Hrund - 01.05.1967, Blaðsíða 13

Hrund - 01.05.1967, Blaðsíða 13
- Finnið þér þrýsting, þegar ég legg fingurinn á blettinn? Maðurinn svaraði ekki, en tárin, sem komu í augu hans, töluðu sínu máli. - Þetta er óvenjulegt. Eg sé ekkert. - Ekki ég heldur, en sársaukinn er þarna og ég vil heldur deyja en halda svona áfram. Skurðlæknirinn skoðaði blettinn aftur vandlega í stækkunargleri, mældi svo sjúklinginn, - en hristi að- lokum höfuðið. - Húðin er alheilbrigð, slagæðin eðileg, ekki hin minnsta bólga eða þroti. Höndin er eins eðlileg og nokkur hönd getur verið. - Mér sýnist hún dálítið rjóðari, þar sem bletturinn er. - Hvar? Okunni maðurinn gerði hring á stærð við krónu- pening á handarbakið og sagði „hérna“. Læknirinn leit á manninn. Hann var farinn að halda, að hann ætti hér við geðsjúkling. - Þér verðið að vera um kyrrt í borginni og ég skal reyna að hjálpa yður næstu daga, sagði hann. - Ég get ekki beðið. Þér skulið ekki halda, læknir, að ég sé geðveikur eða haldinn ofskynjunum. Þetta ósýnilega sár veldur mér skelfilegum sársauka og ég vil, að þér skerið burt þennan blett, alveg inn að beini. - Það geri ég ekki, herra minn. - Hversvegna ekki? - Vegna þess, að það er ekkert að hendinni á yður. Hún er eins heilbrigð og mínar hendur. - Þér virðist halda, að ég sé brjálaður eða að ég sé að blekkja yður, sagði sjúklingurinn um leið og hann dró úr veski sínu þúsund flórinu seðil og lagði á borðið. - Þér sjáið nú, að mér er alvara. Þetta er mér svo mikilsvert, að ég er reiðubúinn að greiða þúsund flórinur. I öllum bænum gerið þessa aðgerð. - Þótt þér byðuð mér alla fjármuni heimsins, mundi eg ekki skera í heilbrigðan lim. - Hversvegna ekki? - Vegna þess, að það væri andstætt siðareglum lækna. Allir mundu segja, að þér væruð bjáni og saka mig um að hafa notfært mér veikleika yðar, - eða segja, að ég hefði ekki getað greint sár, sem ekki var til. - Jæ ja þá, herra minn, - þá ætla ég að biðja yður að gera mér annan greiða. Ég ætla að gera skurðaðgerðina sjálfur, enda þótt mér sé óhægt um vik að nota vinstri höndina til þess. Allt og sumt, sem ég mælist til af yður, er að ganga frá sárinu, þegar ég er búinn. Skurðlæknirinn sá sér til undrunar, að manninum var fullkomin alvara. Hann fór úr jakkanum og bretti upp skyrtuermina. Þar sem hann hafði ekki annað áhald tók hann upp vasahníf sinn. Aður en læknirinn gat gripið í taumana hafði ókunni maðurinn stungið hnífnum djúpt í hönd sér. - Hættið, hrópaði læknirinn, hræddur um, að sjúkl- ingurinn mundi skera á æð. Ur því þér haldið, að þetta verði að gera, skal ég sjá um það. Síðan bjó hann sig undir skurðaðgerðina. Þegar að henni kom, ráðlagði hann sjúklingnum að líta undan, því að venjulega væri fólki illa við að sjá sitt eigið blóð. - Það er óþarfi, sagði hann - ég verð að stýra hönd yðar, svo að þér vitið hve langt á að skera. Okunni maðurinn tók aðgerðinni rólega og auð- veldaði hana með leiðbeiningum sínum. Hönd hans titraði ekki einu sinni og þegar bletturinn hafði verið skorinn burt, andaði hann léttar, eins og fargi hefði verið lyft af herðum hans. - Finnið þér ekkert til núna, spurði læknirinn. - Ekki hið minnsta, svaraði hann brosandi. Það er sem sársaukinn hafi verið skorinn gersamlega burt og þessi litlu óþægindi eftir aðgerðina eru eins og svalur andvari eftir hitabylgju. Látið bara blóðið renna, það róar mig. Þegar búið hafði verið um sárið, virtist ókunni maðurinn ánægður og hamingjusamur. Hann var breyttur maður. Hann þrýsti hönd læknisins í þakk lætisskyni með vinstri hendinni. - Ég er yður sannarlega mjög þakklátur, sagði hann. Skurðlæknirinn heimsótti sjúklinginn í gistiher- bergi hans nokkrum sinnum næstu dagana eftir skurðaðgerðina og leiddu kynni þeirra til þess, að hann tók að bera virðingu fyrir manninum. Hann var í hárri stöðu, menntaður maður og fágaður og af einni beztu ætt landsins. Þegar sárið var að fullu gróið, sneri ókunni maðurinn aftur heim til sveitaseturs