Hrund - 01.07.1967, Blaðsíða 13

Hrund - 01.07.1967, Blaðsíða 13
hjá; konurnar masandi fyrir utan brauð- búðina . . . Andartak fann Mouche ilm- inn af nýju brauði og stökkum brauð- snúðum. Hún var komin í kirkju og heyrði brakið í stífum höfuðbúnaði kvennanna og andvörp org'elsins. Brot úr gömiu lagi hljómaði fyrir eyrum hennar, og hún sá fyrir sér vinnulúnar hendur móður sinnar sauma fermingar- kjólinn. Hún minntist gamalla vina; héra, sem hún hafði eitt sinn átt, og skjaldböku, kattar og andar, sem hafði misst annan fótinn. Hún mundi augna- ráð villtra dýra, sem stundum höfðu gægzt í gegnum limgerðið. Hún horfði inn í þennan skínandi garð, eins og gegnum dyr á lokuðum vegg. Þó sá hún ekki, hve lífíð hafði upp á margt að bjóða — að hún var ung og gat byggt á ný á ösku mistak- anna. Svört þokunóttin settist að í sál hennar, og hún hraðaði sér áfram, eins og sá, sem ekkert sér. Eitthvað eða einhver hrópaði í myrkrinu: „Hæ þú þarna, þú með tösk- una! Hvert ertu að fara og hvað liggur þér á?“ Mouche nam staðar, furðu lostin og ringluð. Skræka röddin átti greinilega við hana, en hún gat ekki séð hvaðan hún kom. Henni gramdist, hve ósvífin spurningin var, þvi að hún kom henni til að snúa við til þessa heims, sem hún hafði í rauninni þegar yfirgefið. Næsta setning utan úr myrkrinu gerði hana enn skelkaðri. „Það er kalt á árbotninum, litla mín, állinn og fljótakrabbinn munu gæða sér á holdi þínu.“ Þetta voru galdrar, og Mouche var hjátrúarfull, eins og allir Bretonar. Skelfingu lostin starði hún í kringum sig í leit að röddinni, sem hafði getið sér til um leyndarmál hennar. Við flöktandi skin gaslampans sá hún aðeins tómt brúðuleikhús. Efst á það var málað á vaxdúk: Kafteinn Coq og fjölskylda. Rétt hjá, öðrum megin, var óhrein sígaunaspákerling að rífast við mann sinn meðan þau tóku niður tjaldið. Hinum megin bisuðu tveir menn við að koma aflraunavél upp á bílpall. Enginn virtist hafa tekið eftir stúlkunni. Frekjuleg, skræk röddin gerði enn eina árás: „Hvað gerðist svona sorg- legt? Sagði vinurinn þér upp? Það eru fleiri fiskar í sjónum!“ Mouche rýndi gegnum þokuna og sá þá, að brúðuleikhúsið var ekki alveg tómt, eins og henni hafði sýnzt í fyrstu. A sviðinu sat brúða, eða öllu heldur hálf brúða, því að fætur sáust engir. Strákur með rautt hár, kartöflunef og útstæð eyru. Hann horfði á hana ó- skammfeilnum, máluðum augum, og á andliti hans var skrítinn áhyggjusvip- ur. I blaktandi, gulu gasljósinu virt- ist sem hann gæfi henni merki. „Jæja?“ sagði hann. „Hefurðu misst málið? Þú átt að svara, þegar þú ert spurð.“ Mouche hafði sett töskuna niður, þegar fyrsti óttinn greip hana. Nú tók hún hana upp og gekk rólega nær kass- anum til að kanna betur þessa litlu, furðulegu veru. Hún var enn undarlega móðguð yfir þessu óheflaða ávarpi, en heyrði sér til undrunar sjálfa sig svara: „Hvað fær þig eiginlega til að álíta, að þér komi það við?“ Brúðan horfði rannsakandi á hana. „Ó,“ sagði hann. „Atvinnulaus og blá- snauð, en hrokafull þrátt fyrir allt. Eg reyndi bara að vera kurteis — og eyða tímanum um leið.“ „Með því að ávarpa ókunnuga, sem 13

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.