Frúin - 01.03.1963, Blaðsíða 33

Frúin - 01.03.1963, Blaðsíða 33
sem merkt er lokufelling á teikning- unni, er merkt með C í báðum efri hornunum og D í neðri hornunum, og CD á stykkinu fest við samsvar- andi D á pilsinu. Brjótið línuna CF á lokufellingunni eftir línunni CF á pilsinu og pressið fellinguna. Kraginn: Brjótið kragann í tvennt þannig, að A komi á móti B, og saumið saman endana. Blússan: Saumið brjóstlekin, axla- sauma og hliðarsauma. Leggið inn á armveginn. Leggið við hálsmálið og festið kragann á milli leggingar- ræmunnar (og blússunnar). Krag- inn er festur við með krókum. Saum- ið blússuna við pilsið og saumið rennilásinn í að aftan. Beltið: Þegar búið er að sauma beltið, er það 2y2 cm á breidd. Brjót- ið beltisstykkið í tvennt eftir lengd- inni, saumið það saman en hafið annan endann opinn. Snúið beltinu við og pressið það þannig, að saum- urinn liggi eftir miðju á röngunni. Ef betur þykir fara að hafa beltið þykkara, má leggja inn í það þykkt rifsband. Saumið fyrir opna endann. Reiknið með iy2—2 cm fyrir smell- um á beltisendunum. Slaufan er bú- in þannig til, að bæði slaufustykkin eru brotin saman og saumuð eins og beltið, en pressuð þannig, að saum- urinn liggi á efri kanti en ekki í miðju. Leggið styttri lengjuna ofan á þá lengri, og saumið efnisræmu utan um þær í miðju. Festið slauf- una við beltið. Ath. vel: Hver reitur í teikning- unni er 2% cm á hern veg. CF tákn- ar miðju á framstykki. CB er miðja á bakstykki. Merkja verður við línurnar á teikn. þar sem standa bókst. A-B, C-D, CF og CB. Nýjasta iivíí Irá Uandarikíuiium Undirpils-buxurnar undir samkvæm- iskjólinn. Þær sem myndin sýnir, eru úr þunnu rósóttu efni kantaðar meS tvöfaldri röð af hvítri blúndu. Silkibönd þrædd í götin á blúndunni og lítil silkislaufa á hvorri skálm. Þetta undirfat er nú fariS að fást í verzluniun hér heima, en ef þér haf- ið hug á að sauma þær sjálf, getið þér sniðið þær eftir sokkabuxum, haft skálmarnar víðari og í réttri sídd, — rétt ofan við hné. Þetta verð- ur áreiðanlega undirfatatízkan í sum- ar hjá ungu stúlkunum! Skemmtileg strákalnifa Stærð: 6—8 (10—12) ára. Efni: 100 g sportgarn, og 50 g í andstæðum lit. Mál: Höfuðvídd 50 (53) cm. Prjón- ar nr. 4. Prjónfesta: 24 lykkjur á kanti = 10 cm. Rendurnar eru prjónaðar á eftir- farandi hátt: 4 umferðir í andstæð- um lit, 6 umf. í grunnlit, 4 umf. í andst. lit. Fitjið upp 122 (130) lykkjur, og prjónið uppbrotið á húfunni 2 1. slétt- ar og 2 1. brugðnar. Þegar búið er að prjóna 20 (22) cm, er prjónuð rönd í andst. lit. Ath. vel, að ávallt er byrjað á röndunum á réttunni. Þegar búið er að prjóna 2 ljósar rend- ur, eru prjónaðar 4 umferðir, síðan byrjað að taka úr: ★ 2 sl. saman, 2 br. saman ★ Endurtekið frá ★ til ★ út umferðina, og endið hana á 2 sl. saman. Næsta umferð prjónuð til- baka án úrtöku. Næsti prjónn er prjónaður 2 saman sl. út alla um- ferðina, endað á 1 sl.. Næstu 2 um- ferðir prjónaðar á sama hátt. Síð- asta umferð með úrtöku endar á 1 sl. Síðasta umf. á röngunni prjónuð brugðið. Bandið slitið og dregið í gegnum lykkjuna og gengið vel frá henni. Húfan saumuð saman og kantur- inn að neðan brotinn hálfur inn á rönguna og saumaður þar við. Stór skúfur búinn til úr sama garni og notað er í rendurnar. FROlN 33

x

Frúin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.