Fréttablaðið - 09.02.2013, Blaðsíða 71

Fréttablaðið - 09.02.2013, Blaðsíða 71
Urður Anna Björnsdóttir útskrifast frá Háskóla Íslands í lok febrúar. Hún lærði bæði kínversk fræði og ferðamálafræði. Urður heillaðist af Kína þegar hún ferðaðist um landið með fjölskyldu sinni árið 2008. „Samfélagið er að breytast mikið og menningin heillaði mig. Fólkið er vingjarnlegt og þolinmótt við útlendinga jafnvel þó þeir tali ekki stakt orð í kínversku. Eftir ferðina var ég staðráðin í að fara aftur til Kína og dveljast þá lengur í landinu,“ segir hún. Urður skráði sig í ferðamálafræði í Háskóla Íslands og vonaðist til að komast í skiptinám til Kína að loknu fyrsta árinu. Um haustið komst hún svo að því að einungis nemar í kínversku gátu farið í skiptinám til Kína. „Ég hugsaði með mér að ég færi þá bara í kínversku, fyrst það var eina leiðin til að komast út. Ég ákvað þetta allt á einum degi,“ segir hún brosandi og bætir við að hún ha aldrei verið mikil tungumálamanneskja. „Kínverskunámið gekk samt mjög vel og það hjálpaði örugglega til hvað ég var spennt að fara út. Það er líka mun auðveldara að einbeita sér að einu tungumáli í einu en að læra þrjú mál samtímis í menntaskóla.“ Haustið 2010 fór Urður í skiptinámið langþráða. Hún dvaldi í eitt ár í borginni Nanjing. Borgin á sér langa sögu og var eitt sinn höfuðborg Kína. „Þegar ég kom út var mér hent beint út í djúpu laugina þar sem ég þurfti að tala kínversku við alla. Það var gott að vera búin með fyrsta árið hér heima en við höfðum lært um sögu og menningu Kína. Ég kunni svona grunninn í málinu og gat bjargað mér,“ segir Urður. Námið úti var eingöngu tungumálanám og hún segist hafa tekið miklum og hröðum framförum. „Það er allt öðruvísi að læra kínversku í Kína en hér heima. Hér gefast ekki mörg tækifæri til að tala málið utan háskólans.“ Þegar hún er spurð hvort námið sé er tt segir Urður það ákveðna m tu að kínverska sé er ðari en önnur tungumál. „Fólk heldur stundum að þetta sé óskiljanlegt og ofboðslega ókið en ég held að þetta sé bara spurning um vilja og áhuga.“ Kínverska er þó mjög ólík íslensku og Urður segir að það sé ýmislegt sem þur að leggja á minnið. „Framburðurinn er svolítið er ður hvað varðar tóna. Mandarín er með fjóra tóna. Hvert orð hefur ákveðinn tón og merkingin er ekki sú sama eftir því hvaða tónn er notaður. Fyrir hvert orð þarf að muna þrjú atriði; í hvaða tóni það er sagt, hvernig það er borið fram og hvernig táknið er.“ Ferðaðist mikið Urður bjó á heimavist með nemum allsstaðar að úr heiminum sem allir áttu það sameiginlegt að hafa brennandi áhuga á Kína. „Eftir á að hyggja hefði ég kannski frekar vilja búa með Kínverjum en það var viss upplifun að vera hluti af svona fjölþjóðlegu samfélagi. Ég held góðu sambandi við kínversku vinina sem ég kynntist. Þau eru mjög traustir vinir og ég er ánægð að hafa kynnst þeim,“ segir hún. Urður ferðaðist eins mikið um Kína og hún gat og segir menningu og aðstæður gjörólíkar eftir svæðum. „Ég fór til stórborga á borð við Shanghai og Beijing en upplifði líka tíbeska menningu í borg við landamærin að Tíbet og fékk háfjallaveiki.“ Kynnti sér kínverskar hefðir Urður tók sig til og lærði Taiji sem er hefðbundin kínversk leik mi. „Unga fólkið í Kína hefur ekki áhuga á Taiji því það tengir það við eldri kynslóðirnar en mér fannst það skemmtilegt,“ segir Urður og bætir við að hún ha líka lært að skrifa kínversk tákn með penslum. „Sta rnir eru svo fallegir svona málaðir, allt öðruvísi en þegar þeir eru skrifaðir með blýanti eða á tölvu,“ segir hún. i st m að r a Margt í kínversku samfélagi er ólíkt því sem við eigum að venjast. Urður segir að ólíkar samskiptahefðir ha ekki háð henni en sumt ha verið eftirminnilegt. „Það er til dæmis ri st um það hver fái að borga þegar fólk fer saman út að borða og stundum liggur við að það komi til handalögmála.“ Hún segir vanann líka vera að hafa mjög hátt þegar fólk fer út saman: „Í Kína er er tt að nna rólegan, kósí veitingastað. Það er alltaf mikið líf og mikið talað sérstaklega þegar fjölskyldan kemur saman.“ Annað sem Urði þótti áhugavert var gæludýramenningin í landinu. „Þar sem fólk á y rleitt bara eitt barn fá margir sér hund. Fólk býr oftast í litlum íbúðum þannig að þetta eru svona litlir, sætir hundar,“ segir Urður. Urður fór heim í kringum kínverska nýja árið enda fengu skiptinemarnir tveggja mánaða frí. „Skiptinemarnir sem voru úti sögðu að þetta ha verið eins og stríð. Það var allt lokað, strætin tóm og fólk sprengdi ugelda sam eytt í nokkra daga. Hjá þeim snýst þetta ekki um ljósadýrðina heldur það að skapa miklar sprengingar,“ segir hún. Ástæðan fyrir því að búðir voru lokaðar var sú að í Kína vinnur unga fólkið gjarnan í stórborgunum. Fólk streymir svo út á land til að fagna með fjölskyldunni þegar nýja árið gengur í garð. Framtíðarplönin Urður gæti vel hugsað sér að búa í Kína og hefur hug á að fara þangað í meistaranám. „Það er ekkert ákveðið en ég gæti til dæmis hugsað mér að fara í markaðsfræði, það tengir ferðamálafræðina og kínverskuna enn betur.“ Í framtíðinni langar hana mögulega að einbeita sér að kínverskum ferðamönnum sem koma hingað til lands. „Á síðustu árum hefur hagur Kína vænkast mjög og nú hafa sífellt eiri almennir borgarar efni á því að ferðast til útlanda. Þeim Kínverjum sem heimsækja Ísland hefur fjölgað og ég spái því að við munum sjá áframhaldandi aukningu á því,“ segir hún. Urður er ánægð með kínverskunámið og dyrnar sem það hefur opnað fyrir henni. „Tengsl mín við Kína eru mjög sterk og verða alltaf til staðar,“ segir hún og bætir við að hún sé nýbúin að panta næstu ferð út. „Ég er ótrúlega spennt. Ég fer út í byrjun mars og verð í mm vikur.“ -Arnhildur Hálfdánardóttir „ Þ á l æ r i é g b a r a k í n v e r s k u “ Mynd: Björn Loki Björnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.