Hrund - 01.05.1967, Blaðsíða 24

Hrund - 01.05.1967, Blaðsíða 24
Þessa mynd tók danski tízkuljósmynd- arinn Gunnar Larsen í París í janúar sd. Á myndinni klæðist María ljós- grænni skyrtublússu úr glansandi vinyl- efni, sem mjög hefur verið í tízku að undanförnu. Hér er María í loðkápu úr hrossa- skinni. Þegar við sáum þessa mynd töldum við víst, að þetta væri „dr. Zívagó“-tízkan, sem svo ofarlega hefur verið á baugi að undanförnu, vegna áhrifa frá kvikmyndinni, sem gerð hefur verið eftir skáldsögu rússn- eska rithöfundarins, Boris Pasternaks — en raunin er sú, að myndin er tekin áður en sú tízka kom fram og taldi María, að fyrirmyndin væri sótt til her- mannafrakkanna.

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.