Hrund - 01.05.1967, Blaðsíða 32

Hrund - 01.05.1967, Blaðsíða 32
Viötalid, sem hér birtist við indverska skáldið, tónskáldið og Nóbelsverðlaunahaf- ann Rabindranath Tagore, um mismuninn á körlum og konum og viðhorfum þeirra til ástarinnar, var skrifað fyrir fjörutíu ár- um. Engu að stður er efni þess oft til umraðu enn i dag og um það mjög skiptar skoðanir kvenna jafnt sem karla. Er ef- laust mikill fjóldi manna sama sinnis og Tagore var þá þótt margir muni lika vera á öndverðum meiði, — en hvað sem þvi líður er fróðlegt að rifja upp það, sem þessi merki maður hafði til málanna að leggja. Rabindranath Tagore hlaut Nóbe/sverð- launin i bókmenntum árið 1913. Hann var óvenju fjölhœfur maður og mikilvirkur, skrifaði jöfnum höndum Ijóð, leikrit, smá- sögur, skáldsógur og hugleiðingar og samdi sönglög, óperur og halletta. Hann ruddi njjar brautir og gerði tilraunir á hverju því sviði, sem hann fékkst við. Tagore faddist í Kalkútta árið 1861, kominn af virtri fjólskyldu, sem taidi innan sinna véhanda jmsa merkismenn, er höfðu heitt sér fyrir umbótum í trúarlegum og pjóðfélagslegum efnum. Sjálfsagt þótti að senda hann í skóla, en hann neitaði og var það þá látið gott heita. Fyrstu Ijóðin sín samdi hann aðeins átta ára að aldri og áður en hann hafði náð tvitugsaldri var hann viðurkenndur í Bengal sem meiri hátt- ar furðufyrirbrigði, einkum vegna hinnar ótrúlegu fjölhafni, sem hann sjndi. í upphafi var Tagore mjög rómantískur en varð afar trúaður með aldrinum. fafn- framt fékk hann brennandi áhuga á um- bótum í þjóðfélags- ogfraðslumálum og árið 1901 stofnaði hann barnaskó/a í Santini- ketan, sem er um 160 km frá Kalkutta. Á nastu árum skrifaði Tagore sín besfu trúarljóð. Þegar hann heimsótti England árið 1912 voru nokkur þeirra þjdd og gefin út i bókarformi undir heitinu ,,Gitan- ja/i“ og fyrir þau, fyrst og fremst, hlaut hann Nóbe/sverð/aunin. Nastu áratugi ferðaðist Tagore um all- an heim og hélt fyrirlestra þar sem hann boðaði gildi skilnings þjóða i milli ogfriðar — og árið 1919 stofnaði hann háskó/a sinn i Santiniketan, sem byggðist á þessum sömu hugmyndum og átti að stuðla að þvi að auka skilning milli Austurs og Vest- urs. Var skálinn jafnan kal/aður „Alþjóð- legi friðarháskólinn í Santiniketan. Tagore lésj að heimili feðra sinna i Kalkútta áttmður að aldri. Þá hófðu verið gefnar út cftir bann' tvö hundruð bakur. á máli Bengaja og þar af fimmtíu verið þjddar á vestranar tungur. Söng/ög hans og önnur tónverk voru Jjölmörg,- Heimi/i Tagore-jjölskyldunnar er nú í eigu indverska rikisins, sem hefur gert það að minjasafni og látið reisa þar háskólann Rabindra- Bharati. Rabindranath Tagore sat í rökkrinu í skrifstofu sinni í Santiniketan og talaði um konuna og stöðu hennar í nútíma þjóðfélagi. Þessi mikilhæfi indverski rithöfundur hafði boðið mér að koma þangað — og sem síðsumar- sólin strauk logageislum sínum yfir sjóndeildarhringinn í vestri, ræddum við um sólsrupprás nútímakonunnar. - Hvernig, spurði ég, leit skáldið á kröfur nútímakonunnar um algert jafn- rétti á sviðum þjóðfélagsmála og þjóð- félagsréttinda. - Okkur hættir tíðum til að gleyma því, að konan er ekki í eðli sínu keppi- - Viljið þér þar með leggja áherzlu á, að það sé grundvallarmismunur á kon- um og körlum? spurði ég. - Vitaskuld, svaraði hann. Ef svo væri ekki, hefði hinn eilífi leikur alheimsins aldrei hafizt. Hefði konan aldrei verið annað en mótleikari karlmannsins, sem ætti að sinna sömu störfum, hefði lífið ekki orðið annað en leiðindi — enda- laus eyðimerkurganga, sem mannkyn- ið hefði aldrei haldið út. Sem betur fer, er þessu ekki svo farið, — konan er ekki mótleikari mannsins, heldur samherji og uppfylling í sameiginleg- um lífsdansi þeirra. skapur minn og tónlist hafa blómgazt allt mitt líf í skínandi gnótt hug- mynda og forma.