Fréttablaðið - 09.02.2013, Blaðsíða 96
9. febrúar 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 68
Vöðvabúntin og testósteróntröll-
in Arnold Schwarzenegger og
Sylvester Stallone virðast eiga níu
líf í kvikmyndabransanum. Þrátt
fyrir að vera komnir vel á sjötugs-
aldurinn leika þeir báðir í nýjum
hasarmyndum sem eru komnar í
bíó hérlendis. Schwarzenegger í
The Last Stand og Stallone í Bullet
to the Head.
Hér áður fyrr voru þeir tvær
af heitustu hasarmyndhetjum
heimsins eftir að hafa túlkað
Rocky, Rambó, Tortímandann og
villimanninn Conan eins og þeim
einum er lagið. Núna, rúmum
fjörutíu árum eftir að þeir hófu
feril sinn, eru þeir enn að og virð-
ast ekkert ætla að slaka á í bráð.
Báðir gengu þeir í gegnum
þurrkatímabil. Hjá Stallone stóð
það yfir í rúman áratug, eða til
ársins 2006 þegar hann ákvað að
draga upp boxhanskana að nýju í
sjöttu myndinni um Rocky. Síðan
þá hefur honum
geng-
ið allt í
haginn.
Endur-
koma
Rambo
2008 gekk
vel og The
Expenda-
bles-mynd-
irnar hans
tvær hafa
báðar hitt
í mark. Sú
þr iðja er
ei nmit t í
undirbúningi
en Schwarzenegger lék einmitt
nokkuð stórt hlutverk í henni.
Schwarzenegger átti erfið
ár frá 1997 þegar hann lék í
hinni misheppnuðu Batman
& Robin þangað til árið 2003 er
hann lék Tortímandann í þriðja
sinn við góðar undirtektir. Eftir að
hafa tekið sér hlé frá kvikmynda-
leik til að sinna starfi ríkisstjóra
Kaliforníu sneri Schwarzenegger
aftur. Að sjálfsögðu eru gamlir
kunningjar handan við hornið hjá
honum því The Legend of Conan á
að koma út á næsta ári, auk þess
sem hann hefur verið orðaður við
hlutverk í Terminator 5.
Vinsæl vöðvabúnt
Arnold Schwarzenegger og Sylvester Stallone eru báðir komnir vel yfi r sextugt.
Þrátt fyrir það eru þeir báðir í sviðsljósinu í tveimur nýjum hasarmyndum.
FYRIR TUTTUGU ÁRUM Stallone
og Schwarzenegger bitust um
bíógestina hér á landi fyrir
tuttugu árum þegar Cliffhanger
og The Last Action Hero voru
samtímis í bíó.
Stallone
Fæddur: 1946 í New York
Hæð: 177 cm
Fyrsta mynd: The Party at Kitty
and Stud‘s (1970)
Sló í gegn: Rocky (1976)
Mesta klúðrið: Oscar (1991)
Schwarzenegger
Fæddur: 1947 í Austurríki
Hæð: 188 cm
Fyrsta mynd: Hercules In New York
(1970)
Sló í gegn: Conan the Barbarian (1982)
Mesta klúðrið: Last Action Hero (1993)
SAMHERJAR Vel fór
á með Stallone og
Schwarzenegger á frum-
sýningu The Expendables
2 í fyrra. NORDICPHOTOS/GETTY
BÍÓ ★★★★ ★
The Last Stand
Leikstjórn: Kim Ji-woon. Leikarar:
Arnold Schwarzenegger, Forest
Whitaker, Johnny Knoxville, Luis
Guzmán, Jaimie Alexander, Edu-
ardo Noriega, Peter Stormare,
Génesis Rodríguez.
Það eru liðin tíu ár síðan Arnold
Schwarzenegger var síðast í stóru
hlutverki í kvikmynd, en hann
eyddi megninu af síðasta áratug
í að safna spiki í ríkisstjórastól
Kaliforníufylkis Bandaríkjanna.
