Hrund - 01.05.1967, Blaðsíða 28

Hrund - 01.05.1967, Blaðsíða 28
FRUAR- LEIKFIMI Bára Magnúsdóttir leiðbeinir Nú tökum við fyrir góða magaæfingu, sem gefur mjög góðan árangur sé hún stunduð reglulega og gerð rétt og vel. Því miður getum við ekki tekið fleiri æfingar núna sökum rúmleysis í blaðinu,- en þessi er það erfið, að hún ætti að verða nægilegt verkefni á næstunni. Eins og þið munið tókum við fjórar æfingar í síðasta blaði og höfum við því góðan tíma til að stunda þær, áður en fleiri nýjar æfingar bætast við. Skýringarmyndirnar fjórar eiga að sýna allar æfingarnar. Athugið þær vel. 1. Leggizt á bakið á gólfið og teygið úr fótum og ristum. Hafið handleggina niður með hliðunum. Sbr. myndA. Kreppið síðan hnén dragið fæturna að ykkur. Mynd B. Réttið aftur úr þeim — mynd C — í eins beina línu og þið getið. Kreppið þá á ný og réttið úr þeim aftur um leið og fætur koma í gólfið. Mynd A. Þetta var aðeins fyrsti áfangi æfingarinnar. 2. Nú kreppið þið fæturna aftur og réttið úr þeim eins og í fyrra skiptið — en í þetta sinn látið þið fæturna síga beint niður eins hægt og þið getið. Þá er öðrum áfanga náð. Mynd D. 3. Nú takið þið fæturna beina upp af gólfinu og reynið að ná þeim upp í alveg lóðrétta stöðu — eins og á mynd C — Kreppið þá síðan og réttið úr um leið og þeir koma í gólfið. 4. Og fjórði og seinasti áfangi; — lyftið fðtunum beinum upp frá gólf- inu, alveg upp í lóðrétta stöðu og látið þá síðan síga beina niður á gólf aftur. Þessi æfing er nokkuð erfið til að byrja með. Gerið hana því aðeins einu sinni á dag í fyrstu,- eða í mesta lagi tvisvar, kvölds og morgna. Æfingin er ætluð til að styrkja magavöðvana. Við vitum allar hvað það er mikilsvert og því ætti engin að hlífa sér við að gera æfinguna, þó hún sé dálítið erfið í fyrstu. Þið fáið eflaust „harðsperrur" og maginn verður aumur fyrstu dagana,- en það er með þessa eins og allar hinar æfingarnar, hún verður auðveldari eftir því sem þið gerið hana oftar; þið verðið æ sterkari og vöðvarnir stinnari. Áriðandi er að halda bakinu við gólfið aiian timann, sem þið eruð að gera æfinguna. Eftir nokkra daga er ykkur óhætt að gera æfinguna oftar í senn. En hvílið ykkur aðeins á milli — eða það sem betra er, — gerið aðrar æfingar inn á milli. Munið svo að gera æfingarnar vel og samvizkusamlega, sleppa aldrei úr degi, fyrr en þið hafið náð því marki, sem þið settuð ykkur. Því iðnari, sem þið eruð, því fyrr kemur árangurinn í Ijós. ÆFIÐ 5MÍNÚTUR Á DAG OG HALDIÐ LÍKAMANUM FALLEGUM OG HEILBRlGÐUM

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.