Fréttablaðið - 09.02.2013, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 09.02.2013, Blaðsíða 40
2 „Það er margt nýtt og spennandi að fara í gang á þessu ári,” segir Magnús Björnsson, forstöðumaður Konfúsíusarstofnunarinnar Norðurljósa, sem starfrækt er í samstar áskóla Íslands, kínverska menntamálaráðuneytisins og Ningbo háskóla. „Við ætlum að auka framboð á kínverskunámskeiðum og svo ætlum við að bjóða þeim sem hafa lært kínversku upp á að fara í hálfs mánaðar ferð til Kína. Fólk þarf einungis að borga fargjöldin fram og til baka en gisting, fæði og ferðir innanlands í Kína verður í boði stofnunarinnar. Þetta er í boði bæði fyrir nemendur í kínverskum fræðum við Háskóla Íslands og þá sem hafa tekið námskeið í kínversku við Endurmenntun HÍ. Farið verður í heimsókn í Ningbo háskóla í samnefndri borg og svo gefst tækifæri til að fara til hanghaí og eiri borga,“ segir Magnús. Konfúsíusarstofnanir eru kenndar við kínverska heimspekinginn Konfúsíus og starfa víða um heim. Sú fyrsta var sett á fót árið 2004 að kínversku frumkvæði en í dag er starfandi á fjórða hundrað Konfúsíusarstofnanir í nærri 100 löndum. Íslenska Konfúsíusarstofnunin Norðurljós var stofnuð 2008. Stofnanirnar eiga það allar sameiginlegt að tengjast háskólum víðsvegar um heim en starfa einnig í tengslum við atvinnulí ð og ýmsa aðila í samfélaginu. Markmið þeirra er að auka kennslu í kínversku og fræðslu um kínverska menningu. Kínverska í leikskólum Magnús segir að hingað til ha starf Norðurljósa einkum falist í að kenna kínersku og útvega efni til að kennslunnar. Einnig ha töluverð áhersla verið lögð á að e a samræður á akademískum grundvelli um málefni er varða Kína. „Við erum líka að vinna að því að koma okkur meira út fyrir háskólann og bjóða upp á kennslu í kínversku á eiri stöðum og á neðri skólastigum. Fordæmi eru fyrir því hjá nágrannalöndum, til dæmis á Norðurlöndunum og Írlandi þar sem verið er að kenna kínversku í grunnskólum og jafnvel á leikskólastigi.“ Flókin tákn Konfúsíusastofnunin hefur einnig verið í samstar við kínverska samfélagið á Íslandi, til dæmis með því að kenna börnum að uttra Kínverja að lesa og skrifa kínversk tákn. „Þetta er nýbyrjað í tilraunaskyni og hefur reynst mjög vel. Kínverjar sem búa hérna kenna börnum sínum y rleitt að tala kínversku en það er oft óknara að kenna þeim táknin. Næsta skref er að bjóða upp á námskeið í samstar við Íslenska ættleiðingu sem verður fyrir börn sem eru ættleidd frá Kína,“ segir Magnús. en ast atvinnulí nu Nýlega hóf stofnunin samstarf við Viðskiptafræðideild HÍ um nám í viðskiptakínversku. „Þannig vonumst við til þess að tengjast atvinnulí nu betur. þessi ári stendur til að skrifa undir fríverslunarsamning á milli Íslands og Kína og því eru miklir möguleikar á að auka viðskiptatengsl okkar við Kína. Til að það gangi betur vantar okkur að e a þekkingu á kínversku og kínverskum hefðum.