Hrund - 01.05.1967, Blaðsíða 37

Hrund - 01.05.1967, Blaðsíða 37
Þó að frú Hancock sjálf væri svo sem nægilegt viðtalsefni, máttum við ekki gleyma því, að erindið var að skoða hina nýju heilsustofnun og gekk hún því með okkur um og sýndi og skýrði fyrir okkur þær ýmsu vélar og tæki, sem þar eru geysimikil og dýr og mörg hver nýstárleg. — Segjum nú, sagði hún, að þið komið til okkar. Þið hafið um ótal atriði að velja. Kannski viljið þið byrja á því að fara í steypibað og síðan e.t.v. í gufubað. Þau höfum við tvennskonar og geta fjórir verið í gufubaði í einu, tveir í þurru baði — Sauna, tveir í tyrknesku gufu- baði, sem er rakt og miklu heitara. Gufuböðin eru afar holl likamanum. Hann slappar af og svitnar og losar sig þá við ýmis eiturefni. Einnig losn- ar um fitu og vatn og býr gufubaðið líkamann þannig vel undir nuddið. — Þá viljið þið kannski fara aftur í steypibað og fá svo nudd og er þá um ýmsar tegundir að velja. Nudd er líkamanum ákaflega hollt. Starfsemi húðarinnar verður betri, blóðrásin hraðari og betri, blóðið þýtur frá innstu vefjum út í húðina; spenntar taugar slappa af og slappar taugar styrkjast — og smám saman losnar líkaminn við fitu og vatn og grennist að sama skapi. - Kannski viljið þið líkamsnudd, handnudd með venjulegum hætti, eða þið viljið reyna grenningar- bekkinn okkar — „RELAX-A- TRON", sem er nýstárlegt tæki hér á landi, byggt á margra ára sam- starfi og rannsóknum lækna og tæknifræðinga. Á bekknum eru tíu reitir, knúðir rafmagni og ná þeir til hinna ýmsu hluta líkamans. Hægt er að láta hvern einstakan reit vinna, til dæmis, ef þarf að nudda aðra öxlina, eða annan einstakan líkams- hluta. Alls geta níu reitir starfað sam- timis, en á meðan getur viðskipta- vinurinn legið í hvíld og jafnvel fengíð sér blund. — Þegar þessu er lokið, er um ýmislegt að velja. Ef til vill viljið þið reyna tæki, sem við köllum G-5, en því fylgja ýmis aukatæki, sem notuð eru við að nudda ýmsa líkamshluta. Eða þið viljið prófa grenningarbeltió, sem á að vera áhrifaríkt til megrunar. - Fyrir utan þessi stóru nudd- tæki hefur stofnunin fengið raf- magnstæki til að hreinsa andlitshúð og veita andlitsnudd. Ennfremur tæki til lagfæringar á æðasliti og loks höfum við hér sterka Ijósalampa, sem bæði gefa heita og kalda geisla, innrauða og útfjólubláa. -Við vitum, sagði Peta Hancock, þegar hún hafði sýnt okkur þetta allt saman, að fólk er æ meira að gera sér Ijóst, að það má ekki van- rækja líkama sinn, eins og það hefur tilhneigingu til að gera. Við megum ekki gleyma því, að hinar miklu og auknu inniverur, kyrrsetuvinna alls konar og aukinn bílakostur hafa það í för með sér, að við reynum ekki nóg, eða að minnsta kosti ekki rétt á líkamann. Við hugsum ekki um þetta, meðan við erum ung — trúum því ekki að við munum eld- ast, fyrr en aldurinn fer að segja til sín í formi slappleika, þreytu og alls- konar auka líkamsparta, svo sem undirhöku, ýstru, eða of breiðra mjaðma. En við getum barizt á móti öllu þessu og haldið okkur ungum miklu lengur en ella, hvort sem eru karlar eða konur. Eins og frú Hancock sagði frá þessu, hljómaði það allt saman af- skaplega sannfærandi — já það er ótrúlegt, hvað við getum gert, sagði hún —ég segi ykkur satt, það hafa komið til mín stúlkur í Englandi og sagt við mig: Peta, ég sá kjól í gær, sem mig langar til að eignast, en ég kemst ekki í hann. Eftir mánuð á ég að fara á dansleik, geturðu séð um að ég komist I kjólinn fyrir þann tíma. Ég hef farið með þeim og skoðað kjólinn, stundum orðið býsna svartsýn, en gott og vel, við gerum það — og þær hafa komizt í kjólinn að mánuði liðnum. Aðrar hafa gefið mér upp ákveðin mál, ,,ég vil vera 95-60-95 í vor, sjáðu um, að ég verði það; Það hefur ekki alltaf verið árennilegt en það er hreint og beint ótrúlegt, hverju hægt er að fá áorkað, ef vilji og áhugi eru fyrir hendi og rétt að farið,” sagði frú Hancock að lokum

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.