Fréttablaðið - 09.02.2013, Blaðsíða 104

Fréttablaðið - 09.02.2013, Blaðsíða 104
9. febrúar 2013 LAUGARDAGUR| SPORT | 76 HANDBOLTI Í vikunni bárust fregnir af því að Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, línumaður með Val og íslenska landsliðinu, bæri barn undir belti og myndi því ekki spila meira á yfir- standandi tímabili. Þegar þetta var gert opin- bert var Anna Úrsúla nýbúin að slasast á auga á æfingu hjá Val en um tíma var óttast að hún myndi missa hluta sjónarinnar á vinstra auga. „Það var versta mögulega niðurstaðan en það er stutt síðan þetta gerðist og ég er enn að jafna mig,“ sagði Anna Úrsúla við Fréttablað- ið. „Ég er enn með smá ský yfir auganu en læknarnir segja að þetta eigi að jafna sig með tímanum, þó þeir geti ekki lofað því. Ég hef þó fulla trú á að þetta muni ganga til baka og hef ekki of miklar áhyggjur af þessu.“ Anna fékk fingur samherja í augað á æfingu. Við það rifnaði hornhimna auk þess sem blæddi inn á augnbotninn. Hún segist ætla að vera Valsliðinu innan handar áfram í vetur, þó svo að hún geti ekki spilað með því. „Ég mun mæta á leiki og pirra þær aðeins,“ sagði hún og hló. „Það er búið að setja mig í hlutverk liðsstjóra en ég held að það þýði bara að ég eigi að láta eins og öskurapi í hliðarlínunni. Við Rebekka munum skipta þessu á milli okkar,“ sagði Anna en fyrr á tímabilinu var greint frá óléttu Rebekku Rutar Skúladóttur, sem einnig leikur með Val. „Það er gott að geta hjálpað til á þennan hátt enda þarf stundum að kveikja í leik- mönnum. Þetta verður gaman,“ sagði Anna og kvaðst stíga sátt til hliðar nú. „Ég mun sakna þess að vera ekki á æfing- um með stelpunum en ég er búin að vera í þessu svo lengi að það gæti verið gott fyrir mig að taka mér smá frí. Nú tekur við nýr kafli í mínu lífi og ég ætla að njóta þess.“ Anna segist ekki hafa ákveðið hvort hún snúi aftur á handboltavöllinn á næsta tíma- bili. „Þetta er enn nokkuð nýtt fyrir mér og ég hef ekkert velt því fyrir mér. Ég ætla fyrst og fremst að einbeita mér að þessu verkefni.“ Valur hefur þegar fyllt í skarð Önnu Úrsúlu en félagið samdi við Sonata Viunajte frá Litháen í síðasta mánuði. - esá Vongóð um að fá fulla sjón Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, sem meiddist illa á auga á æfi ngu, er ólétt og spilar ekki meira á tímabilinu. VERÐUR SAKNAÐ Anna Úrsúla Guðmundsdóttir mun beita sér á hliðarlínunni í leikjum Vals í vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN LEIKIR HELGARINNAR LAUGARDAGUR 12.45 Tottenh. - Newcastle Sport 2 HD 13.30 ÍBV - Selfoss N1-deild kvenna 13.30 Stjarnan - Haukar N1-deild kvenna 14.00 HK - FH N1-deild kvenna 15.00 Sunderland - Arsenal Sport 2 HD 15.00 Chelsea - Wigan Sport 3 15.00 Swansea - QPR Sport 4 15.00 Stoke - Reading Sport 5 15.00 Norwich - Fulham Sport 6 15.00 Haukar - FH N1-deild karla 15.00 Sävehof - Kiel Sport HD 15.00 Snæfell - KR Dominos-d. kvenna 16.30 Fjölnir - Keflavík Dominos-d. kv. 15.30 Grótta - Fram N1-deild kvenna 17.30 S‘ton - Man. City Sport 2 HD 21.00 Real Madrid - Sevilla Sport HD SUNNUDAGUR 11.00 Barcelona - Getafe Sport 2 HD 13.30 Aston Villa - West Ham Sport 2 HD 16.00 Man. United - Everton Sport 2 HD 16.15 Füchse Berlin - Barcelona Sport HD 18.00 Sunnudagsmessan Sport 2 HD 19.15 KFÍ - Snæfell Dominos-deild karla 19.15 KR - Þór Þ. Dominos-deild karla 19.15 Skallagr. - Tindast. Dominos-d. k. 19.15 Haukar - Grindavík Dominos-d. kv. 19.15 Valur - Njarðvík Dominos-d. kv. 20.30 Miami - LA Lakers Sport HD SPORT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.