“ Þá stendur til að koma á samstar við Ferðamálaskóla Íslands um námskeið fyrir ferðaþjónustu- aðila í kínversku og móttöku kínverskra ferðamanna. Magnús telur þetta mikil- vægan lið í að auka þjónustu við kínverska ferðamenn sem fjölgar ört á ári hverju. Í tilefni kínverska nýársins ætlar Konfúsíusarstofnun Norðurljós að bjóða landsmönnum upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá á kínverskum menningardegi þann 10. febrúar nk. Hátíðin er í haldin í samstar við Heilsudrekann og eiri aðila. Hún verður á Háskólatorgi frá kl. 14:00 til 17:00 og eru allir velkomnir. Fjölbreytt dagskrá „Við erum svo heppin að í ár lenda áramótin á helgi og getum því haldið upp á nýárið á nýársdeginum sjálfum. Það verður boðið upp á drekadans, kínverska tónlist og bardagalist, taichi, kínverskan mat, te, skrautskrift og margt eira. Yngstu kynslóðinni verður líka boðið að læra að syngja kínversk lög,“ segir Magnús. -Hrafnhildur Jóhannesdóttir Á Íslandi ætlar Xin Shi, rúmlega fertug kínversk kona, að fagna nýju kínversku ári. Það hefur hún gert svo lengi sem hún man eftir sér, og hættir því ekki þótt hún sé komin á hjara veraldar. Þegar hún var lítil stúlka í Kína voru það gja rnar sem heilluðu en einnig drekasýningar á götum úti og ugeldar sem lýstu upp himininn mörg kvöld í röð. Spenningurinn var mikill hjá börnunum. „Svo fengum við alltaf ný föt og máttum borða fullt af nammi,“ segir hún. „Við fengum líka alltaf smá aur, sem átti að færa okkur gæfu á nýju ári,“ segir Xin. „Á Íslandi ætlum við að halda upp á nýja árið með kínverskum vinum, allir koma með veislurétti en það er mikið borðað af kjöti og góðum mat,“ segir hún. Langt að heiman Ár snáksins hefst 10. febrúar og þá verða veisluhöld í 1 daga í Kína og víða annars staðar um heim þar sem Kínverjar búa. Um 300 Kínverjar búa á Íslandi sem láta ekki sitt eftir liggja. Xin Shi er langt frá heimkynnum sínum, Yitong í norðaustur hluta Kína, „litlum“ 400 þúsund manna bæ. Hún kynntist íslenskum manni sínum, Magnúsi Björnssyni, í háskóla þarlendis. Á Íslandi hafa þau búið síðan 200 og eiga nú sjö ára dreng og tæplega fjögurra ára stúlku. Börnin tala íslensku og kínversku jöfnum höndum og bera bæði kínversk og íslensk nöfn. Xin vinnur sem túlkur fyrir kínverska ferðamenn sem hingað koma, á vegum kínverskrar ferðaskrifstofu, en háannatíminn er y r sumarið. Fædd á ári hundsins Xin Shi hlakkar mjög til hátíðarhaldanna hér á landi. Hátíðin er ekki trúarlegs eðlis, útskýrir hún, heldur frekar eldgömul hefð og er einnig til að fagna vorinu. „Þetta verður gott ár og áhugavert, ár snáksins, alla vega fyrir suma,“ segir hún. „Ég er fædd á ári hundsins, svo ég verð heppin í ár,“ segir hún og hlær, en samkvæmt kínverskri stjörnuspeki boðar ár snáksins gott fyrir þá sem fæddir eru á ári hundsins Nýja kínverska árið er fjölskylduhátíð og venja að fólk ferðast langar leiðir til að vera með ættingjum sínum og fagna. Fólk tekur sér frí, oft í marga daga, og veisluhöldin standa y r með tilheyrandi kræsingum. Soðnir hveitibögglar fylltir með kjöti og grænmeti er vinsæll veislumatur. „Maturinn fyrsta kvöldið er til heiðurs forfeðrum okkar,“ segir Xin, „en ugeldasýningarnar eiga að reka burt alla óheppni, hún á ekki að fylgja okkur inn í nýja árið.“ Í Kína er dansað á götum úti og litríkir drekar liðast um strætin. Hér á landi verða Kínverjar og Íslendingar að láta sér nægja hátíðahöldin í Háskóla Íslands þann 10. febrúar, sem eru á vegum Konfúsíusarstofnunarinnar hér á landi. -Ásdís Ásgeirsdóttir Heppnin fylgir ári snáksins Viljum efla starfið utan háskólans Mynd: Ásdís ÁsgeirsdóttirXin Shi fagnar nýju ári um helgina. Í tilefni kínverska nýársins verður hátíðardagskrá á Háskólatorgi frá 14-17 á sunnudaginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.