Fréttablaðið - 09.02.2013, Blaðsíða 8
9. febrúar 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 8
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
5
BL Sævarhöfða 2 110 Reykjavík 525 8000
Bílahúsið / Reykjanesbæ / 421 8808 – Bílasalan Bílás / Akranesi / 431 2622 – Bílasala
Akureyrar / Akureyri / 461 2533 – Bílaverkstæði Austurlands / Egilsstöðum / 470 5070
SHIFT_
ELDSNEYTI
MINNA
NÝIR SPARNEYTNIR BÍLAR
SUBARU XV – 4x4
Bensín, sjálfskiptur. Verð 5.590 þús. kr.
Eyðsla:
4,2 l/100 km*
Eyðsla:
4,6 l/100 km*
Eyðsla:
6,6 l/100 km*
RENAULT MEGANE II SPORT TOURER
1.5 dísil, sjálfskiptur. Verð 3.890 þús. kr.
Á laugardögum er skemmtilegt að kíkja í
heimsókn, skoða bíla og fá að reynsluaka
þeim nýjustu úr salnum. Allt að 80%
fjármögnun til 84 mánaða frá Ergo.
Verið velkomin til okkar, við tökum vel á móti
ykkur með kaffi og meðlæti.
Velkomin í laugardagskaffi!
Reynsluakstur í dag frá kl. 12–16.
u
rr NISSAN QASHQAI – 4x4
Dísil, beinskiptur. Verð 5.090 þús. kr.
E
FER 1.428 KM
Á EINUM TANKI
M.v. blandaðan ak
stur
VINSÆLASTI
SPORTJEPPINN
Samkv. Umferðars
tofu 2012
SPARNEYTINN
SUBARU
Ný vél, aukinn ben
sínsparnaður
DÓMSMÁL Sérstakur sak sóknari
hefur gefið út ákæru á hendur
Gunnlaugi Briem, fyrrverandi
starfsmanni Lífeyrissjóðs verzlun-
armanna, fyrir að telja ekki fram til
skatts tæplega 600 milljóna hagnað
sinn af framvirkum gjaldeyris-
samningum og svíkja þannig undan
tæplega sextíu milljóna króna fjár-
magnstekjuskatt.
Langflestir samningarnir, sem
alls voru 584, voru með krónur,
en nokkrir með evrur. Þeir voru
gerðir við Glitni og Landsbank-
ann. Samningarnir voru yfirleitt til
skamms tíma – nokkurra daga í einu
– og Gunnlaugur veðjaði sitt á hvað
á styrkingu og veikingu krónunnar.
Ákæran, sem gefin var út af
Ólafi Þór Haukssyni var þingfest
í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær-
morgun. - sh
Fyrrverandi starfsmaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna ákærður:
Veðjaði með og gegn krónunni
Lífeyrissjóður verzlunarmanna sendi frá sér yfirlýsingu í gær vegna málsins,
þar sem segir að sjóðurinn, stjórnendur hans eða starfsmenn eigi enga aðild
að málinu, Gunnlaugur hafi ekki notað eignir sjóðsins sér til fjárhagslegs ábata
og athæfi hans hafi ekki rýrt eignir sjóðsins. Hins vegar hafi viðskiptunum
verið haldið leyndum frá stjórnendum og öðrum starfsmönnum, þau séu brot
á verklagsreglum, litin mjög alvarlegum augum og hefðu leitt til uppsagnar
hans hefðu þau uppgötvast. Gunnlaugur hætti hjá sjóðnum sumarið 2009.
Litið mjög alvarlegum augum
RÚSSLAND, AP Dmitrí Medvedev,
forsætisráðherra Rússlands, er
andvígur áformum Vladimírs
Pútín forseta um að hætta við að
hafa sumartíma allt árið, en það
var Medvedev sem tók ákvörðun
um það árið 2011 meðan hann var
forseti.
Harðar deilur hafa verið í Rúss-
landi undanfarið um sumartím-
ann. Fjölmargar óánægjuraddir
segja ófært að láta þjóðina búa við
myrkur langt fram eftir morgni á
veturna.
Í desember sagði Pútín að með
því að halda fast í sumartímann
gerðu Rússar sjónvarpsáhorfend-
um í Evrópuríkjum það erfitt að
fylgjast með Vetrarólympíuleik-
unum í Rússlandi árið 2014.
Pútín segir að ríkisstjórnin hafi
þegar tekið ákvörðun um að breyta
klukkunni aftur, þannig að sum-
artími verði aðeins á sumrin. Til-
skipun um það verði gefin út innan
tíðar.
Pútín tók við forsetaembættinu
á ný í maí síðastliðnum eftir að
hafa verið forsætisráðherra í eitt
kjörtímabil. Medvedev gegndi for-
setaembættinu á meðan.
