Harmoníkan - 30.05.1991, Síða 23

Harmoníkan - 30.05.1991, Síða 23
Árshátíð F.H.U.R. 1991. Ekki verður annað sagt, en að EH.U.R. hafi færst mikið í fang varðandi tvær síðustu árshátíðir. Það þótti djörf hugmynd árið 1990 að bjóða tveimur erlendum snillingum að troða upp á hátíð- inni. Sú hugmynd heillaði skemmtinefndarmenn upp úr skónum og því var áhætta tekin, sem allir geta verið sammála um, að var þess virði. Eftir að nýr skemmtinefndarformaður tók við, fór enn að bera á líkum ein- kennum og árið áður, jafnvel djarfari því rætt var við helstu stórsnillinga Svíaríkis. Þó fór svo að lokum að Sigmund Dehli var boðið að gista ísland, fjórða sinni ásamt meðreiðarsveini, engum minni, en Tormod Vasaasen, margföldum meistara tvöföldu nikkunnar. Skemmtinefndin sýndi þá djörfung að tefla á tvær hættur og lagði í heilmikinn kostnað við að auglýsa hátíðina, en þrátt fyrir það komu ekki eins margir nú og í fyrra t.d. mun færri utan af landi. Árshátíðin var engu að síður vel heppnuð og tókst með ágætum. Grettir Björnsson lék fyrir matar- gesti af sinni alkunnu snilld, þá flutti Friðjón Hallgrímsson, for- maður skemmtinefndar annál og skaut léttum skotum á félags- menn. Leikir og annað glens var hóflega um hönd haft. en há- punktur skemmtidagskrárinnar var einleikur erlendu gestanna. Vonandi haf eyru (og augu) manna lokist upp fyrir tvöföldu nikkunni, því Tormod er í algjör- um sérflokki á því sviði. Sigmund þekkja allir fyrir hans snilli. Dans var svo að lokum stiginn fram á nótt við undirleik þeirra tveggj a og til liðs við sig fengu þeir Pétur Urbancic og Karl Lilliendahl á bassa og gítar, Sigurður Björgvins- son lék einnig fyrir dansi ásamt fleirum. Fólk á áreiðanlega góðar minn- ingar frá árshátíðinni og skemmti- nefndin er reynslunni ríkari. Leikið fyrír dansi, Pétur Urbancic, Tormod Vasaasen, Sigmund Dehli og Kari Lilliendahl í Rúgbrauðsgerðinni Borgartúni 6. Tormod leikur á einfalda og tvöfalda, eins og sjá má á myndinni einnig fimmfalda. Tormod Vasaasen býryfir ótrúlegri tœkni og hefur feikna vald á hljóðfœri sínu, hann er og góður lagahöfundur. Öþarfa misskilningur. Ótrúlega oft verðum við varir við þann misskilning hjá fólki að blaðið Harmoníkan sé runnið undan rifjum og gefið út af Félagi harmoníkuunnenda í Reykjavík. Upplýst skal að F.H.U.R., á enga aðild þar að, er ekki í meiri tengsl- um við útgáfuna en önnur félög, við höfum gott samstarf við F.H. U.R. eins og öll önnur félög í land- inu. Slíkt hið sama hefur verið álitið með harmoníkumótið í Galtalækjarskógi. Undirritaðir eru að öllu leiti upphafs, ábyrgðar- menn og útgefendur tímaritsins Harmoníkan, ásamt mótinu í Galtalækjarskógi. Einu ári eftir útkomu blaðsins hófumst við handa með áðurnefnt skipulagt harmoníkumót þar sem fólk úr öllum félögum landsins var hvatt til að vera þátttakendur. Við lítum á þetta sem framlag okkar til almennings að auka þekkinguna á harmoníkunni og njóta ánægju og gleði í návist hennar. Hilmar Hjartarson Þorsteinn Þorsteinsson Heyrst hefur að Karl Jónatans- son sé að undirbúa útgáfu á hljómplötu og hafi þegar lokið við hljóðritun á nokkrum lögum. Þeir sem vitað er um að hafa verið með Karli í hljóðveri eru Edvin Kaaber, Ingi Karlsson og Pétur Urbancic. Norski harmoníkuleikarinn og söngvarinn Freddy Kristoffersen varð fyrir því óláni nýlega að brot- ist var inn á heimili hans á meðan hann og konan hans fóru í öku- ferð. Stolið var frá honum m.a. tveimur harmoníkum að verð- mæti 80.000,- norskum krónum og stóru safni geisladiska. 23

x

Harmoníkan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.