Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.02.2013, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 14.02.2013, Qupperneq 10
| FRÉTTASKÝRING | 14. febrúar 2013 FIMMTUDAGUR10 VARÚÐARREGLAN– EIN MEGINREGLA UMHVERFISRÉTTAR Ný skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu (EEA) tekur af allan vafa um að betra sé að flýta sér hægt þegar ný tækni er innleidd. Í 84 af 88 tilfellum sem rannsökuð voru, þar sem varað var við skaðlegum áhrifum á heilsu eða umhverfi, reyndust gagnrýnendur hafa haft rétt fyrir sér. Þessar niðurstöður eru taldar eiga sérstaklega vel við í dag, þegar tæknibyltingar eru tíðari en nokkru sinni fyrr. Varúðarreglan Í forgrunni þessarar skýrslu er svo- kölluð varúðarregla; ein af megin- reglum umhverfisréttar. Varúðar- reglan verður tekin upp hér á landi, samkvæmt frumvarpi til nýrra náttúruverndarlaga. Í stuttu máli kemur hún til álita þegar óvissa er til staðar eða þekkingarskortur um afleiðingar ákvarðana sem kunna að hafa áhrif á náttúruna. Tilvikin 88, sem rannsök- uð voru, höfðu þá sérstöðu að varnaðar orð voru talin ástæðu- laus. Þau varða kvikasilfursmeng- un frá iðnaði, frjósemisvandamál vegna notkunar skordýraeiturs, hormónaraskandi efni í algengum plastvörum og lyf sem hafa áhrif á vistkerfi, svo eitthvað sé nefnt. Í skýrslunni kemur fram að oftar en ekki hafa menn hunsað vís- bendingar um hættu, allt þar til að ekki var lengur hægt að komast hjá skaðlegum áhrifum á heilsu og umhverfi. Fjaðrafok Skýrslan, Late Lessons from Early Warnings II, er framhald skýrslu sem var birt árið 2001 og olli miklu fjaðrafoki. Sú skýrsla, og sú nýja, sýnir fram á að í allmörgum til- fellum hafa menn skellt skolla- eyrum við viðvörunum um hættur, sem síðar hefur valdið dauða fólks og veikindum auk umhverfisskaða í stórum stíl. Nýja skýrslan rekur nokkur dæmi um það sem hér hefur verið nefnt og hlýtur að hafa víðtæk áhrif við stefnumörkun stjórnvalda, vís- indastarf og tækni, enda eru neyt- endur fljótari að tileinka sér nýja tækni sem aldrei fyrr. Í því felst mikil hætta sem enginn ætti að leiða hjá sér, segir í skýrslunni. Í stuttu máli greinir skýrslan frá því hvernig hættumerki voru virt að vettugi; fyrirtæki tóku skammtíma- gróða fram yfir almannahag, bæði með því að fela upplýsingar og ekki síður með því að leiða hjá sér augljós hættumerki. Önnur dæmi greina frá því hvernig vísindamenn gerðu lítið úr mögulegri hættu tengdri nýrri tækni, stundum vegna þrýstings frá fjárfestum. Allt eru þetta dæmi um hvernig hægt hefði verið að beita aðferðum í anda varúðarreglunnar og komast hjá skaða. En hvaða skírskotun á skýrslan hér á landi? Hverju mun það breyta að varúðarreglan er lögfest með almennum hætti hér á landi? Ekki skýrt Steinunn Fjóla Sigurðardóttir, lög- fræðingur hjá umhverfis- og auð- lindaráðuneytinu, segir að varúðar- reglan hafi hingað til ekki verið útfærð með skýrum hætti í lögum um náttúruvernd. Þó megi segja að sjónarmið um aðgát liggi að baki ákvæðum laganna um innflutn- ing, ræktun og dreifingu lifandi lífvera, sem og ákvæðum um sér- staka vernd tiltekinna jarðmyndana og vistkerfa og um hættu á röskun náttúruminja. Varúðarreglan sé útfærð þannig í frumvarpi til laga um náttúruvernd að þegar tekin er ákvörðun, til dæmis um skipulag, framkvæmd eða starfsleyfi, án þess að fyrir liggi með nægilegri vissu hvaða áhrif hún hefur á náttúruna, skuli leitast við að koma í veg fyrir mögulegt og verulegt tjón á náttúru- verðmætum. Þá skuli skorti á vís- indalegri þekkingu ekki beitt sem rökum ef hætta er á alvarlegum eða óafturkræfum náttúruspjöllum, til að fresta eða láta hjá líða að grípa til aðgerða sem geta komið í veg fyrir spjöllin eða dregið úr þeim. Hefur víðtækt gildi Steinunn Fjóla segir mikilvægt í þessu sambandi að varúðarreglan er sett fram sem almenn megin- regla og hafi því því víðtækt