Hrund - 01.07.1967, Blaðsíða 17

Hrund - 01.07.1967, Blaðsíða 17
neyzlu þess í hóf, þegar á ungl- ingsárunum? Hvað kynferðismál snertir vil ég segja, að unglingar fá varla nokkra tilsögn eða kennslu í þeim málum, nema þá helzt á götunni. Þess vegna ættu for eldrar að fræða þau um þessi mál feimnislaust, en ekki fara undan í flæmingi, ef ungling- arnir koma inn á þessi mál við þau. Einnig er mjög æskilegt að taka upp ítarlega kennslu í þess- um málum þegar í gagnfræða- skóla. Unglingur, sem lítið eða ekkert veit um kynferðismál, þor- ir ekki að spyrja pabba og mömmu eða fær ekki svör við spurningum sínum, og fer að fikta við þetta sjálfur, en gerir sér ekki grein fyrir afleiðingunum fyrr en um seinan. Að öðru leyti finnst mér, að foreldrar ættu sem minnst að blanda sér I mál unglinganna. Þeir eru orðnir nógu þroskaðir og sjálfstæðir á þessum aldri, og i það er tími til kominn, að þeir taki eigin ákvarðanir. Til dæmis í sambandi við skólagöngu, hvort þeir vilja halda menntaveginn eða fara aðrar brautir. Þótt það sé annars æskilegt, að foreldrar hvetji þau til að læra eitthvað. Með því að fara eigin leiðir, þroska unglingarnir fyrst ein- staklingshyggju sína, og þegar út í lífið kemur, eiga þeir auð- veldara með að taka mikilvægar ákvarðanir og bjarga sér á allan hátt betur, en ef þeir hefðu sí- fellt farið að óskum foreldranna. foreldra og barna er undirstaðan. Unglingar gera það, sem þau ætla sér. Margir þeirra reykja til dæmis |n þess að foreldrarnir hafi hugmynd um. En.þessi ó- hóflega peningaeyðsla þéirra er fullorðna fólkinu og þjóðfélag- inu að kenna. Hér eyða aliir pen- ingum í ergi og gríð og ekki nema von, að börnin taki eftir fyrirmyndinni. Það er staðreynd, að félag- arnir hafa meiri uppeldisáhrif en foreldrarnir, allt frá því er börnin fara fyrst út að leika sér, og það er afar erfitt vegna tíðarandans að ala börn upp á fslandi nú á dögum. Foreldrar ættu að taka sig saman í götum og hverfum bæjarins um að láta börnin fara snemma inn á kvöldin. Það þarf að koma réttum anda inn hjá islendingum, þeir eiga að hætta að gagnrýna skólana og ásaka foreldrana þess í stað. Almenn- ingsálitið er ekki nógu strangt. Við höfum vín um hönd frjáls- lega á heimilinu og reynum að kenna krökkunum að bera virð- ingu fyrir því — óttablandna virðingu. i sambandi við kynferðismál finnst mér sjálfsagt að auka kennslu verulega í gagnfræða- skólum. Það er oft betra að láta óviðkomandi aðila segja frá þessu. Þau spurðu ung krakkarnir og var þá sagt í líkingum — lítill munur á mönnum og dýrum og þess háttar. En börnin inniloka sig með aldrinum og það verður erfiðara að tala við þau. Foreldrar gefa sér ekki nægan tíma til að sinna börnunum. Þau eru sjálfstæðir einstaklingar, sem eiga sín vandamál ekki síður en hinir. Það vantar ömmur og afa, sem höfðu betri tíma og gátu haft mikil og góð áhrif á börnin. Nú eru ömmur og afar yngri, ennþá fullir starfskraftar. Foreldrar eiga að tala við börn- in og reyna að komast að áhuga- málum þeirra. Ýta undir áhugann og beina honum inn á réttar brautir. Stuðla síðan að því, að þau geti notið áhugamála sinna. Það er ótrúlega mikilvægt fyrir börn að hafa mark að keppa að. Foreldrar eiga að komast I ná- ið samband við börn sín. Svæfa þau meðan þau eru ung og fara með Faðirvorið með þeim. Það veitir barninu öryggi, og trúar- þörf er til í hverjum manni. Mað- urinn er hugsanavera — og því meir sem hann hugsar því sann- færðari verður hann. ÁRNI WAAG, mjólkurf ræðingur: Mér hefur ekki gengið vel að ná trúnaði barnanna — konunni gengur betur. Kannski gef ég mér ekki nægan tima til að tala við þau. En þetta er undirstöðu- atriði — gagnkvæmur skilningur 17

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.