Harmoníkan - 30.05.1991, Síða 7

Harmoníkan - 30.05.1991, Síða 7
i Ríkharður Jóhannsson kvenfélagið Fjóluna og eru fleiri fyrirhuguð í þeim dúr. Nokkrar æfingar hafa verið í vetur og hefur Guðbjartur Björgvinsson verið leiðbeinandi. Félagið hélt dansleik 13. októb- er s.l. og komu félagar úr H.U.V. í heimsókn. Nokkrir félagar léku á árshátíð Harmoníkufélags Reykjavíkur og einnig spiluðu nokkrir félagsmenn á skemmti- fundi Félags Harmoníkuunnenda í Reykjavík. Ekki er fyrirhugað ferðalag á vegum félagsins í sumar en heimsóknir milli félaga er eitt af því sem ætti að gera oftar til að auka kynni og vináttu félagsfólks. Harmoníkufélagið Nikkólína verður 10 ára í nóvember og ætlar halda veglega upp á afmælið og er þar kjörið tækifæri fyrir önnur fé- lög að koma í heimsókn. Með bestu kveðjum Ríkharður Jóhannsson, formaður. Harmoníkufélag Vestfjarða Harmoníkufélag Vestfjarða var stofnað 16. nóvember 1986 og voru stofnfélagar 19 en félagar á þessu ári eru 52 talsins. Stjórn Harmoníkufélags Vestfjarða skipa: Ásgeir S. Sigurðsson formaður Sæmundur Guðmundsson ritari Pétur Bjarnason gjaldkeri Guðfinnur Þórðarson með- stjórnandi Jón Sigurpálsson með- stjórnandi Æfingar eru að jafnaði alla sunnudaga yfir vetrarmánuðina og var árshátíðin haldin í vetrar- byrjun.Félagar léku við ýmis tæki- færi s.s. þegar kveikt var á jólatré á Austurvelli, undirleik á tónleik- um Sunnukórsins og á jólatré- skemmtunum á ísafirði og á Súða- vík. Spilað var á útiskemmtun á Seljalandsdal í skíðaviku um páskana, í svæðisútvarp Vest- fjarða og í þættinum „Laufskál- inn” á rás eitt. Eins var leikið fyrir dansi á árshátíð Kvenfélags Bol- ungarvíkur og á allnokkrum dans- leikjum eldri borgara á Isafirði og í Bolungarvík. Þá stendur til að fé- lagið leiki fyrir dansi í Turnhúsinu í Neðstakaupstað 17. júní n.k. en þá verður á Isafirði norrænt vina- bæjamót. Tónleikar fjögurra sænskra harmoníkusnillinga verða hér 24. júní n.k. og formannafundur Sambands Islenskra Harmoníku- unnenda næsta haust. Áhugasamir félagar á Þingeyri og nágreni, tíu talsins, koma sam- an vikulega yfir vetrarmánuðina, en vegna samgönguerfiðleika eig- um við of fá tækifæri til að hitta þá. Sama gildir um félaga á sunn- anverðum Vestfjörðum. Þess- vegna fyrirhugar félagið sumar- ferð á Rauðasand og nágreni til að hitta félaga okkar þar. Harmoníkukennsla hefur verið við Tónlistarskóla ísafjarðar s.l. þrjú ár. Áhugi og velvild skólans lýsti sér í skjótum viðbrögðum við bréfi frá harmoníkufélaginu þar sem hvatt var til að tekin yrði upp kennsla á harmoníku við skólann. Félagið studdi málið með gjöf á tveimur harmoníkum til skólans og ein harmoníka var gefin til skólans í Bolungarvík, en þar lærði m.a. Hrólfur Vagnsson og mun þar hafa verið fyrst kennt á harmoníku í tónlistarskóla hér á Vestfjörðum. Kennari var þáver- andi skólastjóri Ólafur Kristj- ánsson. Nú eru 12 nemendur við nám í harmoníkuleik í Tónlistarskóla Isafjarðar á aldrinum 8-60 ára, kennari er Messíana Marsellíus- dóttir. Harmoníkufélag Vestfjarða sendir öllum harmoníkuunnend- um sumarkveðjur. Ásgeir S. Sigurðsson formaður Ásgeir S. Sigurðsson Félag Harmoníkuunnenda við Eyjafjörð F.H.U.E. er stofnað 5. október 1980 og voru stofnfélagar 40 tals- ins en fjöldi félaga nú er 109. Stjórn F.H.U.E. starfsárið 1990-1991 er Þannig skipuð: Sigurður Indriðason formaður Jóhannes Jónsson vara- formaður Jóhannes B. Jóhannsson ritari Filippía J. Sigurjónsdóttir gjaldkeri Guðmundur Sigurpálsson með- stjórnandi Varastjórn skipa: Kristján H. Þórðarson Davíð Jónsson og Þórdís Elísdóttir Fulltrúi í S.Í.H.U. Sigurður Indriðason og Hannes Arason varamaður Dansleikir á vegum félagsins síðan á aðalfundi hafa verið fjórir auk árshátíðar, en þá var einnig dansleikur á eftir. Einnig hafa ver- ið haldnir tveir dansleikir í sam- vinnu við H.F.Þ. annar hér á Akur- eyri en hinn austur í Bárðardal. Einnig hafa félagar leikið á lokuð- um dansleik fyrir félagsskap hér í bænum. Þess skal getið að félagar í F.H.U.E. leika fyrir dansi á öllum dansleikjum félagsins án endur- gjalds og er þetta aðal tekjulind fé- lagsins. Einu sinni hefur verið haldin sunnudagsskemmtun á vegum félagsins í vetur, þar sem félagar léku á harmoníkur og á 7

x

Harmoníkan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.