Fréttablaðið - 09.02.2013, Blaðsíða 10
9. febrúar 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR |
Magnús Jóhannesson hefur sagt
skilið við umhverfisráðuneytið
sem hefur verið starfsvettvangur
hans í tvo áratugi, en hann tekur
við framkvæmdastjórastöðu fasta-
skrifstofu Norðurskautsráðsins á
næstu dögum. Skrifstofan verður
formlega opnuð eftir ráðherrafund
ráðsins í vor og er henni ætlað að
styrkja starf ráðsins og upplýsinga-
gjöf um málefni norðurslóða.
„Ég er fyrsti starfsmaður skrif-
stofunnar og á næstu vikum mun
ég vinna að því að setja skrif stofuna
á fót, ráða starfsfólk. Það þarf að
hafa hraðar hendur því skrifstofan
þarf að vera orðin starfshæf um
miðjan maí þegar Kanadamenn
taka við formennsku í ráðinu af
Svíum,“ segir Magnús.
Magnús útskýrir að verkefni
næstu missera og ára sé að styðja
við starfsemi ráðsins sem er best
lýst sem þrískiptu. Efsta lagið
eru ráðherrafundirnir sem haldn-
ir eru á tveggja ára fresti, en þar
eiga aðild utanríkisráðherrar land-
anna átta. Sendiherrar ríkjanna,
auk fulltrúa frumbyggja, skipa
embættis mannanefnd sem undir-
býr ráðherrafundina. Síðan fjalla
sex vinnunefndir um hin ýmsu mál
og koma sínum niðurstöðum til
embættismannanefndarinnar og
endanlegar ákvarðanir eru teknar
á fundum ráðherranefndarinnar.
Aukið mikilvægið
Á ráðstefnu um málefni norður-
slóða í Tromsö á dögunum, Arctic
Frontiers 2013, kom skýrt fram að
mikilvægi svæðisins í alþjóðlegu
tilliti hefur snarvaxið á undan-
förnum árum. Þungavigtarmenn í
heimi stjórnmála og vísinda undir-
strikuðu þetta og mikilvægi fasta-
skrifstofunnar í því tilliti. Undir
þetta tekur Magnús. „Norður-
skautsráðið fjallar um umhverf-
ismál, sjálfbæra þróun og þró-
unarmál almennt. Allt er þetta
að taka á sig skýrari mynd
vegna vaxandi athafna
manna á svæðinu, og er
rétt að nefna siglingar og
vaxandi ferðamennsku
á svæðinu með opnun
siglingaleiða. Það er
mikið að gerast og
umræður um nýtingu
auðlinda og breyting-
ar vegna síminnk-
andi íshellu eru áber-
andi,“ segir Magnús
og bætir við að stór
þáttur í starfi skrif-
stofunnar verði að upp-
lýsa almenning á norð-
urskautssvæðinu; hvaða
breytingar eru að verða
og hvað ráðið er að gera
til að bregðast við þess-
um breytingum. „Eins mun
starfið snúast um að upp-
lýsa heiminn því þetta er ekki
einkamál þeirra sem búa á norð-
urslóðum,“ segir Magnús.
