Fréttablaðið - 09.02.2013, Blaðsíða 72
6
menningu eru ótvíræð.
Kína er ekki lengur mjög
jarlægt eða er tt að n lga t
það. Kína er í bakgarðinum
hjá okkur og með aukinni
hnattvæðingu ha a áhri n
orðið meiri,” segir Geir
Sigurðsson námsgreinastjóri
kínverskra fræða við Háskóla
Íslands og forstöðumaður
Asíuseturs Íslands. Geir
kennir sögu Kína, menningu
og samfélagsþróun. Kínversk
fræði er tiltölulega nýtt nám
í Háskóla Íslands. Það hófst
haustið 2007 og hefur vaxið
og dafnað síðan þá. Námið
er byggt upp á svipaðan hátt
og önnur menningarfræði,
segir Geir. „Tungumálið er
fyrirferðamikið, ef til vill enn
fyrirferðameira en í öðrum
tungumálagreinum sem
kenndar eru við Háskólann.
Ástæðan fyrir því er að ekki
eru gerðar forkröfur um
grunnþekkingu nemenda.
Það er ekki hægt að ætlast til
þess að nemendur séu komnir
áleiðis með tungumálið.
Samtímis er ekki síður
mikilvægt að læra um
menningu og samfélagsþróun
Kína,“ segir hann. Þess
vegna séu í boði námskeið
í kínverskum stjórnmálum,
efnahagsmálum, heimspeki,
trúarbrögðum, kvikmyndum
og bókmenntum svo eitthvað
sé nefnt. Einnig er lögð mikil
áhersla á að nemendur fari
til Kína og taki hluta af námi
sínu þar. Geir segir að það sé
gert bæði með tungumálið
fyrir augum en ekki síður
til nemendur að öðlist dýpri
skilning á menningunni og
samfélaginu.
Mandarín útbreiddust
Kínverska mállýskan
mandarín er kennd við HÍ
en hún er opinbert ríkismál
landsins og jafnframt
útbreiddust. „Mandarín
er tiltölulega ókið mál en
málfræðilega frekar einfalt.
Það eru aðrar víddir sem eru
er ðar, sérstaklega er er tt að
tileinka sér góðan framburð
og átta sig á tónunum. Þegar
það er komið er auðvelt að
byggja ofan á það,“ segir Geir.
Hann segir að uppbygging
málsins sé töluvert ólík
því sem Íslendingar eigi
að venjast og spila táknin
þar stórt hlutverk. Margir
hafa haldið því fram að
þau muni víkja fyrir hinu
staðlaða stafró en Geir er
ekki sammála því. Að hans
mati er næstum ógerlegt að
skipta táknunum út fyrir hið
staðlaða stafróf, til þess séu of
fá atkvæði í tungumálinu og
einnig sé talmálið margræðara
en ritmálið. Geir segir að
það sé gríðarlega mikilvægt
fyrir þjóð eins og Ísland að
eiga fólk sem þekki kínverskt
samfélag, skilji tungumálið,
menninguna og viðskiptin.
Óvenjulegir tímar
„Við erum að upplifa
óvenjulega tíma í heiminum.
Á undanförnum 30 árum
hefur Kína verið að feta sig
aftur inn í alþjóðasamfélagið
frá því að vera í mikilli
einangrun. Vöxturinn og
breytingarnar sem hafa átt
sér stað í Kína eru algjörlega
fordæmalausar. Í dag er
Kína orðið annað stærsta
efnahagsker í heiminum
og bendir ekkert til að áhrif
Kína fari þverrandi í komandi
framtíð. Annað sem ekki er
síður mikilvægt að hafa í
huga er að Vesturlöndin eru
líka að kínavæðast. Áhri n
af kínverskri menningu
eru orðin sýnilegri en
fyrir nokkrum áratugum,“
segir hann og nefnir sem
dæmi kínverska matseld,
kvikmyndir, tísku og
bókmenntir.
Frelsi takmarkað
Geir segir að það sem sé
er ðast fyrir Vesturlandabúa
að skilja í kínverskri
menningu séu tvímælalaust
stjórnmálin. Í Kína sé
alræðisstjórn við völd og þar
ráði kommúnista okkurinn
för. Engir aðrir okkar hafa
áhrif á mikilvægar ákvarðanir.
relsi ha vissulega aukist
töluvert síðustu 30 árin
en þróunin ha mátt vera
hraðari. “Tjáningarfrelsi
og prentfrelsi er skorið við
nögl,” segir Geir. Stjórnvöld
í Kína treysti almenningi
lítt til að taka ákvarðanir og
lýðræðishefð þekkist varla þar
eystra. Frelsi einstaklingsins
sé látið víkja fyrir
hagsmunum heildarinnar,
sem skýrist ef til vill af
íbúafjöldanum en Kínverjar
eru tæplega einn og hálfur
milljarður. Aðsókn í kínversk
fræði í HÍ hefur aukist
töluvert frá ári til árs og aldrei
hafa eiri skráð sig en síðasta
haust eða 20 nemendur.
Viðskiptahluti námsins hefur
vaxið ört síðustu ár og í fyrra
var í fyrsta sinn boðið upp á
viðskiptatengda kínversku
sem kjörsvið. Geir segir
það hafa verið spennandi
verkefni og gefandi að byggja
námsgreinina upp. „Ég
var réttur maður á réttum
stað,” segir Geir og brosir
hæverskur.
-Pála Hallgrímsdóttir
Kína er ekki lengur fjarlægt okkur
Aðsókn í kínversk fræði í HÍ hefur aukist töluvert undanfarin ár og aldrei hafa eiri skráð sig en síðasta haust. Mynd: Hrafnhildur Jóhannesdóttir
Stöðupróf í kínversku 24. mars 2013
Stöðupróf í kínversku (HSK-próf) verður haldið við
Konfúsíusarstofnunina Norðurljós sunnudaginn 24. mars nk. í Nýja
Garði við Háskóla Íslands.
Þátttakendur skulu skrá sig rafrænt á netfanginu http://www.
hinesetest. n/index.do. Síðasti skráningardagur er 2 . febrúar nk.
HSK-próf skulu þeir taka sem:
- Hyggjast sækja um styrk til náms í Kína.
- Hyggjast sækja um nám í kínversku eða sambærilegum
greinum við kínverskan háskóla.
Allar nánari upplýsingar um umsóknarferlið eða pró ð sjálft veitir
Kailiang iu í síma 2 422 og kailiang hi.is.
Geir Sigurðsson námsgreinastjóri kínverskra fræða. Mynd: Hrafnhildur Jóhannesdóttir