Fréttablaðið - 09.02.2013, Blaðsíða 46
| FÓLK | HELGIN4
FRÍTT INN
Dagskráin hefst kl.
10 í dag og stend-
ur yfir til kl. 16.
Ókeypis verður í
bílakjallara Hörpu
á meðan viðburð-
urinn stendur yfir.
Nánari upplýsingar
má finna á www.
utmessan.is.
NÝR HEIMUR
Arnheiður Guðmunds-
dóttir er framkvæmda-
stjóri messunnar.
MYND/GVA
Einn stærsti viðburður ársins í tölvugeiranum verður haldinn nú um helgina þegar UTmessan
fer fram í Hörpu. Þetta er þriðja árið
í röð sem viðburðurinn er haldinn.
Í gær fór fram ráðstefna fagfólks en
í dag verður sýning tölvu- og tækni-
fyrirtækja opin almenningi og kostar
ekkert inn. Arnheiður Guðmundsdóttir,
framkvæmdastjóri UTmessunnar, segir
dagskrána ekki síst miða að því að sýna
almenningi hversu stór og umfangsmikil
atvinnugreinin er orðin hér á landi.
„Öll helstu tölvu- og tæknifyrir-
tæki landsins taka þátt og kynna með
ýmsum hætti hvað tölvuiðnaðurinn
snýst um. Dagurinn gengur ekki síst
út á að sýna almenningi að það er fullt
af skemmtilegu fólki, spennandi fyrir-
tækjum og fjölbreyttum verkefnum í
tölvugeiranum. Fyrirtækin eru með
sýningarbása og sýna ólíka hluti, verða
með leiki og gjafir.“
Auk þess verða fjölmargir skemmti-
legir viðburðir í gangi á sama tíma
að sögn Arnheiðar. „Örmessa verður
haldin í Kaldalóni þar sem stuttir fyrir-
lestrar um tölvutækni verða haldnir.
Einnig verður APPmessa sem er keppni
um flottasta app-ið. Þar munum við
keyra á skjá allan daginn myndbönd
með hugmyndunum og svo verða úr-
slitin kynnt í lok dags.“
Einn mest spennandi viðburðurinn er
þó, að sögn Arnheiðar, DUST 514-orrust-
ur á vegum tölvuleikjafyrirtækisins CCP
sem verður í Norðurljósum. „Um er að
ræða nýjasta tölvuleikinn frá CCP og er
hann sá fyrsti í heiminum sem tengist
öðrum tölvuleik, EVE Online-tölvuleikn-
um. Allir geta prófað en 32 tölvur verða
í Norðurljósasal Hörpu.“
Af öðrum viðburðum dagsins nefnir
Arnheiður „Hackathon“ þar sem forrit-
arar hittast til að vinna markvisst sam-
an að þróun nýrra lausna og hugmynda.
Gestum verður boðið að spila leikinn
Minecraft með örsmáum Raspberry Pi-
tölvum, fá að kynnast hvernig hægt er
að búa til tónlist og listaverk með tölv-
um auk þess sem gestum gefst tækifæri
til að læra forritun af börnum.
MESSAÐ Í HÖRPU
TÖLVUR OG TÆKNI Almenningi gefst tækifæri til að kynna sér marga
spennandi hluti á UTmessunni í Hörpu í dag.
Steve Van Zandt, eða Little Steven,
gítarleikari Bruce Springsteen, leikur
aðalhlutverkið í sjónvarpsþáttunum
Lilyhammer sem RÚV sýnir á þriðju-
dagskvöldum. Steve fer þar með hlut-
verk Franks Tagliano, mafíósa frá New
York sem fær vitnavernd og flytur til
Lillehammer í Noregi. Áður var Little
Steven þekktur sem mafíósi í þáttaröð-
inni Sopranos.
Lilyhammer-þættirnir slógu áhorfs-
met í Noregi á síðasta ári en þeir hafa
nú verið seldir til meira en eitt hundrað
landa. Nú er verið að kvikmynda aðra
þáttaröð þessara vinsælu þátta í Lille-
hammer en samfara vinsældum hefur
ferðamannastraumur þangað aukist um
rúm 20%.
Í stað þess að vera á tónleikaferða-
lagi um Ástralíu með Springsteen eyðir
Little Steven nú dögunum við tökur í
norska bænum Lillehammer en þær
munu standa fram í mars. Leikarinn
telur Norðmenn flókna persónuleika.
„Það eru bæði mótsagnir og þversagn-
ir í þessu samfélagi sem mér þykja
heillandi,“ segir Steve. Hann óskaði
eftir auknu fjármagni í gerð seinni
þáttaraðarinnar og fékk. Ákveðið hefur
verið að veita 62 milljónir norskra
króna í verkefnið sem er næstum
helmingi meira en fékkst í fyrri þátta-
röðina. Norska ríkissjónvarpið fékk
Netflix til liðs við sig og þarf því ekki
eitt að standa að fjármögnun. Bærinn
Lillehammer er þekktur fyrir Vetrar-
ólympíu leikana árið 1994.
FLOTTUR
Leikarinn og tónlistar-
maðurinn Steve Van
Zandt dregur ferðamenn
til Lillehammer í Noregi.
FERÐAMENN FLYKKJAST
TIL LILLEHAMMER
Mafíósinn Frank fór til Lillehammer í Noregi er hann fékk vitnavernd í New
York í sjónvarpsþáttunum Lilyhammer. Nú vilja fleiri skoða þennan litla bæ.
Fáðu þér áskrift
512 5100
stod2.is
STÖÐ 2 SUNNUDAGSKVÖLD
21.40
THE FOLLOWING
Magnaður spennuþáttur sem hefur slegið í gegn. Kevin
Bacon eltist við illmenni sem alræmdur fjöldamorðingi
stjórnar úr fangelsisklefanum sínum.