Fréttablaðið - 09.02.2013, Page 104
9. febrúar 2013 LAUGARDAGUR| SPORT | 76
HANDBOLTI Í vikunni bárust fregnir af því að
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, línumaður með
Val og íslenska landsliðinu, bæri barn undir
belti og myndi því ekki spila meira á yfir-
standandi tímabili. Þegar þetta var gert opin-
bert var Anna Úrsúla nýbúin að slasast á auga
á æfingu hjá Val en um tíma var óttast að hún
myndi missa hluta sjónarinnar á vinstra auga.
„Það var versta mögulega niðurstaðan en
það er stutt síðan þetta gerðist og ég er enn að
jafna mig,“ sagði Anna Úrsúla við Fréttablað-
ið. „Ég er enn með smá ský yfir auganu en
læknarnir segja að þetta eigi að jafna sig með
tímanum, þó þeir geti ekki lofað því. Ég hef
þó fulla trú á að þetta muni ganga til baka og
hef ekki of miklar áhyggjur af þessu.“
Anna fékk fingur samherja í augað á
æfingu. Við það rifnaði hornhimna auk þess
sem blæddi inn á augnbotninn.
Hún segist ætla að vera Valsliðinu innan
handar áfram í vetur, þó svo að hún geti ekki
spilað með því. „Ég mun mæta á leiki og pirra
þær aðeins,“ sagði hún og hló. „Það er búið
að setja mig í hlutverk liðsstjóra en ég held
að það þýði bara að ég eigi að láta eins og
öskurapi í hliðarlínunni. Við Rebekka munum
skipta þessu á milli okkar,“ sagði Anna
en fyrr á tímabilinu var greint frá óléttu
Rebekku Rutar Skúladóttur, sem einnig leikur
með Val.
„Það er gott að geta hjálpað til á þennan
hátt enda þarf stundum að kveikja í leik-
mönnum. Þetta verður gaman,“ sagði Anna og
kvaðst stíga sátt til hliðar nú.
„Ég mun sakna þess að vera ekki á æfing-
um með stelpunum en ég er búin að vera í
þessu svo lengi að það gæti verið gott fyrir
mig að taka mér smá frí. Nú tekur við nýr
kafli í mínu lífi og ég ætla að njóta þess.“
Anna segist ekki hafa ákveðið hvort hún
snúi aftur á handboltavöllinn á næsta tíma-
bili. „Þetta er enn nokkuð nýtt fyrir mér og
ég hef ekkert velt því fyrir mér. Ég ætla fyrst
og fremst að einbeita mér að þessu verkefni.“
Valur hefur þegar fyllt í skarð Önnu Úrsúlu
en félagið samdi við Sonata Viunajte frá
Litháen í síðasta mánuði.
- esá
Vongóð um að fá fulla sjón
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, sem meiddist illa á auga á æfi ngu, er ólétt og spilar ekki meira á tímabilinu.
VERÐUR SAKNAÐ Anna Úrsúla
Guðmundsdóttir mun beita sér á
hliðarlínunni í leikjum Vals í vetur.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
LEIKIR HELGARINNAR
LAUGARDAGUR
12.45 Tottenh. - Newcastle Sport 2 HD
13.30 ÍBV - Selfoss N1-deild kvenna
13.30 Stjarnan - Haukar N1-deild kvenna
14.00 HK - FH N1-deild kvenna
15.00 Sunderland - Arsenal Sport 2 HD
15.00 Chelsea - Wigan Sport 3
15.00 Swansea - QPR Sport 4
15.00 Stoke - Reading Sport 5
15.00 Norwich - Fulham Sport 6
15.00 Haukar - FH N1-deild karla
15.00 Sävehof - Kiel Sport HD
15.00 Snæfell - KR Dominos-d. kvenna
16.30 Fjölnir - Keflavík Dominos-d. kv.
15.30 Grótta - Fram N1-deild kvenna
17.30 S‘ton - Man. City Sport 2 HD
21.00 Real Madrid - Sevilla Sport HD
SUNNUDAGUR
11.00 Barcelona - Getafe Sport 2 HD
13.30 Aston Villa - West Ham Sport 2 HD
16.00 Man. United - Everton Sport 2 HD
16.15 Füchse Berlin - Barcelona Sport HD
18.00 Sunnudagsmessan Sport 2 HD
19.15 KFÍ - Snæfell Dominos-deild karla
19.15 KR - Þór Þ. Dominos-deild karla
19.15 Skallagr. - Tindast. Dominos-d. k.
19.15 Haukar - Grindavík Dominos-d. kv.
19.15 Valur - Njarðvík Dominos-d. kv.
20.30 Miami - LA Lakers Sport HD
SPORT