“ - Teljið þér þá, að konan finni ham- ingju í lífínu eftir öðrum leiðum en maðurinn? spurði ég. - Já, sagði Tagore, því að ég trúi því ekki, að náttúran hafi nokkru sinni ætlað konunni að troða sömu troðnu slóðirnar sem maðurinn eða endur- taka sömu slagorðin. Þá hljóta þarfir karla og kvenna að vera mismunandi? - Að sjálfsögðu. - Hvernig? - Maðurinn þarfnast víðáttu og frelsis - mukti — í vissum skilningi meira en samherji hans, konan. - Eigið þér við, að konan þurfi alls ekki frelsi? spurði ég. - Nei, ekki beinlínis það, sagði skáld- ið. Hlustið, og ég skal reyna að skýra þetta betur. Hann þagnaði andartak og hélt svo áfram sinni syngjandi röddu: — Þegar ég sagði, að maðurinn hefði meiri þörf fyrir frelsi, átti ég ekki við, að konan þarfnaðist einskis frelsis. Eg á við, að konan þarfnist innsæis og tilfinn- inga meira en maðurinn. Með öðrum orðum — konan fær fullnægju í lífínu í ást og blíðu, en maðurinn þarfnast svigrúms og frelsis. Því að maðurinn sækist fyrst og fremst eftir hinu óendanlega með því að spanna sem víðust svið. Þar með er auðvitað ekki sagt, að konan sæk- ist ekki einnig eftir hinu óendanlega. Aðferðir hennar eru aðeins aðrar. Leið konunnar að takmarki fullnægjunnar liggur fremur um innsæi en víðfeðmi. Sannleikurinn er sá, að náttúran hefur vanrækt manninn dálítið og beint mest allri athygli sinni að konunni. Maður- inn hefur hinsvegar greitt náttúrunni í sömu mynt og getur fremur leyft sér að bjóða henni byrginn, sér að skað- lausu. Tökum sem dæmi þann inn- blástur, sem gerði Búdda fært að yfirgefa konu sína, Gopa, fyrir leitina að hinu óendanlega. Slíkt gæti aðeins karlmaður gert. Gopa var algerlega ófær um að láta Búdda lönd og leið í sama tilgangi. - Hversvegna? - Vegna þess að hún var kona, svaraði skáldið. - Nei, afsakið mig nú, mótmælti ég . . . eru nú ekki til þær konur sem að eðlis- fari . . . Það var Tagore, sem lauk setning- unni . . . „þarfnast frelsis meira en innsæis. Að sjálfsögðu. Með öðrum orðum: Þær konur eru til, sem að eðlisfari eru fremur gerðar úr efni- viði karla en kvenna. Rétt eins og til eru þeir menn, sem að eðlisfari líkjast- meira konum en körlum. En slíkar manngerðir mundi ég ekki segja dæmi- gerðar fyrir heildina, því þær eru í rauninni ekki fulltrúar kynja sinna. Athugasemdir mínar verða ekki hrakt- nautur karlmannsins, sagði Tagore. Karl og kona bæta hvort annað upp. það væri þess vegna ekki góðs viti, ef hún ætlaði að fara út á vígvöll hversdagslífsins til þess að heyja bar- áttu um eitthvað, sem ekki fegrar lífið 'eða bætir þáö á nokkurn hátt. - Eigið þér þar með við, að hún ætti ekki að krefjast algers jafnréttis? spurði ég- - Nei, ég á ekki við það, svaraði skáld- ið, heldur þetta: Látið konuna ekki gleyma því,- að hún hefur í lífinu á- kveðnu hlutverki að gegna, sem er alls ekki eins' og hlutverk karlmanjisins. Hún er vissulega samherji hans á lifs- leiðinni, — en konur skyldú gæta að því, að samvinna er ekki hið sama og eftiröpun. í heimi andans verður konan að sá fræjum innblásturs í undirmeðvitund mannsins, til þess að sköpunarhvöt hans vakni. Mér dettur ekki í hug eitt andartak að vanmeta lífsstarf kon- unnar með því að hugsa einungis um lífcamleg störf hennar. Hún er mann- inum ómissandi sem helzta hvöt til starfa á sviðum andlegs lífs, tilfinn- inga — og trúarlífs. Það er aðeins vegna þess, að hún hefur starfað að tjaHabaki,-ef svo mætti segja, að við höfuni ekki gert okkur fulla grein fyfir framiagi hennar.éðá gildi. . Ég-.minntist eins af ljóðum Tagores frá efri árum hans, — ljóðs, sem hann nefndi „Hinn þakkláti . . .“ Þar segir hann m.a.: „Þó veit ég, að það er að- eins vegna ástar þinnar, að skáld- 32

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.