Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.02.2013, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 12.02.2013, Qupperneq 4
12. febrúar 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 4 Þetta hefur tekið alltof langan tíma en nú er þetta búið. Þórey Þórðardóttir, íbúi í Víðihvammi 24. Rassía gegn rútubílstjórum 1 DANMÖRK Danska lögreglan kannaði ástand 21 rútubílstjóra á sunnudags-kvöld. Fjórði hver hafði brotið reglur um hvíldartíma. Tveir voru sendir heim í rúmið þar sem þeir höfðu ekki fengið tilskyldan svefn. Þrír aðrir voru sektaðir um allt að 61.500 danskar krónur. Nýlega keyrði rúta með danska nema á leið til Prag út af vegi í Þýskalandi. Nemendur segja bílstjórann hafa sofnað undir stýri. Danskir fjölmiðlar segja þýsku lögregluna ekki hafa staðfest það. Vilja afnema fyrningarfrest vegna barnaníðs 2 NOREGUR Norska ríkisstjórnin vill afnema fyrningarfrest vegna kynferðis-ofbeldis gagnvart börnum. Tillaga um breytingar á hegningarlögum er nú hjá umsagnaraðilum, samkvæmt frétt á vef norska ríkisútvarpsins. Fyrningar- frestur vegna barnaníðs er nú 25 ár. Í síðustu viku greindi Verdens Gang frá 42 ára konu sem gat ekki greint lögreglu frá ofbeldinu sem hún var beitt þegar hún var barn fyrr en 34 árum seinna. Patriot-flugskeyti verði á Gotlandi 3 SVÍÞJÓÐ Jan Björklund, menntamála-ráðherra Svíþjóðar og formaður Þjóðar- flokksins, leggur til að Patriot-flugskeytum verði komið fyrir á Gotlandi, sænskri eyju í Eystrasalti. Hann vill einnig fleiri varaliða í herinn og færri atvinnuhermenn. Björklund telur að bregðast þurfi við auknum vígbúnaði Rússa. Kristilegir demókratar styðja tillögu Björklunds. NORÐURLÖND 1 2 3 234,1744 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 128,46 129,08 201,80 202,78 171,96 172,92 23,043 23,177 23,270 23,408 20,026 20,144 1,3752 1,3832 196,48 197,66 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR GENGIÐ 11.02.2013 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is DÓMSMÁL „Ég stend og horfi út um gluggann. Það er einfald- lega dásamlegt að sjá sólina hér í norður garðinum í fyrsta skipti,“ sagði Þórey Þórðardóttir sem í gær fagnaði endalokum meira en fimm ára baráttu fyrir því að fá sól á sólpallinn sinn. Þórey og eiginmaðurinn henn- ar heitinn keyptu íbúð í húsinu í Víðihvammi 24 í Kópavogi á árinu 2005. Frá árinu 2007 hefur Þórey reynt að fá nágranna sína í Víði- hvammi 22 til að fjarlægja tvö hávaxin grenitré sem stóðu á lóð- armörkunum og skyggðu á lóð Þóreyjar. Á endanum kvað Hæsti- réttur úr um að trén skyldu víkja. Fram kemur í dómskjölum að Víðihvammur 22 sé byggður 1961 og að grenitrén hafi verið gróð- ursett skömmu síðar í norðaust- ur horni lóðarinnar. Trén voru því orðin um hálfrar aldar gömul þegar þau voru felld í gær. Sól- pallur Þóreyjar var smíðaður í skugga trjánna. Sagði hún fyrir dómi að annar staður hafi ekki komið til greina því eini útgangur- inn frá íbúðinni hafi verið úr her- bergi þeirra hjóna. Hæð trjánna geri það hins vegar að verkum að þau skyggja nær algjörlega fyrir dagsbirtu og sól á veröndinni eftir klukkan hálfþrjú á daginn yfir sumarið. Spurð hvernig henni sé innan- brjósts eftir þessi löngu deilu sem nú hefur loks tekið enda segist Þórey ekki vilja ræða það mál frekar. „Þetta hefur tekið alltof langan tíma en nú er þetta búið,“ sagði hún einfaldlega og hélt áfram að njóta síðdegisólarinnar sem skein glatt í garðinum í Víði- hvammi 24 í gær. Ekki náðist tal af íbúum í Víði- hvammi 22 sem