Hrund - 01.05.1967, Blaðsíða 8

Hrund - 01.05.1967, Blaðsíða 8
Við mjndatöku, Peter Sellers og Britt Ekland. viðurkennir fúslega, að hún til- biðji eiginmann sinn. Heimur þeirra er lítill. Peter kann ekki við sig í samkvæmum - vill vera óáreittur með henni einni eða vinum sínum. „Ég á enga vini sjálf,“ segir Britt glað- lega. „Mínir vinir eru allir vinir Peters. Þannig á það líka að vera.“ Hún andvarpar. „Ég hef mjög gaman að sam- kvæmum, en Peter þolir þau ekki. Stundum nauða ég í honum að koma með mér eitthvað, geri mér svo skyndilega ljóst, að honum mun leiðast þar og hætti að ganga á eftir honum. Við förum stundum í leikhús og bíó — oftast förum við þó út að borða með vinum okkar á litlum, rólegum veitinga- stöðum. Ég get alveg verið án samkvæma — mér finnst bara gaman að hitta ókunnuga.“ Britt Ekland er vissulega önn- um kafin við allar sínar skyldur, sem hún reynir af fremsta megni að rækja vel. Hún er ekki jafningi manns síns að gáfum og reynir ekki að leyna því. „Ég var mjög seinþroska. Þegar ég var 21 árs, var ég enn 16 til 17 ára að þroska til. Ég las aldrei neitt á unglingsárunum heima í Svíþjóð. Ekki eina einustu bók í þrjú ár. Núna um daginn las ég þrjár bækur sama daginn. Mig langaði skyndilega til að lesa og síðan hef ég ekki hætt. Peter fær sendan fjöldann allan af bókum — nú gríp ég þær á undan honum og les þær í hvelli. Peter reyndi aldrei að neyða mig til að lesa — yppti aðeins öxl- um og sagði: „Það ert þú sjálf, sem tapar á því.“ Ég hef þroskazt á að vera í samvistum við hann, horfa á hann og hlusta á hann tala. Við vinnum mjög vel saman." „Britt er afar góð eiginkona,“ segir einn af vinum Peters. „Hún hefur gert Peter mjög hamingju- saman, verið honum félagi og samsærismaður — og hlustað á hann. Hún hefur sínar eigin skoð- anir og liggur ekki á þeim. Hann er heppinn maður.“ Þau skipt- ast oft á gjöfum. Hans gjafir eru stórar og dýrar — hennar oftar litlar, ýmislegt skrítið og skemmti- legt — eða eitthvað, sem hún veit að hann langar í. Fyrir nokkru keypti hún handa honum stól með leðuráklæði. „Ég hélt, að hann langaði í stól, sem hann ætti aleinn svo að ég keypti einn handa hon- um — gífurlega fallegan stól - og setti hann fyrir útidyrnar, svo að hann dytti um hann, þegar hann kæmi heim um kvöldið.“ „Gerði Peter það?“ „Já.“ „Hvar er stóllinn núna?“ „Ég færi hann til. Hvert sem Peter fer færi ég stólinn.“ Peter er líka hinn fullkomni eig- inmaður: „Tengdamóðir hans til- biður hann.“ Fjölskylda Brittar er alltaf vel- Britt hlustar af athygli á herra sinn og húsbónda. Frá töku myndarinnar „The Bobo“. Peter Sellers að taka mynd af konu sinni gegnum búðargiugga. 8

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.