Fréttablaðið - 09.02.2013, Side 92
9. febrúar 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 64
➜ Það er frábært hvað
fólk er tilbúið til að lána og
við erum alltaf glöð þegar
hlutir hafa varðveist sem
við sem tengjumst Gliti
höfum bara séð á mynd-
um. Við vitum að miklu
hefur verið hent því þessir
hlutir fóru úr tísku um
tíma en undanfarið hefur
fólk farið að meta þá á ný.
Sýningin mun leitast við að kynna hversu fjöl-breytt og metnaðarfull sú hönnun var sem fram fór í Gliti. Ég held ég megi full-yrða að margt kemur þar
á óvart,“ segir Inga Ragnarsdóttir
myndlistarmaður um sýninguna
Innlit í Glit sem opnuð verður í
Hönnunarsafninu á Garðatorgi í
Garðabæ í dag.
Inga er dóttir Ragnars Kjartans-
sonar, sem stofnaði Glit með þeim
Einari Elíassyni og Pétri Sæmund-
sen. Hún segir sýninguna nú ekki
síst börnum Einars að þakka og
margir hafi komið að undirbún-
ingnum.
Listmunir frá Gliti voru áber-
andi á íslenskum heimilum á sínum
tíma en síðan hurfu þeir úr tísku.
Hvernig gekk að safna sýningar-
gripum nú? „Það gekk furðu vel,“
segir Inga. „Bæði eiga aðstandend-
ur þeirra sem stofnuðu Glit ýmis-
legt og einnig var lýst eftir munum
með góðum árangri. Það er frá-
bært hvað fólk er tilbúið til að lána
og við erum alltaf glöð þegar hlutir
hafa varðveist sem við sem tengj-
umst Gliti höfum bara séð á mynd-
um. Við vitum að miklu hefur verið
hent því þessir hlutir fóru úr tísku
um tíma en undanfarið hefur fólk
farið að meta þá á ný.“
Inga segir hlutina frá Gliti mis-
jafna eftir efni, hönnun og fram-
leiðslu. „Eftir 1971, þegar fyrir-
tækið flyst upp á Höfða, stækkar
það mikið og verður verksmiðju-
framleiðsla,“ lýsir Inga sem vann
eitt ár á Höfðanum. „Ég var í
akkorðsvinnu við að renna í mót,“
segir hún en kveðst líka muna
eftir Gliti á Óðinsgötunni þar sem
það var stofnað. „Þar voru marg-
ir listamenn í vinnu við hönnun
og framleiðslu,“ rifjar hún upp
og nefnir sem dæmi Jón Gunnar
Árnason, Dieter Roth, Eddu Ósk-
arsdóttur, Steinunni Marteinsdótt-
ur, Hauk Dór, Hring Jóhannesson
og Sigurjón Jóhannsson. „Faðir
minn var listrænn stjórnandi í
Glit og um leið kennari í Mynd-
listarskólanum svo hann var í
miklu sambandi við myndlistar-
menn. Þeir fóru margir að vinna
hjá honum í Gliti,“ segir Inga og
bætir því við að eftirtektarvert sé
hversu frumkvöðlarnir voru ein-
beittir í því að nota íslenskan leir
og íslenska hraunið í framleiðsl-
una.
MENNING
Íslenskt jarðefni
í hávegum haft
Í Hönnunarsafni Íslands hefur verið opnuð sýning
á völdum munum úr sögu leirbrennslunnar Glits hf.
Þar sést hönnun frá þeim tíma sem íslenskur list-
iðnaður var í frumbernsku. KUNNUG-LEGT
Munir sem
margir tengja
við Glit enda
voru þeir
aðalfram-
leiðsluvara
fyrirtækisins
um og eftir
1970.
Gunnþóra
Gunnarsdóttir
gun@frettabladid.is
VASAR
ROTH Vasar
sem voru
á sýningu í
Ásmundar-
sal 1960,
sameiginleg
hönnun
Ragnars og
Dieters Roth.
MUNIR FRÁ
1963-1965
Renndir og
skreyttir
af Ragnari
Kjartanssyni.
VASI Vasi eftir
Ragnar Kjartans-
son frá 1960.
20% kynningar afsláttur
á Novexpert í Lyfju um land allt
8. feb. – 12. feb.
100% náttúrulegar vörur
Án Parabena
Án Rotvarnarefna
Án ilm og litarefna
Án mineral olíu
HARPA ÞÓRSDÓTTIR for-
stöðumaður Hönnunarsafns
Íslands, Sigrún Einarsdóttir
grafískur hönnuður, og Inga
Ragnarsdóttir, myndlistar-
maður. Sigrún og Inga eru
dætur frumkvöðlanna.