þurftu að sjá á bak tveimur öldnum og stæði- legum grenitrjám. Dóttir kon- unnar sem býr í húsinu var hins vegar á staðnum þegar ljósmynd- ara Fréttablaðsins bar að garði. Kvað hún móður sína ekki hafa treyst sér til að vera viðstadda þegar grenitrén voru felld. Í dómi Hæstaréttar segir að skert birtuskilyrði á lóð Þóreyjar auk umfangs og staðsetningar grenitrjánna nærri lóðarmörk- um, þannig að greinar trjánna slúttu langt inn á lóð Þóreyjar væri henni til verulegra óþæg- inda og „langt umfram það sem hún þyrfti að þola samkvæmt ólögfestum reglum nábýlisréttar“. Ekki væri hægt að draga úr þess- um óþægindum nema með því að fjarlægja trén. gar@frettabladid.is Dásamlegt að fá loks sólargeisla á pallinn Langþráð síðdegissólin skein loks á verönd Þóreyjar Þórðardóttur í Víðihvammi í Kópavogi þegar hálfrar aldar grenitré voru söguð niður eftir dóm Hæstaréttar. Nágrannakonan treysti sér ekki til að horfa á trén sín söguð niður og var að heiman. BÚIÐ SPIL Sólin á nú greiða leið að vesturhlið Víðihvamms 24. Veðurspá Fimmtudagur 5-10 m/s. HVESSIR Á MORGUN Fínasta veður víða á landinu í dag en á morgun verður lægð fyrir sunnan land með vaxandi austanátt og rigningu eða slyddu um sunnan og austanvert land. Hlýnar smám saman. -1° 4 m/s 2° 4 m/s 1° 6 m/s 4° 10 m/s Á morgun 10-15 m/s en 15-20 við S-ströndina. Gildistími korta er um hádegi 3° 3° 4° 2° 1° Alicante Basel Berlín 16° 1° 1° Billund Frankfurt Friedrichshafen -1° 1° 0° Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas -1° -1° 20° London Mallorca New York 3° 17° 6° Orlando Ósló París 26° -4° 3° San Francisco Stokkhólmur 15° 0° -1° 4 m/s 2° 8 m/s 0° 5 m/s 1° 3 m/s -5° 3 m/s -4° 3 m/s -7° 3 m/s 4 0° 4° 2° 0° Elísabet Margeirsdóttir veðurfréttamaður DANMÖRK Margar vikur gætu liðið þar til unnt verður að greina dánarorsök Mette Herholdt, sem fannst í rafmagnslausum kæli- skáp í smábæ á Lálandi í síðustu viku og Fréttablaðið greindi frá. Ekkert hafði til hennar spurst í tvö ár áður en hún fannst. Fyrrum sambýlismaður hennar er í haldi lögreglu. Hann hefur játað að hafa komið líkinu fyrir en segir hana hafa látist af eðli- legum orsökum. Formleg dánar- orsök er þó enn á huldu. - þj Dánarorsök konu í kæliskáp: Rannsókn gæti tekið vikur STJÓRNMÁL Fenyjanefndin svokall- aða hefur skilað Alþingi umsögn sinni um stjórnarskráfrumvarpið. Niðurstaðan hefur ekki verið gerð opinber. „Sumu er hrósað og gerðar eru athugasemdir fram og til baka,“ segir Valgerður Bjarnadóttir, for- maður eftirlits- og stjórnskipun- arnefndar Alþingis. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er engin stórsprengja í umsögn hinna erlendu sérfræðinga en heldur engin toppeinkunn gefin. „Nefndarmenn hafa fengið skýrsluna í trúnaði en við ætlum að láta þýða hana áður en hún verð- ur gerð opinber,“ segir Valgerður. „Okkur meirihlutanum í nefnd- inni finnst rétt að hafa skýrsluna á íslensku áður en við förum að fjalla um hana. Ég vona sannarlega að það verði fyrr en seinna.“ Vigdís Hauksdóttir, alþingismað- ur Framsóknarflokks og einn nefn- armanna, gagnrýnir trúnaðarbind- inguna „Mér þykir það mjög skrítið að við skulum vera bundin trúnaði. Er ekki alltaf verið að tala um að allt eigi að vera uppi á borðum og gegnsætt?,“ spyr Vigdís. - gar Skýrsla Feneyjanefndar um stjórnarskrárfrumvarp komin en bíður þýðingar: Engin sprengja í Feneyjaskýrslu Sumu er hrósað og gerðar eru athugasemdir fram og til baka Valgerður Bjarnadóttir

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.