Frúin - 01.03.1963, Blaðsíða 25

Frúin - 01.03.1963, Blaðsíða 25
Hvað segir Ibsen um áfengið? Ekki er það þýðingarlaust fyrir bindindismálið sem hann segir. Henrik Ibsen er vandlætingar- skáid, heimsádeiluskáld í orðsins fyllsta skilningi. Hann flettir ofan af öllum vömmum og skömmum þjóð- ar sinnar, rífur ofan af hinum and- styggilegustu meinsemdum er þjóð- félaginu standa fyrir þrifum og veikja og eitra kynslóð eftir kynslóð. í „Pétri Gaut“ sýnir Ibsen almenn- ustu þjóðarlesti Norðmanna, sem sé gorgeir og mikilmennsku hjá manni, sem ekkert veit og ekkert getur og er uppþembdur lítilmagni. Til þess að ennþá meira beri á þessum ókost- um, lætur hann Pétur vera drykkju- mann, hefur hann alltaf hálf fullan, og sýnir þar með, að þrátt fyrir hve mikill ræfill hann er, mundi hann fá stórkostlega hugmynd að ballett eftir gömlu, spænsku kvæði. Það fer hrifningarhrollur um mig, þegar ég heyrði orðin.“ Spurningunni um, hvað taki við þegar hann hætti að dansa, svarar hann á þá leið, að hann geti helzt ekki hugsað þá hugsun til enda. Það er líkast því að vera í paradís, og þurfa að búa sig undir að fara niður til jarðar! Henrik Ibsen. þó ekki vera hafður eins að leiksoppi, ef hann að jafnaði væri með réttu ráði. En Norðmenn drekka, og æsa þar með dramb sitt og gefa gorgeirn- um og heimskunni lausan tauminn og Pétur Gautur hlýtur að gera slíkt hið sama, annars væri hann ekki hin rétta háðmynd af þeim. (Norðmenn eru ekki einir um þetta.) I öðrum verkum Ibsens koma aft- ur og aftur fyrir menn, sem annað hvort hafa steypt sér í hið hryggi- legasta auðnuleysi blátt áfram fyr- ir drykkjuskap eða æst með drykkju- skapnum þá lesti, er hafa orðið þeim að fótakefli, þannig má benda á „Villiöndinni“, „Solnæs bygginga- meistari“ og „John Gabriel Borch- mann“. í „Víkingunum á Háloga- landi“ lætur Ibsen viðbjóðslegasta níðingsverk hljótast af illum og örf- andi áhrifum drykkjusamsætis. í „Brúðuheimilinu“ og „Aftur- göngum“, sem eru framhald hvort af öðru, kastar þó fyrst tólfunum. Þar sýnir Ibsen í fyrra ritinu, hvernig drykkjuskapur heimilisföðursins verður valdandi að hinum viðbjóðs- legustu löstum, er eitra heimilislífið og gera það að kalkaðri gröf, gylltu og glæsilegu að utan, en hið innra að heimili sorga og lasta, sem geng- ur glötun sinni í móti. í seinna ritinu sýnir hann fram á, hvernig syndir feðranna koma fram á börnunum, hvernig ættin stefnir til eyðilegg- ingar og smánar af völdum drykkju- skaparins, og hann hleypur ekki frá þessu hálfgerðu, nei, hann sannfærir menn um að þannig er það. Svo við sjáum að allir bindindispostular Nor- egs hafa tæplega haft jafndjúp og rótgróin áhrif sem Ibsen einn. Hann ristir djúpt í meinsemdir mannfélagsins — og lætur svo sárin standa opin, til þess að öllum gefist kostur á að sjá eitur þeirra og læra að þekkja það. Og honum ferst þetta jafnhönduglega, hvort sem hann gerir það með sárbeittu háði eða sorgleg- um dæmum. — g. — Nú bíð ég ekki lengur. — Nei, elskan, ég var ekkert farinn að bíða. FRÚIN 25

x

Frúin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.