Frúin - 01.03.1963, Side 18

Frúin - 01.03.1963, Side 18
Hversvegna skipta karlar litum — og konur? Hvers vegna eru Evrópu- menn hárprúðari en til dæmis íbúar hitabeltisins? Hvers vegna fann nátt- úran eiginlega upp á því að láta mönnum vaxa skegg? Þessar og þvílíkar hugleiðingar leita á menn og hafa verið teknar til athugunar vegna þess, að fyrir nokkru voru liðin 100 ár frá því að Darwin sendi frá sér bók sína um „Uppruna tegundanna“ — Origin of the Species. Allskonar þróunarkenn- ingum hefur verið kollvarpað upp á síðkastið, og þau atriði, sem hér verð- ur á drepið, voru rædd á skemmti- legan hátt af dr. C. B. Goodhart á fundi í Vísindaframfarafélaginu brezka eða „British Association for the Advancement of Science“. ÞEGAR ÞEIR REKA ÚT ÚR SÉR TUNGUNA. Karldýr margra dýrategunda roðna þegar þau komast í stríðsham. Rauði liturinn er hjá þeim aðvörunarmerki fyrir aðra karla, hættumerki: Ef þið hverfið ekki á stundinni, þá skuluð þið svei mér —--------! Þannig hefur þetta vafalaust einnig verið hjá fyrstu verum, sem menn má kalla, og eru það leifar frá fornri tíð, að menn verða enn eldrauðir, er þeir reiðast. Karldýr af baviana- tagi, svo og aðrir karlapar, opna kjaft- inn og reka út úr sér tunguna, þeg- ar þeir reiðast .... og dr. Goodhart segir, að það séu aðeins leifar frá for- feðrum okkar í apahópi, þegar dreng- ir grípa til þess ráðs að reka út úr sér tunguna, ef þeim sinnast við ein- hvern. UM VARALIT OG UPPRUNA KOSSA. Eru konur þá einnig í vígahug, þeg- ar þær bregða litum? Nei, roði kvenn- anna er einskonar kynskart, æsandi kynprýði. Goodhart kemst skemmtilega að orði um þennan roða, er hann segir: „Eins og allir vita, sem reynt hafa að koma sér í mjúkinn hjá hinu fagra kyni, er roði hinnar ungu konu, þeg- ar elskandi hennar setur fram kröf- ur til hennar, ekki alltaf tákn þess, að hún óski þess, að hann falli frá kröfum sínum .... og roði hennar kælir heldur ekki óskir hans.“ Goodhart bætti því við, að þótt það OG FAGURT * Hafi lesandanum ekki fundizt þró- unarkenningin skemmtileg áður, hlýtur hann að komast á aðra skoðun, þegar hann les þessa fróð- legu grein um hugleiðingar dr. Goodharts. Annars fjalla þær um eins jarðneska hluti og ástir, kossa og stríð. sé takmörkum bundið, hversu mjög yngismeyjar geti roðnað, gætu þær notað vara- og vangalit til þess að varðveita nokkurn eggjandi roða, svo að karlmennirnir missi ekki áhug- ann .... Þegar rætt væri um rauðar meyjar- varir, hélt Goodhart áfram, kæmust menn ekki hjá því að ræða um kossa. Það fyrirbrigði fyndist þó aðeins hjá manninum meðal hinna æðri dýra. Þó smella sumir apar með vörunum, þegar þeir láta vel hver að öðrum. Goodhart er þeirrar skoðunar, að þeir varasmellir væru stig í þróuninni til mannlegra kossa. LOFTSLAG OG ROÐI. Eins og þegar hefur verið getið, er það skoðun Goodharts, að forfeð- ur vorir fyrir ævalöngu hafi skipt litum, þegar þeir voru í vígamóð. Hann telur, að það sé sönnun þess, að fyrstu raunverulegu karlmennirn- ir hafi átt heimkynni í tempruðu loftslagi og verið ljósir á hörund — því að hjá öðrum ber ekki á því, að mönnum hitni í hamsi og þá setji dreyrrauða. Síðar þokuðu menn sér til hlýrri svæða á hnettinum, segir Goodhart, þar sem litaraftið breyttist smám saman fyrir áhrif sólarljóssins. Good- hart telur samkvæmt þessu, að ljósir menn, svo sem Evrópumenn, standi nær forfeðrum sínum, er í trjánum bjuggu, en til dæmis hitabeltisbúar. Hann kemst að sömu aðstöðu, þegar hann athugar, hve mismunandi hár- prúðir menn eru. HVÍTIR MENN ERU LOÐNASTIR. Enginn kynþáttur í heimi hefur eins mikinn hárvöxt og apar, en for- sögumaðurinn hlýtur að hafa verið eins loðinn. Þá ályktun má m. a. draga af því, að á vissu stigi er mannsfóstrið vaxið fíngerðu hári. En hárvöxturinn er mjög takmark- aður hjá fullorðnum. Þó er hann mismunandi mikill hjá hinum ýmsu kynþáttum, og þar sem Evrópumenn eru loðnastir allra manna, hlýtur það að stafa af því, að þeir standi næst forfeðrum sínum í apaætt á þessu sviði. En hvers vegna láta menn sér vaxa skegg? Svörin við þessu eru að lík- indum eins mörg og einstaklingar af karlkyni, en dr. Goodhart fékk áheyr- endur sína til að skellihlæja, þegar hann sýndi með skemmtilegum mynd- um, að ekki er til svo skringilega vaninn skeggvöxtur, að eigi megi finna fyrirmynd hans hjá öpum! SKRAUT TIL SKELFINGAR. Skegg og annar hárvöxtur á höfði apa er til þess ætlaður, að skjóta öðrum öpum skelk í bringu, því að þeim mun meiri sem þessi hárvöxt- ur er, þeim mun betur veit keppi- nauturinn um hreysti viðkomandi apa. Margir frumstæðir kynþættir, sem geta ekki státað af skeggvexti eða hárvexti apa, skreyta sig með fjöðrum og öðru til að vera ægilegri ásýndum, þegar þeir fara í hernað. Þeir endurlífga þannig skelfingar- skraut fortíðarinnar. Goodhart sýndi einnig myndir af slíkum villimönnum, en benti jafn- framt á, að sams konar tilhneigingar yrði vart hjá Evrópumönnum, að því er snerti hár- og skeggsnyrtingu. Alls- konar fjaðraskraut á höttum her- manna og stórmenna er einnig sönn- un fyrir þessu, að dómi Goodharts — eða hvað finnst mönnum um bjarnarskinnshúfurnar sem ensku og dönsku lífverðirnir ganga með? 18 FRÚIN

x

Frúin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.