Fréttablaðið - 09.02.2013, Side 92

Fréttablaðið - 09.02.2013, Side 92
9. febrúar 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 64 ➜ Það er frábært hvað fólk er tilbúið til að lána og við erum alltaf glöð þegar hlutir hafa varðveist sem við sem tengjumst Gliti höfum bara séð á mynd- um. Við vitum að miklu hefur verið hent því þessir hlutir fóru úr tísku um tíma en undanfarið hefur fólk farið að meta þá á ný. Sýningin mun leitast við að kynna hversu fjöl-breytt og metnaðarfull sú hönnun var sem fram fór í Gliti. Ég held ég megi full-yrða að margt kemur þar á óvart,“ segir Inga Ragnarsdóttir myndlistarmaður um sýninguna Innlit í Glit sem opnuð verður í Hönnunarsafninu á Garðatorgi í Garðabæ í dag. Inga er dóttir Ragnars Kjartans- sonar, sem stofnaði Glit með þeim Einari Elíassyni og Pétri Sæmund- sen. Hún segir sýninguna nú ekki síst börnum Einars að þakka og margir hafi komið að undirbún- ingnum. Listmunir frá Gliti voru áber- andi á íslenskum heimilum á sínum tíma en síðan hurfu þeir úr tísku. Hvernig gekk að safna sýningar- gripum nú? „Það gekk furðu vel,“ segir Inga. „Bæði eiga aðstandend- ur þeirra sem stofnuðu Glit ýmis- legt og einnig var lýst eftir munum með góðum árangri. Það er frá- bært hvað fólk er tilbúið til að lána og við erum alltaf glöð þegar hlutir hafa varðveist sem við sem tengj- umst Gliti höfum bara séð á mynd- um. Við vitum að miklu hefur verið hent því þessir hlutir fóru úr tísku um tíma en undanfarið hefur fólk farið að meta þá á ný.“ Inga segir hlutina frá Gliti mis- jafna eftir efni, hönnun og fram- leiðslu. „Eftir 1971, þegar fyrir- tækið flyst upp á Höfða, stækkar það mikið og verður verksmiðju- framleiðsla,“ lýsir Inga sem vann eitt ár á Höfðanum. „Ég var í akkorðsvinnu við að renna í mót,“ segir hún en kveðst líka muna eftir Gliti á Óðinsgötunni þar sem það var stofnað. „Þar voru marg- ir listamenn í vinnu við hönnun og framleiðslu,“ rifjar hún upp og nefnir sem dæmi Jón Gunnar Árnason, Dieter Roth, Eddu Ósk- arsdóttur, Steinunni Marteinsdótt- ur, Hauk Dór, Hring Jóhannesson og Sigurjón Jóhannsson. „Faðir minn var listrænn stjórnandi í Glit og um leið kennari í Mynd- listarskólanum svo hann var í miklu sambandi við myndlistar- menn. Þeir fóru margir að vinna hjá honum í Gliti,“ segir Inga og bætir því við að eftirtektarvert sé hversu frumkvöðlarnir voru ein- beittir í því að nota íslenskan leir og íslenska hraunið í framleiðsl- una. MENNING Íslenskt jarðefni í hávegum haft Í Hönnunarsafni Íslands hefur verið opnuð sýning á völdum munum úr sögu leirbrennslunnar Glits hf. Þar sést hönnun frá þeim tíma sem íslenskur list- iðnaður var í frumbernsku. KUNNUG-LEGT Munir sem margir tengja við Glit enda voru þeir aðalfram- leiðsluvara fyrirtækisins um og eftir 1970. Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is VASAR ROTH Vasar sem voru á sýningu í Ásmundar- sal 1960, sameiginleg hönnun Ragnars og Dieters Roth. MUNIR FRÁ 1963-1965 Renndir og skreyttir af Ragnari Kjartanssyni. VASI Vasi eftir Ragnar Kjartans- son frá 1960. 20% kynningar afsláttur á Novexpert í Lyfju um land allt 8. feb. – 12. feb. 100% náttúrulegar vörur Án Parabena Án Rotvarnarefna Án ilm og litarefna Án mineral olíu HARPA ÞÓRSDÓTTIR for- stöðumaður Hönnunarsafns Íslands, Sigrún Einarsdóttir grafískur hönnuður, og Inga Ragnarsdóttir, myndlistar- maður. Sigrún og Inga eru dætur frumkvöðlanna.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.