En kjörtímabilinu er lokið og þessi
gamli harðjaxl er mættur aftur á
hvíta tjaldið í kvikmyndinni The
Last Stand.
Segir hún frá lögreglustjóra
í smábæ einum, rétt norðan við
landamæri Bandaríkjanna og
Mexíkó, sem þarf að taka á honum
stóra sínum þegar lífshættuleg-
ur eiturlyfjabarón er væntanleg-
ur í gegnum bæinn. Sá er á flótta
undan lögreglu og freistar þess að
komast yfir landamærin. Skerfar-
inn er ekki með marga lögreglu-
menn á sínum snærum og þarf
hann því að grípa til ýmissa óhefð-
bundinna ráða til þess að eiga roð
í skúrkinn.
Myndin er þrælskemmtileg og
sérstaklega vel sniðin að þörfum
hinnar öldnu hasarhetju. Það er
töggur í gamla þó skrokkurinn sé
farinn að láta á sjá og fimmaura-
brandarar um elli Arnolds undir-
strika það að hann gerir sér fulla
grein fyrir því að hans bestu ár
eru að baki. Leikhópurinn virðist
skemmta sér vel og það er kær-
komið að sjá hinn frábæra Luis
Guzmán í nokkuð stóru hlutverki,
aldrei þessu vant. Það verður þó að
segjast að Forest Whitaker er lítið
sannfærandi sem FBI-hörkutól.
The Last Stand mun seint teljast
til lykilmynda Svaka naggsins en
er eldhress endurkomumynd
og stendur undir öllum þeim
vænt ingum sem til hennar eru
gerðar. Bílaeltingarleikirnir,
handalög málin og blóðugir byssu-
bardagarnir standast ströngustu
gæðakröfur hasarhundsins og ljóst
er að Arnold kann þetta enn þá.
Haukur Viðar Alfreðsson
NIÐURSTAÐA: Schwarze negger
stenst endurtökuprófið með
glæsibrag.
Eldhress endurkoma
THE LAST STAND „Það er töggur í gamla þó skrokkurinn sé farinn að láta á sjá …“
Það eru ótal bækur sem hafa breytt lífi mínu en
kannski eru fáar sem skiptu jafn miklum sköpum og
ljóðasafnið Glímuskjálfti, ritsafn Dags Sigurðarsonar.
Ég vissi ekki hvað ljóð gætu verið fyrr en ég las
Dag– vissi ekki að orð gætu orðið neitt í líkingu við
Kvíabryggjukantötuna, að þessi leikur, þessi gleði og
þessi gredda gæti verið uppistaðan og undirstaðan í
bókmenntum. Í Glímuskjálfta er líka að finna þýðingar,
meðal annars á Ameríku eftir Allen Ginsberg, sem
ég þýddi svo aftur sjálfur seinna (og fannst og
finnst enn vera hálfgerð helgispjöll að þýða það
upp á nýtt). Ginsberg opnaði síðan dyrnar að enn
fleiri og magnaðri bókmenntum– ég held áfram að
fleyta kerlingar skáld af skáldi, þetta er keðju-
verkun sem sér ekki enn fyrir endann á. Það er
verst að ég man ekkert hvernig ég komst yfir þessa
bók, kannski ég hafi keypt hana á bókamarkaði í
Hnífsdal í misgripum fyrir einhverjar kommúnista-
bókmenntir (sem voru mínar ær og kýr á fyrstu
menntaskólaárunum).
Glímuskjálft i eft ir Dag Sigurðarson
BÓKIN SEM
BREYTTI
LÍFI MÍNU
Eiríkur Örn
Norðdahl
rithöfundur
MISSIÐ EKKI AF ÞESSARI - NÚ Í BÍÓ
MYND EFTIR STEVEN SPIELBERG
-Empire -Roger Ebert-R.P., MBL