síns. Þremur vikum síðar kom sjúklingurinn aftur á stofu iæknisins. Hönd hans var aftur komin í fetil og hann kvartaði um samskonar þrautir og áður, á nákvæmlega sama stað og fyrir skurðaðgerðina. Andlit hans var eins og á vaxbrúðu - og kaldir svitadropar giitruðu á enni hans. Hann hneig niður í hægindastól og rétti orðalaust fram höndina. Guð minn góður, hvað hefur gerzt? - Þér hafið ekki skortið nógu djúpt, stundi hann. Sársaukinn kom aftur og er nú jafnvel enn verri en áður. Hann er að gera út af við mig. Ég vildi ekki ónáða yður aftur og reyndi að harka af mér, en nú get ég ekki meira. Þér verðið að skera aftur. Skurðlæknirinn skoðaði staðinn. Sárið eftir aðgerð- ina var að fullu gróið og komin ný húð. Æðarnar virt- ust alveg óskaddaðar og púlsinn var eðlilegur. Hiti var enginn og þó skalf maðurinn eins og hrísla. - Ég hef aldrei áður heyrt eða sé neitt þessu líkt, sagði læknirinn. Það var nú ekki um annað að ræða en endurtaka skurðaðgerðina. Allt fór fram eins og í fyrra skiptið. Sársaukinn hvarf- en þótt sjúklingnum létti augsýni- lega mikið, brosti hann ekki einu sinni - og þegar hann kvaddi lækninn var hann dapur og mæðulegur á svip. - Þér skulið ekki láta yður bregða, þó ég komi aftur innan mánaðar sagði hann. - Það megið þér ekki halda, sagði læknirinn. - Það er eins víst og að guð er á himnum, sagði hann vonleysislegur á svip: Au Revoir, læknir. Skurðlæknirinn ræddi þetta tilfelli við nokkra starfsbræður sína og lét hver þeirra í ljós sína skoðun. En enginn gat fundið fullnægjandi skýringu. Mánuður leið og sjúklingurinn kom ekki aftur. Síðan enn nokkrar vikur og þá kom bréf frá honum. Læknirinn opnaði það ánægður og hugsaði með sér, að nú væri allt í lagi, sársaukinn hefði ekki tekið sig upp á ný. Bréfið var svohljóðandi „Kæri læknir . . . Ég vil ekki skilja við yður í efa um orsök vandræða minna og kæri mig ekki um að taka það leyndarmál með mér í gröfina, eða eitthvað annað kannski. Mig langar að þér vitið sögu hinna hræðilegu veikinda minna. Sársaukinn er nú kominn í þriðja sinn og ég ætla ekki að berjast við hann lengur. Þetta bréf get ég aðeins skrifað með því að setja logandi kol á blettinn, til þess að vega upp á móti þeim djöfullegu eldum, sem brenna þar inni fyrir. Fyrir sex mánuðum var ég afar hamingjusamur maður. Ég var auðugur og ánægður, ég fann ánægju í öllu því, sem vakið getur áhuga þrjátíu og fimm ára karlmanns. Ég kvæntist fyrir ári. Af ást. Konan mín var mjög falleg, góð og fáguð - regluleg hefðarkona. Hún hafði verið í þjónustu greifafrúar, sem er búsett eigi f)arri landareign minni. Hún elskaði mig og hjarta hennar var fullt þakklætis. Sex mánuðir liðu í hamingju. Hver dagurinn af öðrum færði mér aukna ánægju. Hún gekk margra kílómetra vegalengd eftir þjóðveginum til móts við mig, þegar ég hafði farið til borgarinnar og vildi aldrei vera að heiman nema fáeinar stundir í senn- ekki einu sinni hjá greiðafrúnni, fyrrverandi húsmóður sinni, sem hún heimsótti oft. Ast hennar á mér bakaði öðrum næstum óþægindi. Hún vildi aldrei dansa við aðra menn en mig og játaði jafnvel á sig sem glæpsamlegt athæfi, ef henni varð það á að dreyma einhvern annan en mig. Hún var elskulegt og saklaust barn. Ég veit ekki, hvað það var, sem læddi að mér þeim grun, að þetta væri ekki annað en látalæti. Maður getur verið svo heimskur að leita óhamingjunnar í sinni mestu hamingju. Hún átti Iítið saumaborð og ein skúffan í því var alltaf lokuð. Það fór að angra mig. Ég tók oft eftir því, að hún gætti þess vandlega að skilja aldrei lykilinn eftir í skúffunni og hún skildi aldrei við hana ólæsta. Hvérju þurfti hún að leyna svo vandlega? Ég varð æfur af afbrýðisemi. Ég hætti að trúa sakleysi augna hennar, kossum hennat og kærleiksríkum faðmlögum. Kannski voru þetta ekkert annað en kænleg svikabrögð. Dag einn kom greifafrúin og sótti hana og fékk Frh. á bls. 41 13

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.