Frúin - 01.03.1963, Qupperneq 34
I IfllllSllllldlBIII
Mynd úr mósaiksteinum.
Myndin (hér er það bátar) fyrst
teiknuð á teiknipappír í stórum,
skýrum dráttum. Þessi mynztur-
teikning er síðar teiknuð í gegn á
tréplötu.
Takið 10 mm spónplötu, 40X40
cm stóra, og málið hana svarta eða
dökkbláa, því að ljósir steinarnir
njóta sín betur á dökkum grunni.
Færið síðan útlínur mynztursins
greinilega yfir á plötuna og strjúk-
ið yfir einn og einn flöt í einu
með lími, t. d. UHU. Stráið stein-
unum yfir á fletina og þrýstið
þeim vel niður.
Þegar límið er þornað, hristið
þér lausu steinana af plötunni
og bætið steinum aftur í ef með
þarf. Að lokum er strokið yfir
myndina með glæru lakki til þess
að hlífa henni fyrir ryki.
EVGEHIIA
ái i
’Éaáta (eiáaradrottnina ddralliandí
Yeturinn 1847—48 hittust ungur
karl og kona í London í fyrsta
skipti. Hann var bróðursonur Napo-
leons mikla, og hét enda í höfuðið á
honum, en lifði sem flóttamaður og
nánast í sárri fátækt. Hún var af
spænskum ættum, en meðal forfeðra
hennar voru einnig tignar, skozkar
aðalsættir, svo og franskt blóð — og
hún hét Evgenia de Montijo, og var
dóttir spænsks greifa. Hún bjó á
ýmsum stöðum í Evrópu ásamt móð-
ur sinni, og vakti hvarvetna athygli.
Napoleon varð ástfanginn af henni
og bað hennar — en hlaut hryggbrot
— því að hin fagra ungfrú de Monti-
jo leit svo á, að hann gæti ekki boð-
ið henni nægan munað. Það kom þó
í ljós, er frá leið, að meira var í hann
spunnið en hún hafði gert ráð fyrir,
og þegar þau hittust aftur veturinn
1851—52 við hátíð eina mikla í Par-
ís, var hann orðinn — Frakkakeis-
ari!
Skyldi hún nú sjá eftir, að hún
34
FRÚIN