Hrund - 01.07.1967, Blaðsíða 24

Hrund - 01.07.1967, Blaðsíða 24
SITT LÍTIÐ AF ARÖBUM OG MATARSIÐUM ÞEIRRA. Það þótti saga til næsta bæjar á árunum, ef Islendingur forframaðist í útlandinu, og enn þykir tíðindum sæta, ef langt er farið. Ævintýraþráin er sögð okkur Islendingum í blóð borin, og víst er það, að okkur finnst jafnan forvitnilegt að lesa um, sjá og heyra það, sem annars staðar gerist á jarðkringlunni. En Arabalöndin — sólskinslönd þúsund og einn- ar nætur — hafa til skamms tíma verið leyndar- dómurinn stóri í augum flestra okkar. A síð- ustu árum hafa þó verið skipulagðar hóp- ferðir þangað, og meðal þátttakenda hefur verið íslenzk stúlka, Kristín Þór, tvisvar sinn- um með aðeins árs millibili. Við höfðum samband við Kristínu skömmu eftir að hún kom heim úr sögufrægu ferðalagi sínu, sem þegar er alþekkt úr dagblöðum, og báðum hana að segja okkur örlítið frá Jórdaníu og þjóðinni, sem það land byggir. Hún var fús til þess, og fyrir nokkru fór blaðamaður HRUNDAR í heimsókn til hennar, snæddi hjá henni arabiskan málsverð og hlýddi á hana segja frá. Arabar eru afar hjartahlýtt, opinskátt og gestrisið fólk, sem hefur ekki enn lært þann hátt vestrænna þjóða að bæla niður eðlis- læga greiðasemi sína. Þeir eru flestir múhamm- eðstrúar, mjög trúræknir og hafa í heiðri þær ströngu siðferðisreglur, sem Kóraninn býður þeim að halda. Glæpir eru þar sjaldgæfir enda eru refsingar harðar. Enn eru dæmi þess, að önnur höndin sé höggvin af þjófum, og Arabinn segir: Það er betra að einn missi höndina en að margir steli. Giftar konur fara yfirleitt ekki á veitinga- hús að kvöldi til, og ógiftar konur alls ekki. Karlmennirnir lifa hins vegar í munaði, og þeirra yndi og eftirlæti er að sitja nokkrir sam- an og ræða lífsins vandamál. Biðja þeir þá oft um Arrak, sem er þjóðardrykkur Araba, áfengt vín með anísbragði, og fá með því milli 30 og 40' rétti, alls kyns salöt, sósur og ídýfur, sem þeir bleyta brauð í. Yfir þessu sitja þeir stund- um saman. Kristínu var boðið á arabiskt heimili og var tekið á móti henni með miklum höfðingsbrag. Skiptust þær Kristín og húsfreyja á orðum með aðstoð túlks, og sagðist Kristín ekki hafa áður kynnzt jafn einlægri vinsemd og þessi ó- kunnuga kona sýndi henni. I stofunni voru fáeinir tréstólar, einfaldir að allri gerð, og ein dýna, sem Kristín sat á meðan snætt var. Það gilda ákveðnar reglur um, hvernig sitja ber á dýnum þessum; það má ekki teygja fæturna beint fram, en á að draga þá að sér siðsamlega — og helzt að sitja á þeim. Gesturinn er friðhelgur í augum Araba. Bedúínar, hirðingjaþjóðflokkur, sem býr i tjöldum á eyðimörkum Jórdaníu, eru svo gest- risnir, að ekki má skerða hár á höfði svarins óvinar á meðan hann gistir tjaldið. Allt það bezta á bænum skal borið fyrir hann og ekki má einu sinni móðga hann með tvíræðu orða- lagi, hversu hatrömm sem óvináttan er. Sem dæmi um fórnfýsi Araba má segja litla sögu urn jórdanskan leigubílstjóra, sem tók upp á arma sína enskt ferðafólk, heimilislaust og villt í byrjun striðsins. Hann lét það búa heima hjá sér og stofnaði með því lífi sínu og fjölskyldu sinnar í háska, þar eð þau gátu ekki flúið meðan gestirnir stóðu við. Allt fór vel að lokum, en hver vissi það fyrirfram? Þetta telur Kristín gefa sanna mynd af Jórdaníubúa — „Þeir stela úr manni hjartanu.“ Kristín kynntist matarsiðum Araba og fékk hjá þeim nokkrar mataruppskriftir, sem hún ætlar að leyfa lesendum HRUNDAR að njóta góðs af. Margar húsmæður hafa gaman af að gera tilraunir með nýstárlega rétti, og vænt- um við þess, að þessar uppskriftir komi þeim að góðu gagni. Arabar borða mcð fingrunum — að minnsta kosti kjúkling — og hafa þess vegna mundlaugar með hrcinu vatni við hliðina á diskunum. 1 vatnið dýfa þeir fitugum fingurgómunum og þurrka þá síðan á munnþurrkunni. Á myndinni sést rétturinn „Musakcn.“

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.