Frúin - 01.03.1963, Síða 40
Vat MONA LISA katl eía kcma?
Mona Lisa.
Það er sænskur listmálari og rithöf-
undur, að nafni Torberg Ottosdottir,
sem setur fram þessa athyglisverðu
kenningu.
Hún hefur gefið út rit, þar sem
hún færir fram rök sín fyrir því, að
konan með hið leyndardómsfulla
bros hafi í raun og veru verið karl-
maður! Fram að þessu — og við þá
skoðun munu flestir listelskendur
halda sig — hefur almennt verið
álitið, að það hafi verið eiginkona
Napolibúans Franceso del Giocondo,
sem sat fyrir myndinni.
Sögusögnin segir, að Leonardo da
Vinci hafi í Madonnu Lisu fundið
fyrirsætu, sem heillaði hann sökum
hins seiðmagnaða leyndardóms, sem
geislaði úr svip hennar. Hann vann
að því að mála hana mikinn hlut-
ann af fjórum árum, þ. e. frá 1503
—1506. og til þess að laða fram hið
leyndardómsfulla bros, lét hann
hljómlistarmenn leika rómantísk lög
bak við tjöldin meðan hann málaði.
En eftir því, sem ungfrú Ottos-
dottir segir, þá er þetta ekki annað
en sögusögn. Hún staðhæfir, að fyr-
irsætan hafi verið óþekktur, ungur
maður. Hún kollvarpar hefðbundn-
um sögum um Monu Lisu með því
að sýna fram á, hve sláandi líkur
svipurinn sé á andliti Monu Lisu og
málverkunum af Bakkusi, hinrym
heilaga Jóhannesi og Ledu.
Ekki er hægt að draga í efa, að
drættirnir í andlitunum á þessum
málverkum eru furðulíkir, og að
það er næstum fullkomlega sannfær-
andi, þegar myndirnar eru bornar
saman, að fyrirmyndin er ein og
sama persónan. Takið eftir sívalri
hökulínunini, viðkvæmnislegufrn
munninum, hinu langa, mjóa nefi og
djúpum augunum. Þessir drættr
einkenna andlitin á vínguðinum,
dýrlingnum og — Monu Lisu!
Ungfrú Ottosdottir minnir gagn-
rýnendurna á hina sterku tilhneig-
ingu da Vincis til sérvizku og stöð-
ugt nýjar tilraunir hans í listinni.
Hann teiknaði oft karlmannshöfuð
á kvenmannslíkama og öfugt. Slíkar
undarlegar teikningar hafa fundizt í
mörgum af skissubókum hans. Það
sé því ekkert óvenjulegt fyrirbrigði
hjá da Vinci, segir hún, að teikna
kvenmannslíkama, og á hann höfuð
Heilagur Jóhannes.
Leda.
Málverkið af Monu Lisu er álitið
óviðjafnanlegt listaverk. í Louvre
dregur það að sér aðdáendur frá öll-
um heimshornum, og guð má vita,
hve margar endurprentanir prýða
veggi ótal heimila út um allan heim.
En var Mona Lisa í raun og veru
Mona Lisa? Eða hvað finnst yður?
T^ótt undarlegt megi virðast, hef-
ur sprottið upp kenning, sem
dregur í efa, að Madonna Lisa hafi
verið fyrirmyndin að einhverju
frægasta málverki veraldarinnar.
Bakkus.
imga mannsins, sem hann kallaði
„djöfulinn“.
Leonardo da Vinci tók pilt þennan
að sér 10 ára gamlan, og er álitið, að
hann hafi gengið honum í föðurstað.
Pilturinn var fyrirsæta da Vincis í
fjölda mörgum myndum hans.
40
FRÚTN