Harmoníkan - 01.05.2001, Qupperneq 14
sér vonir um málefnaleg skoðanaskipti á
síðum blaðsins varð þeim tæplega að ósk
sinni og er ekki við þá að sakast. Þar eig-
um við, hin almennni harmonikuunnandi
mesta sök. Grátlega hefur verið lítið um
þess háttar í blaðinu en einhver hefði
talið að þar gæti verið uppspretta hug-
mynda. Nú gæti verið of seint í rassinn
gripið, því þetta mun vera síðast tölublað
Harmonikunnar og er það skarð fyrir
skildi. Það eru gömul sannindi, að eng-
inn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.
Það liggur að mínu mati alveg í augum
uppi að harmonikulífið í landinu verður
verulega fátækara, hverfi þessi tengilið-
ur og tel ég það lífsnauðsyn að nýtt fólk
taki við þessu blysi harmonikuunnenda
og hlaupi með það næstu árin.
Á síðast aðalfundi að Hrafnagili í
Eyjafirði voru m.a. á dagskrá hugmyndir
um keppni í harmonikuleik og komu þar
fram sjónarmið fundarmanna varðand
þetta mál. Ekki voru allir sammála, en þó
hef ég á tilfinningunni að flestir hafi ver-
ið þess fýsandi að keppnisfyrirkomulagið
hentaði, ef stefna ætti að að framförum.
Allir þeir fjölmörgu erlendu harmoniku-
leikarar sem ég hefi rætt þessi mál við,
hafa lýst því sem afdalamennsku að vilja
ekki halda slíka keppni. Að mínu áliti er
það öllum félögum landsins og ekki síst
landsambandinu til skammar að í tuttugu
ár hafi nánast ekkert gerst í þessum mál-
um. Að lokum krefst ég þess að stjórn
landsambandins svari á næsta aðalfundi
spurningunni, hvort hún ætli að standa að
slfkri keppni næsta vetur. Sé ekkert slíkt í
farvatninu lít ég svo á að aðalverkefni
þeirrar stjórnar sem nú situr, sé eitthvað
annað en að auka virðingu fyrir harmon-
ikutónlist.
Fríðjón Hallgrímsson
Styttu og myndasafn á
Styttusafn Guðmanns erfjölbreitt og stœkkar með hverju árinu. úrklippubœkur og
myndabœkurnar aftast.
Guðmann við styttusafn sitt. Hver veit nema þessi stóra liljómsveit
spili saman á nýársnótt.
Safnarar af ýmsum toga finnast á landi
hér. Þó leyfi ég mér að halda að ekki séu
þeir ýkja margir meðal harmonikuáhuga-
manna. Fyrst kemur
ntanni í hug hið
mikla hljómplötu-
safn Sigurjóns Sam-
úelssonar á Hrafna-
björgum f Ögur-
hreppi, harmoniku-
safn Ásgeirs S.
Sigurðssonar á Isa-
firði, tónlistarsafn
Jóns Kr. Ólafssonar,
Melodíurminning-
anna á Bíldudal og
hljómplötu og
hljóðsnældusafn
Indriða Guðjóns-
sonar í Kópavogi.
Ámóta safnarar gætu leynst víðar og ör-
ugglega eru þessir einstaklingar verndar-
ar fjársjóða er tæpast verða metnir til fjár.
fikureyri
Á síðastliðnu sumri uppgötvaði blaðið
einn safnara til viðbótar og er sá af æði
sérstöku sviði sem tengist einmitt hlutum
tengdum harmonikunni. Þessi safnari
heitir Guðmann Jóhannsson og er búsett-
ur á Akureyri. Hann hefur safnað alls-
konar styttum eða fígúrum með harmon-
iku og er safnið orðið all fjölbreytt. Þá
safnar Guðmann öllum harmonikutengd-
um myndum úr blöðum og tímaritum og
límir inn í klippibækur ásamt tilheyrandi
textum. Myndasafnið hefur að geyma
ýmsar merkilegar heimildir sem ekki er
auðhlaupið í nema af því að Guðmann
hefur raðað því upp á skipulegan hátt.
Víst er að margt af því sem þar er að
finna væri annars glatað. Elstu myndim-
arerufrá 1984.
Guðmann byrjaði að safna styttum af
harmonikufígúrum eftir 1983. Ein stytta
varð til þess að hann hóf að safna í al-
vöru. Sú var af trúð og eftir þá fjárfest-
ingu fór hann að líta fleiri hýru auga og
kaupa eina og eina til viðbótar. Nú hefur
safn hans að geyma nokkra tugi stytta.
Mynda- og úrklippusafnið lumar á ýms-
um gullkornum og er safnið að 95 hund-
raðshlutum íslenskt.
Guðmann Jóhannsson fæddist á Ólafs-
firði 1938. Sem ungur maður fluttist til
Keflavíkur þar sem hann bjó í 17 ár. Það-
an flutti hann til Reykjavík þar sem hann
dvaldi næstu þrjú árin, en fluttist síðan til
Akureyrar 1980. Þá var nýbúið að stofna
F.H.U.E. og gekk hann strax til liðs við
félagið. Hefur hann leikið í hljómsveit
félagsins og síðar meir í danshljómsveit-
um þess. Hann keypti harmoniku úr dán-
arbúi Reynis Leóssonar hins sterka, gott
hljóðfæri.
Tónlistarferill Guðmanns nær aftur til
þess er hann byrjaði að glamra á orgel
14