- gb
Pútín Rússlandsforseti vill hverfa frá því að hafa sumartíma allt árið:
Rússar hringla með tímann
DMITRÍ MEDVEDEV Breytti klukkunni
fyrir tveimur árum og stendur gegn því
að breyta aftur. NORDICPHOTOS/AFP
FRÉTTASKÝRING
Hver er staða Bjarna Benediktssonar
fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins?
Flest bendir til þess að Bjarni
Benediktsson og Hanna Birna
Kristjánsdóttir muni standa í
fylkingar brjósti Sjálfstæðisflokks-
ins í komandi alþingiskosningum,
en Hanna Birna tilkynnti í gær
að hún hygðist bjóða sig fram til
embættis varaformanns flokksins
á landsfundinum sem verður hald-
inn í lok mánaðarins.
Tilkynning Hönnu Birnu kom
sama dag og fjölmiðlar greindu frá
skoðanakönnun sem sýndi að rúm
80 prósent svarenda telja Hönnu
Birnu sterkari formann fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn, en tæp tíu prósent
nefndu Bjarna. Capacent Gallup
gerði könnunina fyrir félagsskap
að nafni Samtök áhugafólks um
stjórnmál, en ekki er vitað hverjir
standa að honum.
Sérstaka athygli vekur að þrír af
hverjum fjórum svarendum sem
segjast myndu kjósa Sjálfstæðis-
flokkinn, eru á því að Hanna Birna
yrði sterkari formaður fyrir flokk-
inn en sautján prósent þeirra töldu
Bjarna verða sterkari formann.
Bjarni og Hanna Birna buðu sig
bæði fram til formanns á lands-
fundi flokksins haustið 2011, og
hlaut Bjarni þar um 55 prósent
atkvæða.
Eftir sterka útkomu í prófkjöri
flokksins í haust, þar sem hún
hlaut örugga kosningu í leiðtoga-
sæti í Reykjavík fyrir þingkosn-
ingarnar, tók Hanna Birna nokkuð
afdráttarlaust fyrir að hún myndi
bjóða sig fram til formanns á
næsta landsfundi.
Staða Bjarna þykir þó hafa
veikst eftir niðurstöðu Icesave-
málsins, sökum stuðnings hans við
Buchheit-samninginn í þinginu,
en ólíklegt má þó telja úr þessu
að hann fái mótframboð sem ógni
stöðu hans.
Gunnar Helgi Kristinsson,
prófessor í stjórnmálafræði við
Háskóla Íslands, segir í sam-
tali við Fréttablaðið að könnunin
sé varla til þess að styrkja stöðu
Bjarna í formannsstóli.
„Eðlilegast er að lesa þessa
könnun sem tilraun einhvers hóps
til að stefna Hönnu Birnu í for-
mannsframboð. Könnuninni er
beint gegn Bjarna að einhverju
leyti og styrkir allavega ekki
hans stöðu. Þarna hljóta að vera
að verki einhverjir sem vilja sjá
formannsskipti, en Hanna Birna
hefur nú, með framboði til vara-
formanns, stöðvað þá atburðarás
og umræðu sem hefði annars getað
farið af stað.“
thorgils@frettabladid.is
Þykir varla styrkja
stöðu formannsins
Könnun sýnir mikinn stuðning við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í formanns-
embætti Sjálfstæðisflokkins. Hún stefnir þó á varaformannsembættið. Stjórnmála-
fræðingur segir stöðu Bjarna Benediktssonar varla hafa styrkst við þessa könnun.
FORYSTA FLOKKSINS Hanna Birna Kristjánsdóttir tók í gær af öll tvímæli um fyrirætlanir sínar þegar hún lýsti því yfir að hún
hygðist sækjast eftir embætti varaformanns á komandi landsfundi Sjálfstæðisflokksins.
Hanna Birna tilkynnti í gær að hún gæfi kost á sér í embætti varafor-
manns Sjálfstæðisflokksins á komandi landsfundi.
„Með framboði mínu vil ég styrkja þá öflugu forystusveit sem Sjálfstæðis-
flokkurinn býr að um land allt, fá tækifæri til að vinna frekar að þeim
breytingum sem þurfa að verða í stjórnmálum og leggja góðum verkum
lið – í þágu hugsjóna Sjálfstæðisflokksins og hag alls almennings á Íslandi.
Í komandi kosningum skiptir miklu að Sjálfstæðisflokkurinn nái góðum
árangri og stuðli að nauðsynlegum breytingum til að binda enda á þá
kyrrstöðu sem hér hefur hamlað uppbyggingu, framförum og lífskjörum á
síðustu árum. Aðeins með því að koma núverandi ríkisstjórn frá getum við
vænst þess að skattar og skuldir lækki, atvinna aukist og Ísland verði land
tækifæra, lífsgæða og farsælla lausna.“
Í þágu flokksins og almennings