Hrund - 01.07.1967, Blaðsíða 11

Hrund - 01.07.1967, Blaðsíða 11
kort og þess háttar. Þetta sendi hún honum á hverjum degi. A bónda- bænum í Tolochenaz beið litill óþolinmóður drengur eftir því að bréfberinn færði honum síðustu kveðjuna frá mömmu. Kortin setti hann á snúru, sem fest var horna á miili í herberginu hans. Einn góðan veðurdag i marz komu Gina og Sean til Hollywood. Sean var í þriggja vikna páskaleyfi. Elskulegur kvikmyndaframleið- andi, Mel Ferrer að nafni, hafði gefið stjörnunni sinni frí í nokkra daga til að fara með soninn til Disney- lands. Sean flaug síðan tveim dögum á undan þeim til Sviss. Skólinn var að byrja, og hann mátti ekki missa tvo heila daga. Einnig var þetta varúðarráðstöfun. „Honum þykir svo gaman í skólanum," segir Audrey. „Og hann er strax farinn að skrifa svo vel. Hvers vegna á ítölsku? Jú - Gina hjálpar honum smávegis — og franskan hennar . . .“ Audrey gleymir seint fyrsta skóladegi hans: „Hann var örlítið kvíðinn, svo að við Mei fórum með honum. Við skildum hann svo eftir þar, og mér fannst ég bíða heila eilifð heima. í rauninni var hann aðeins eina klukkustund - þau voru bara að kynnast kennaranum og þess háttar. Hann kom aftur yfir sig htifinn. ,,Ég fékk blýant og stilabók,“ hrópaði hann stoltur, „skólinn er agalega skemmtilegur." Þannig hef- ur það verið síðan. Á veturna fara þau á skauta og í langar gönguferðir alltaf við og við. Þau læra líka að sjálfsögðu - bókstafi og töiustafi, lestur og skrift.“ Um jólin kom Sean í fyrsta sinn fram sem leikari. Það er eftirlætis jólaminning móður hans. „Síðasta sunnudag fyrir jól halda börnin litlu jólin í kirkjunni í Tolochenaz. Þau fá gríðarstórt jóla- tré, sem nær alveg upp í loft, lýst kertaljósum. Börnin leika jólaleik og fara með kvæði. Sean hafði sagt okkur, að hann þyrfti að læra eitt- hvað utanbókar, og fór svo með lítið fallegt jólakvæði á frönsku fyrir mig. Við æfðum það saman, og ég reyndi að kenna honum að bera það fram skýrt og greinilega. Við héldum, að hann ætti að lesa það með hinum börnunum. Þetta kvöld fórum við Mel í kirkju til að hlusta á, ægilega æst og taugaveikluð. Sean var alveg himn- eskur. Hann lék lamb, hvítklæddur með pappírseyru og bómull á höfð- inu. Eftir leikinn var komið að kvæðalestrinum. Kennarinn stóð upp og kynnti börnin, og okkur til mikillar furðu, var Sean kynntur fyrstur. Liklega vegna þess að hann var yngstur. Hann kom upp á sviðið aleinn, beinn í baki og flutti kvæðið hárri röddu. Hann talaði alveg jafn hátt og skýrt og ég hafði kennt honum. Við vorum dauðhrædd um, að hann myndi gleyma einhverju eða missa kjarkinn, en hann stóð sig eins og hetja. Við vorum afar stolt og hrifin.“ Auðvitað gæti hver móðir sagt okkur það sama.

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.