Fréttablaðið - 12.02.2013, Side 19

Fréttablaðið - 12.02.2013, Side 19
BÍLAR ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2013 Fréttablaðið Reynsluakstur - KIA Sorento Minni vélar en sama afl Vatnabíll nasista Subaru Forester ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi. Þú finnur „Kia Motors Ísland“ á Facebook Í fyrra jafnt sem á undanförnum árum voru bílaleigubílar vænn hluti þeirra nýju bíla sem seldust á árinu. Í allt seldust um 7.900 nýir bílar og 46,5% þeirra voru bílaleigu- bílar, eða 3.635. Mjög misjafnt er milli bílaumboða hversu hátt hlut- fall bílaleigubíla var af sölu þeirra. Eins og sést á meðfylgjandi töflu var það sýnu hæst hjá Suzuki eða 76,3% en lægst hjá Öskju, 31,6%. Hekla seldi flesta en Suzuki með hæst hlutfall Flesta bíla til bílaleiga seldi hins vegar söluhæsta bílaumboðið, Hekla með 991 bíl og næstflesta Toyota eða 705 og það þriðja er BL með 494 bíla. Þessi röð er sú sama og á við um alla bíla selda á árinu. Fjórða söluhæsta umboðið til bíla- leiga er Suzuki en umboðið er það sjötta söluhæsta í heildarsölu en sölulægst í bílum til almennings. Í sölu bíla til almennings er Hekla söluhæst með 1.016 bíla og BL næst- söluhæst með 775 bíla. Toyota seldi 624 bíla til almennings en þó nokk- uð lægra er Suzuki-umboðið með 127 bíla. Flestir Toyota-bílar Forvitnilegt er líka að skoða sölu til bílaleiga milli einstakra bíl- gerða. Þar trónir hæst Toyota með 705 bíla, Volkswagen 539, Suzuki 408, Skoda 309, Kia 279, Ford 257 og Chevrolet 193 bíla. Hæsta hlut- fall nokkurrar bílgerðar til bílaleiga er Mitsubishi með 76,7%, þá Suzuki 76,3%, Ford 55,4%, Toyota 53,0%, Nissan 52,3% og Volk swagen 50,6%. Því voru það sex bílgerðir sem seld- ust meira til bílaleiga en almenn- ings í fyrra og tvær þeirra í mjög miklum meirihluta. Fáir í lúxusflokki Hjá bílaleigum er oftast fátt lúxus- bíla og endurspeglast það í þess- um tölum. Af 136 seldum Mercedes Benz-bílum voru tveir þeirra bíla- leigubílar, eða 1,5%. Af BMW voru 5,4% bílaleigubílar, Volvo 8,5% en þó stingur í stúf að 44,3% seldra Audi-bíla voru til bílaleiga. Eitt bílamerki enn selst mjög lítið til bílaleiga en það er Subaru en af 92 seldum nýjum bílum voru aðeins fimm þeirra til bílaleiga, eða 5,4%. Ólík sala umboðanna til bílaleiga Bílaleigur keyptu 46,5% allra nýrra bíla á síðasta ári. Askja 888 281 607 31,6% 68% Benni 457 193 264 42,2% 58% Bernhard 428 148 280 34,6% 65% BL 1269 494 775 38,9% 61% Brimborg 862 389 473 45,1% 55% Hekla 2007 991 1016 49,4% 51% Suzuki 535 408 127 76,3% 24% Toyota 1329 705 624 53,0% 47% Aðrir 50 26 24 52,0% 48% Samtals: 7825 3635 4190 Seldir bílar Bílaleigu- bílar (nýtt) Einka- bílar Hlutfall bíla- leigubíla Hlutfall einka- bíla

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.