Frúin - 01.03.1963, Page 23
A LLIR kannast við hinn óviðjafn-
anlega José Greco, sena álitinn
er fremstur í sinni röð af öllum
dönsurum heims. José Greco kom
til Reykjavíkur með dansflokk sinn
í septembermánuði síðastliðnum, og
má með sanni segja, að hann kom,
sá og sigraði. Mestallt árið ferðast
José Greco með dansflokk sinn land
úr landi og heldur danssýningar.
Alls staðar er hann hin stóra stjarna
dansins, sem heillar og hrífur þegar
hann stígur dansinn um ástina.
Síðast þegar hann lagði Stokkhólm
fyrir fætur sér, náði blaðakonan
Britt Hamdi viðtali við hann, og seg-
ist henni svo frá:
Hann lætur bíða eftir sér í stund-
arfjórðung, áður en hann birtist eins
og konungur í hótelanddyrinu, og
minnti það áberandi á tignarlega
reisn hans, þegar hann tók á móti
hylli áhorfenda kvöldið áður. Fyrst
komu fordansararnir, síðan hópdans-
ararnir, þá kom dálítið hlé, mettað
spennu, og skyndilega birtist í
einu stökki inn á leiksviðið sjálfur
José Greco svartur á brún og brá,
ósvikinn Spánverji, kattliðugur, ó-
viðjafnanlegur og án alls efa ein-
valdur dansins!
Manni liggur við að hrópa „01é“
og klappa ósjálfrátt þegar hann
gengur inn í anddyrið. Sviðssetning-
in er fullkomin, — enda þótt klæð-
skeri hr. Grecos gæti margt lært af
kolleganum, sem saumar dansbún-
ingana. Klæðnaður hans minnir
helzt á kvikmyndaleikarann og dans-
arann George Raft, sem var upp á
sitt bezta í kringum 1930 (þykkir
axlapúðar — víðar buxnaskálmar).
Hamingjuóskum mínum yfir að hafa
sigrað hjörtu Stokkhólmsbúa kvöld-
inu áður, tekur hann með konung-
legri ró, virðist þó gjarnan vilja
heyra rætt meira um sigurinn, og
meðan ég tala, baðar hann við og
við höndunum og brosir af hógværð,
sem sannast að segja er dálítið bros-
leg, hún er svo ósannfærandi. Við
borðum saman hádegisverð, og milli
þess, sem hann þambar bjór (en af
honum verður hann að drekka 7 flösk-
ur á dag til þess að halda við vigt-
inni), segir hann:
„Ég játa, að mér hættir alltaf við,
að leika stjörnuhlutverk og haga
mér eins og dekruð stjarna, en ég
spyrni samt alltaf á móti því. Hér
fyrr var ég alveg niðurbrotinn mað-
ur, ef einhver úr flokknum fékk
meira lófaklapp en ég ...“
„Meinið þér, að nú gleðjist þér
yfir því, af því að nú lítið þér á dans-
sýninguna sem samvinnu flokksins?"
sagði ég hriíin yfir því að sjá þarna
dæmi þess, að maðurinn getur sigr-
azt á sjálfum sér.
„Gleðst! Eruð þér alveg gengin
af göflunum! Ég kvelst eins og hel-
sært dýr, en ég er þó búinn að gera
mér ljóst, af hvaða ástæðum það er.
José, segi ég við sjálfan mig, fólk
kemur til þess að sjá þig dansa, af
því að þú ert heimsfrægt nafn, en
það ætlast til og krefst þess, að þú
sért góður. Sú staðreynd, að nafnið
er frægt, gefur enga spennu. En ef
áhorfendur sjálfir uppgötva nýjan
hæfileikamann í stórum flokki, ó-
þekkt nafn, og lyfta honum, ef svo
mætti segja, og bera hann áleiðis til
frægðar með hrifningu sinni og hylli,
finnst þeim þeir hafa verið virkir
þátttakendur í sýningunni á annan
og óvenjulegri hátt. Það er ákaflega
mikil fullnæging í þessu fyrir áhorf-
endurna. Já, ég skil þá, og í raun-
inni er ég auðvitað þakklátur, því
að það var einmitt á einu slíku
kvöldi, rétt eftir stríðslokin, að þeir
uppgötvuðu mig. Ég hafði komið frá
Ameríku, en þar hafði ég í fleiri ár
dansað með La Argentinita. La Arg-
entinita var dáin, en systir hennar,
Pilar Lopez var orðin stjarna. Enn
sem komið var, var ég aðeins aðstoð-
ardansari. En þetta kvöld í Vevilli,
eftir að fyrsta dansi okkar var lokið,
lifði ég undrið.....óralöng þögn,
og svo brauzt út stormur, nei, hvirf-
ilvindur af lófaklappi, og svo nafnið
mitt, Greco ..., Greco ..., Greco ...
hrópað hvað eftir annað af áhorfend-
um, sem stóðu uppi á bekkjunum
og ætluðu aldrei að fást til þess að
hætta. Þetta kvöld var hamingju-
samasta kvöld, sem ég hafði lifað á
ævinni. Annars er „hamingjusamt“
hræðilega ófullnægjandi orð yfir
slka upplifun!“
Hann heldur áfram að segja mér
frá ævi sinni. Orðin koma út úr hon-
um snöggt og hratt, hann talar lit-
skrúðugt mál, en fyllist jafnan óþol-
inmæði, ef honum tekst ekki að
finna strax hið rétta orð til þess að
lýsa hugsun sinni með. Það var eins
og að hann talaði í takt við innri
taktstokk, ef svo mætti segja, í hár-
nákvæmum takt við smellina í
kastanjettunum, en þess á milli renna
upp úr honum orðin á hreimlausri
FRÚIN
23