Frúin - 01.03.1963, Page 32

Frúin - 01.03.1963, Page 32
Tchclfa Efni: Kretonne-efni, 40X11° cm> í fallegu rósóttu mynztri. Jafnstór stykki af einlitu kretonne eða lér- efti í fóður. Vatt. Pappastykki. Saumur: Sníðið 2 stykki úr kre- tonne-efninu, 25 cm á lengd og 36 cm á breidd, og 1 stykki 17 cm á lengd og 28 cm á breidd. Sníðið jafnmörg stykki (3) bæði úr fóð- urefninu og vattinu, en hafið vatt- stykkin 2 cm minni á hvorn veg en hin stykkin. Klippið öll kretonne- og fóður- stykkin í bogalögun, og er bezt að klippa fyrst lagið á tehettunni -út í pappír. Vattstykkin einnig klippt ávöl, og enn sem fyrr látin vera 2 cm minni en hin stykkin. Minni kre- tonne-stykkin eru klippt nákvæm- lega eftir vattstykkjunum og öll fjögur hornin á þeim höfð ávöl en ekki oddmjó. Úr pappa er klippt stykki jafnstórt vattstykkjunum. Leggið vattstykkin 3 hvert um sig ofan á hvert annað, og saumið kant- ana saman með stórum sporum. Botninn á tehettunni: Botnstykkin (ávöl) úr einlita og mynztraða kre- tonninu saumuð saman 1 cm frá kanti rétta á móti réttu, en ein hliðin þó ekki saumuð saman strax. Snúið yf- ir á réttuna, setjið pappastykkið inn í og þvínæst vattstykkið (á móti fóðurstykkinu), og saumið síðan vandlega fyrir opið. Fyrir pífurnar á tehettunni eru sniðnar 2 ræmur, 7 cm á breidd og eins langar og efnið er breitt. Ræmurnar lagðar saman og síðan brotnar í fellingar, þar til lengdin hæfir utan um hettuna. Hliðarstykki og samsvarandi fóður- stykki lagt með réttuna saman, píf- unni stungið inn á milli stykkjanna ca 1 cm, og saumuð föst við eftir kantinum. Hliðarstykkin ekki saum- uð saman að neðan, snúið við og vatt- stykkjunum síðan stungið inn á milli. Kanturinn að neðan brotinn inn um 1 cm og síðan saumaður sam- an í hendinni með smáum þéttum sp|orum. Báðar hliðar tehettunnar saumaðar við botninn að innan. I böndin eru klipptar 2 ræmur, 5 cm á breidd óg 45 cm langar, saumað- ar saman á röngunni, síðan snúið við. Annar endinn á böndunum saumaður í horn, en hinir endarnir festir innan við pífuna á miðri te- hettunni. Kjjnll á unga slúlku Saumið hann sem vorkjól úr ull- arefni, en sem sumarkjól úr poplin eða bómullarefni, og án kraga. Kjóllinn á meðfylgjandi mynd er saumaður úr þunnu tweedefni, blúss- an er hvít- og rauðköflótt, pilsið og kraginn einlitt rautt. Efni: 2 m köflótt efni 140 cm breitt, og 1% m einlitt efni. Renni- lás (að aftan, í sömu sídd og blúss- an). Krókapör og smellur. Klippið tvö stykki eftir sniðinu bæði af bakstykki blússunnar og pils- inu. en eitt af öllum hinum. Hafið 2 V2 cm sauma á stóru stykkjunum en helmingi grynnri sauma á þeim minni. Þegar framstykkið er sniðið, er efnið brotið í tvennt og klippt þannig. Miðlína framstykkisins lögð lóðrétt við brotið á efninu. Kraginn er skásniðinn úr efninu, og leggingar innan á hálsmál og handveg eftir punktalínunum á teikningunni. Saumur: Pilsið: Saumið CD við CD og reiknið með rúmum centi- metra í saum. Saumið faldinn að neð- an. Ath.: Takið vel eftir, að stykkið, 32 FRÚIN

x

Frúin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.