Fjórar milljónir manna
Svæðið sem Norðurskautsráðið
tekur til er mjög stórt. Þar búa um
fjórar milljónir manna og miklir
hagsmunir eru þar fyrir marga;
siglingar, námavinnsla, olía og gas,
svo fátt eitt sé nefnt. Þessir hags-
munir ná til landa sem eiga landa-
mæri langt frá norðurslóðum og því
er áhugi mikill á að öðlast áheyrnar-
aðild að ráðinu. Spurður um þetta
tekur Magnús dæmi. „Siglingar
eru alþjóðleg starfsemi og Alþjóða-
siglingamálastofnunin (IMO) setur
reglur um öryggi siglinga. Norður-
skautsríkin leggja mikla áherslu á
að IMO setji sérstakar reglur um
byggingu og búnað skipa sem sigla
um norður slóðir. Vilji er til þess
að í gildi verði sérstakar norður-
skautsreglur um siglingar um
svæðið og þá er mikilvægt að hafa
stuðning annarra ríkja, og margir
eru þeirrar skoðunar að það muni
styrkja ráðið að löndum fjölgi sem
hafa áheyrnaraðild að ráðinu, enda
styðji þau við starfsemi og markmið
ráðsins.“
Stakkaskipti
Þegar Magnús er spurður um helstu
álitaefni á vettvangi Norðurskauts-
ráðsins segir hann að hafa beri
hugfast að á síðustu fimmtán árum
hafi vitneskja um norðurslóðir
tekið stakkaskiptum. „Það er búið
að byggja upp mikinn þekkingar-
grunn. Við stofnun ráðsins þekktu
menn lítið til náttúru svæðisins, svo
tekið sé nærtækt dæmi. Nú er þetta
gjörbreytt og að tryggja sjálfbæra
þróun er eitt af meginmarkmiðum
ráðsins. Ríkin eru því í mun betri
aðstöðu til að taka ákvarðanir til
framtíðar, og tryggja betur sjálf-
bærni í þróun svæðisins.“
Magnús segir að norður slóðir
beri oft á góma í sambandi við
loftslagsbreytingar. Skýrsla sem
var unnin á vegum ráðsins 2004
um loftslagsbreytingar á svæðinu
vakti mikla athygli. Þar var dregið
fram að breytingarnar væru mun
meiri en almennt var talið. Niður-
stöðu skýrsluhöfunda var tekið með
nokkrum efa, enda var þar reikn-
að með að breytingarnar væru
Nú í vor er væntan-
leg ný skýrsla, sem kynnt
verður á ráðherrafund-
inum í Kiruna í Svíþjóð,
frá einum af undirhópum
Norðurskautsráðsins þar
sem staðfest er að breyt-
ingarnar hafa orðið enn
meiri en menn gerðu ráð
fyrir í skýrslunni 2004, sem
þá þótti nokkuð brött.“
Svavar
Hávarðsson
svavar@frettabladid.is
Mikilvægi norðurslóða eykst sífellt
Áhugi alþjóðasamfélagsins á norðurslóðum eykst ár frá ári. Norðurskautsráðið er í miðri hringiðunni en nýstofnaðri fastaskrifstofu ráðsins
verður stýrt næstu árin af Magnúsi Jóhannessyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra. Hann kannast ekki við kapphlaup þjóða um auðlindir eða
spennu landa á milli á hinu pólitíska sviði. Staða Íslands innan ráðsins er sterk.
MAGNÚS JÓHANNESSON hefur starfað sem ráðuneytisstjóri umhverfisráðuneytisins frá árinu 1992 og var áður siglingamála-
stjóri frá árinu 1985. Næstu fjögur árin, hið minnsta, mun hann gegna stöðu framkvæmdastjóra fastaskrifstofu Norðurskauts-
ráðsins í Tromsö. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Norðurskautsráðið (Arctic Council) er alþjóðleg
stofnun og á upphaf sitt að rekja til Ottawa-yfir-
lýsingarinnar frá 1996, en Kanadamenn fóru
með formennsku ráðsins í byrjun. Ráðið er
samstarfsvettvangur þeirra ríkja sem liggja
að norðurheimskautssvæðinu. Stofnríkin
eru sjö auk Íslands; Bandaríkin (Alaska),
Danmörk (Færeyjar og Grænland),
Finnland, Ísland, Kanada, Noregur,
Rússland og Svíþjóð. Í ráðinu sitja
einnig fastafulltrúar sex frum-
byggjasamtaka á svæðinu og
áheyrnarfulltrúar nokkurra ríkja
utan norðurslóða (Bretlands,
Frakklands, Hollands, Póllands,
Spánar og Þýskalands), auk full-
trúa ýmissa samtaka. Aðildarríki
ráðsins skiptast á að gegna
formennsku.
