Hrund - 01.07.1967, Blaðsíða 27

Hrund - 01.07.1967, Blaðsíða 27
Nú er hausthúmið yfir okkur aftur, og við erum farin að kveikja á lömpunum á ný. Ef ljósin á heimilinu eru hlýleg, verður vetrarsortinn ekki eins tilfinnanlegur og ella. Það er gaman að breyta til, og gera sér nýja skerm yfir ljósið, og það er hægt að gera á svo marga vegu. A myndinni eru tveir fléttaðir tágaskermar, annar er gerður yfir gamla grind, en skermurinn á standlampanum er mótaður fríhendis, að öðru leyti eru þeir eins gerðir. Það er byrjað á því að teikna á harðan pappa hring eftir efri hring skermsins, og hringurinn er klipptur út. A hringinn eru síðan gerð lítil göt með ca. 1 cm. millibili. Tágar eru klipptar jafn margar götun- um og þær eru hafðar 10 cm. lengri en hlið skermsins. Þeim er síðan stungið í götin og 3 cm. látnir standa upp úr. Þessir 3ja cm. bútar eru svo fléttaðir saman þannig, að einn tágarendinn er beygður á bak við þann næsta, og látinn snúa inn að miðju, - síðan er farið eins að með næsta tágarenda, þar til allar tágarnar eru fléttaðar saman á þennan hátt. Og nú má byrja að flétta skerminn. Ef flétta á yfir gamla grind, er henni stungið við og við inn í körfuna til að máta. - Þegar búið er að flétta ca. 5 cm., má klippa pappann frá og snyrta til tágaendana, og þegar karfan hylur grindina alveg, er gengið frá tágaendunum, annaðhvort á sama hátt og þegar byrjað var á verkinu, eða með tungum, eins og sézt á myndinni, þ.e. tága- looool Búum heimilin okkar hlýlegum ljósum o oo oo oo endarnir eru allir hafðir jafn langir, og hverjum stungið niður við hliðina á þeim næsta. Á báðum tágaskermunum á myndinni eru gerð auð bil, ca. 2 cm. breið, og í þessi bil eru þræddar tréperlur. Þessu má sleppa, eða hafa bilin fleiri, eða þræða einhverju öðru í þau. Lampafóturinn er raunar blómavasi. I vasaopið hefur verið stungið stórum korktappa (þeir fást í öllum stærðum í lyfjaverzlunum), sem peru- stykkið hefur verið fest í. Það er gert á þann hátt, að með oddmjóum hvíf er gert gat á tappann miðjan, og peru- stykkinu með snúru er troðið í gegn. Grunn rauf er gerð á tappann og snúran er látin liggja upp með henni, og síðan er öllu stungið í vasaopið. Efnisskermurinn er gerður eftir vissri uppskrift, en hún er svona: A stórt pappírsblað (bezt er að sníkja sér umbúðarppapír í næstu búð) er gert lárétt strik, og þvermál neðri hrings grind- arinnar er merkt á það (A-B). Síðan er dregin lóðrétt lína, hornrétt á þá láréttu í gegn um punkt C sem er miðja þvermál- sins. Hæð grindarinnar er merkt á lóðréttu línuna (C-D) og önnur lína er dregin í gegn um þann punkt (D) samhliða línu AB. Á þessa nýju láréttu línu er merkt hálft þvermál efri hrings grind- arinnar í punktinum E. Nú er lína AE framlengd, og lína CD líka, þar til að þær skerast í punkti F. Sá punktur er svo notaður sem miðdepill í tveimur hringum, annar með AF sem radius og hinn með EF sem radius. Til að teikna hringana, er bezt að gera lykkju úr bendli, með lengdinni AF, festa bendil- endana með teiknibólu í punkt F, en stinga blýantsoddi í lykkj- una sjálfa, og draga blýantsodd- inn eftir blaðinu, þar til að kominn er rúmlega \ úr hring. Síðan er stytt í lykkjunni og lengdin höfð EF, og eins farið að. Þá er ummál neðri hrings grindarinnar mælt, og sú lengd er mæld og merkt á neðri hring- inn á blaðinu frá punkti A, og lína er dregin frá F að þeim punkti. Þá er sniðið á skerminn komið. Það er nú klippt út af pappírnum, mátað á grindina, og ef rétt hefur verið að farið, á það að smella á. Skermurinn á myndinni er úr grófu strigaefni, - efnið hefur verið klippt út eftir sniðinu og gert ráð fyrir 1 - cm allt í kring fyrir saum. Vliselini er straujað á efnið, hliðarnar saumaðar saman og faldað að ofan og neðan. Skerm- urinn er svo einfaldlega lagður yfir grindina, það þarf ekki að festa hann . Svo má taka hann af og því og strauja þegar þarf. 27

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.