varðandi starfið. Nú
fer ég langtum sjaldnar í siglingar,
læt aðra veðurfræðinga fara yfirleitt.
Að vísu stendur til að ég fari nú eft-
ir tvær. vikur á allsherjarráðstefnu
veðurfræðinga í Genf.
— En nú þegar þér eruð að láta af
störfum, hafið þér hugsað yður að
dveljast áfram á íslandi?
— Ég hef sannarlega ekki hugsað
mér að flytjast af landi brott. Ég er
orðin íslendingur fyrir löngu. Ég
ætla að heimsækja dóttur mína, sem
búsett er í Ameríku og dveljast ef
til vill einhvern tíma hjá henni.
— En ekki látið þér af embætti
sökum aldurs?
— Nei, það geri ég ekki. En ég vil
ekki hanga í embætti, eftir að ég er
farin að þreytast. Þá er betra að aðr-
ir yngri taki við, því þeirra er fram-
tíðin. Nýi veðurstofustjórinn fær um
margt að hugsa, hver sem hann verð-
ur, og ég vona að honum takist vel
að leysa úr þeim vandamálum, sem
hans bíða.
Að lokum sagði frú Teresía: Ég
vona aðeins að ég kalki ekki, þótt ég
hætti svona fljótt starfi, því myndi
ég kvíða fyrir. En, bætti hún við,
brosandi: ég vona þá að ég verði
ekki vör við það og verði sæl í minni
trú um andlegt heilbrigði.
Blaðið vill bæta því við, að þess
eru engin sýnileg merki, að frú Ter-
esía haldi ekki óskertum kröftum
sínum til líkama og sálar á næstu
árum, en hún er spaugsöm og létt í
tali um sjálfa sig. Hún hefur helgað
íslandi starfskrafta sína og reynst
því nýtur þjóðfélagsþegn í öllum
skilningi. Það þökkum við henni fyr-
ir af alhug og óskum henni góðs í
framtíðinni. — M. Th.
FRÚIN
17