meiri en vísinda nefnd Sameinuðu
þjóðanna hafði spáð fyrir um. „Í
vor er væntanleg ný skýrsla, sem
kynnt verður á ráðherrafundinum í
Kiruna í Svíþjóð, frá einum af und-
irhópum Norðurskautsráðsins þar
sem staðfest er að breytingarnar
hafa orðið enn meiri en menn gerðu
ráð fyrir í skýrslunni 2004, sem þá
þótti nokkuð brött,“ segir Magnús.
Merkilegt samstarf
Að ráðinu standa átta
ólíkar þjóðir, en Magnús
telur enga ástæðu til
að halda að það valdi
árekstrum í framtíðinni
frekar en á undanförnum
árum. „Ég tel samstarf
ríkjanna innan Norður-
skautsráðsins afar merkilegt.
Fyrir ekki svo löngu ríkti kalda
stríðið, meðal annars á þessu
svæði og þá var samstarf af þessu
tagi óhugsandi. Auðvitað eru ríkin
mismunandi og hafa eitthvað mis-
munandi áherslur, en þetta er sam-
starfsvettvangur og mér finnst
mjög merkilegt hvernig starf ráðs-
ins hefur þróast og hversu vel
það hefur gengið. Ég lít á það sem
meginverkefni skrifstofunnar að
styrkja þetta samstarf enn frekar.
Ég hef ekki áhyggjur af þessum
þætti og held að starfið verði vanda-
laust áfram.“
Kapphlaup – eða ekki
Kapphlaup um auðlindir ber oft á
góma í umræðu um norðurslóð-
ir. Haldið er fram að áhuga stórra
þjóða, og er Kína oft nefnt í þeirri
andrá, megi skýra með ávinningi af
nýtingu náttúruauðlinda sem svæð-
ið hefur að geyma. „Ég hef ekki
orðið var við þessa meintu spennu.
Hagsmunir ríkjanna fara saman.
Umhverfisvernd hefur borið hæst
í þessu starfi og það liggur fyrir
býsna góð kortlagning af náttúru
svæðisins og þeim auðlindum sem
þar kunna að leynast. En auðvitað
má auka við þá þekkingu með aukn-
um rannsóknum og kortlagningu.“
Sterk staða Íslands
Almennt eru málsmetandi menn
sammála um að mikilvægi norður-
slóða eigi eftir að aukast; stofnun
fastaskrifstofunnar er höfð til
marks um það. Spurður um hlut-
verk Íslands og hagsmuni Íslend-
inga, svarar Magnús að Ísland hafi
verið virkt í starfi ráðsins frá upp-
hafi og hafi sett sér metnaðarfulla
stefnu í norðurskautsmálum. „Það
er undir íslenskum stjórnvöldum
komið hvernig því verður fylgt
eftir, en í dag met ég stöðu lands-
ins í samstarfinu sterka. Ég held að
svo verði áfram og að Ísland standi
jafnfætis öðrum þjóðum innan ráðs-
ins.“
Norðurskautsráðið (Arctic Council)
90°N
Norðurleiðin
Norðvesturleiðin
Finnland
Rússland
Svíþjóð
Noregur
Ísland
Grænland
Kanada
Bandaríkin
Alaska
Íshellan
16. september 2012
Íshellan
18. september 2007
Íshellan meðaltal
1979-2000
Norðurheimskautsbaugur
Í GEGNUM ÍSINN Siglingar
á norðurslóðum eru sífellt
að aukast, skipin eru stór og
aðstæður hættulegar. MYND/RANNÍS
VIÐ AL | 10
MAGNÚS JÓHANNESSON, FRAMKVÆMDASTJÓRI NORÐURSKAUTSRÁÐSINS