gildi. Gert sé ráð fyrir að innleið- ing varúðarreglunnar í náttúru- verndarlög geti komið í veg fyrir að ákvarðanir hafi í för með sér verulegt tjón á náttúrunni. Reglan kunni því að kalla á að leyfi, til dæmis fyrir framkvæmdum, sé bundið skilyrðum og kveðið sé á um mótvægisaðgerðir eða jafnvel að umsókn sé hafnað. Að hennar sögn veltur mat á því hvað teljist verulegt tjón á ýmsum þáttum; hversu mikil breyting verði á vistkerfum, hvort áhrifin séu varan leg og hvort tegundum á vá- lista sé ógnað. Ef fyrir liggi nægileg þekking eða vissa um afleiðingar ákvörðunar verði varúðarreglunni hins vegar ekki beitt. Steinunn Fjóla bendir á að seinni málsliður varúðar reglunnar, sem fjallar um skort á vísindalegri þekk- ingu, eigi einkum við um ákvarðanir sem miði að náttúruvernd, eins og við ákvarðanir um friðlýsingu eða um veiði tak markanir. Þá endur- speglist varúðar reglan einnig í öðrum ákvæðum náttúru verndar- frumvarpsins, sem fjalla um almenna aðgæsluskyldu. Ákvæðið geri öllum skylt að ganga vel um náttúru landsins og sýna ýtrustu varúð. Þá beri framkvæmdaraðila við framkvæmdir og starfsemi sem áhrif hafa á náttúruna að gera allt sem með sanngirni má ætlast til svo komið verði í veg fyrir náttúru- spjöll. Menn ættu alltaf að hlusta á varúðarorð Ekki er vænlegt til árangurs að skella skollaeyrum við varnaðarorðum við þróun nýrrar tækni. Í flestum tilfellum reynist gagnrýni eiga rétt á sér, sýnir nú skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu. Varúðarreglan, ein af meginreglum umhverfisréttar, verður að óbreyttu fest í sessi með nýjum náttúruverndarlögum. ST. PÉTURSBORG 2005 Skýrslan sýnir svo að ekki verður um villst að menn ættu að flýta sér hægt þegar ný tækni kemur fram. NORDICPHOTOS/AFP Mörg umhverfisvandamál eru þess eðlis að erfitt getur reynst að sýna með vísindalegri fullvissu fram á orsök þeirra. Þá kann að vera freistandi fyrir stjórnvöld að aðhafast ekkert, sérstaklega ef mótvægisaðgerðir eru kostnaðarsamar. Úr þessum aðstæðum sprettur ein af meginreglum hins alþjóðlega umhverfisréttar, varúðarreglan. Kjarni hennar er sá að ekki skuli láta óvissu um afleiðingar tiltekinna athafna eða athafnaleysis koma í veg fyrir að gripið sé til fyrirbyggjandi aðgerða. Í reglunni felst sú hugsun að stjórnvöld skuli ekki skýla sér bak við vísindalega óvissu til að forðast varúðarráðstafanir í þágu umhverfisins. Vísað er til varúðarreglunnar í ýmsum alþjóðasamningum sem Ísland er aðili að og á nokkrum sviðum íslensks umhverfisréttar er byggt á reglunni. Heimild: Ársskýrsla Umhverfisstofnunar 2011 Hvað er varúðarreglan?Svavar Hávarðsson svavar@frettabladid.is Kletthálsi 11 og Breiðhöfða -110 Reykjavík Sími 525 8000 - bilaland@bilaland.is www.bilaland.is www.facebook.com/bilaland.is SUZUKI SWIFT 4WD Nýskr. 05/11, ekinn 44 þús km. bensín, beinskiptur. Verð áður kr. 2.280.000 TILBOÐ kr. 1.890 þús. HONDA ACCORD ELEGANCE Nýskr. 03/10, ekinn 48 þús km. bensín, sjálfskiptur. Verð áður kr.3.680.000 TILBOÐ kr. 2.990 þús. HYUNDAI i10 Nýskr. 02/10, ekinn 36 þús km. bensín, beinskiptur. Verð áður kr.1.390.000 TILBOÐ kr. 1.190 þús. NISSAN X-TRAIL SE Nýskr. 06/08 ekinn 107 þús km. dísil, sjálfskiptur. Verð áður kr.3.340.000 TILBOÐ kr. 2.690 þús. NISSAN PATHFINDER SE Nýskr. 06/08, ekinn 94 þús km. dísil, sjálfskiptur. Verð áður kr. 4.980.000 TILBOÐ kr. 4.280 þús. RENAULT MEGANE BERLINE Nýskr. 12/09, ekinn 60 þús km. dísil, beinskiptur. Verð áður kr. 1.780.000 TILBOÐ kr. 1.390 þús. TOYOTA LAND CRUISER 150 Nýskr. 12/10, ekinn 30 þús. km. dísil, sjálfskiptur. Verð áður kr. 7.990.000 TILBOÐSVERÐ! 6.990 þús. Frábært úrval af nýlegum, lítið eknum bílum á frábæru verði! TILBOÐ TILBOÐ TILBOÐ Rnr. 280303 Rnr. 201020 Rnr. 200905 Rnr. 190685 Rnr. 141341 Rnr. 140136 Rnr. 150964 KOMDU STRAX Í DAG! GERÐU FRÁBÆR KAUP!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.